Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 96
Reykjavíkur, Sauðárkróks, Ólafsfjarðar, Vestmanna-
eyja og Keflavíkur, Alþýðubandalagið i bæjarstjórn-
um Neskaupstaðar og Kópavogs. í öðrum kaupstöð-
um fékk enginn einn flokkur hrcinan meiri liluta.
— Samþykkt voru á Alþingi lög þess efnis, að fram-
vegis skuli bæjarstjórnarkosningar fara fram í maí-
mánuði.
Útvegur. 30. júní gaf ríkisstjórnin út reglugerð um
12 sjómílna fiskveiðilandhelgi. Samkvæmt henni
skal fiskveiðilandhelgin afmörkuð 12 sjómílum utan
við grunnlinu þá, sein dregin er i samræmi við
ákvæði reglugerðar frá 1952 um verndun fiskimiða
umhverfis ísland. íslenzkir togarar mega þó veiða
á ákveðnum svæðum hinnar nýju fiskveiðilandhclgi
upp að gömlu fjögurra milna friðunarlinunni. 29.
ágúst var gcfin út viðaukareglugerð um þau svæði
innan hinnar nýju landhelgislinu, þar sem íslcnzk-
um togurum er heimilt að veiða. Voru allar togveið-
ar bannaðar á aðalveiðistöðvum bátanna og á hrygn-
ingarstöðvum. Reglugerðin gekk í gildi 1. sept.
Rrezkir togarar héldu þó áfram að stunda fiskveið-
ar í islenzkri landhelgi í skjóli herskipa, er hindr-
uðu íslenzku varðskipin að taka landhelgisbrjóta.
Rændi brezkt lierskip eitt sinn níu islcnzkum varð-
skipsmönnum og setti þá nokkruin dögum síðar út
á smábáti skammt frá Kcflavik.
Mcð nýjum efnahagsráðstöfunum i maí voru út-
flutningsuppbætur flokkaðar í þrennt (bátaafurðir
á þorskveiðum og togaraafurðir 80%, Faxasild 70%,
Norður- og Austurlandssild 50%).
Meiri afli kom á land en nokkru sinni fvrr á einu
ári. Karfaafli jókst mjög, og voru karfavciðar mjög
stundaðar á miðum við Nýfundnaland. Scinni liluta
árs var meginhluti togaraflotans að veiðum þar.
Heildaraflinn var 505,000 tonn (árið áður 430,300).
Freðfiskur var 258,300 tonn (árið áður 179,900), salt-
fiskur 77,400 tonn (árið áður 77,700), harðfiskur 41,700
(94)