Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 93
háskóla. Eyþór Einarss. lauk prófi i grasafrœði við
Hafnarháskóla. Þorsteinn Sæmundss. lauk prófi i
stjörnufræði við St. Andrewsháskóla i Skotlandi.
14. mai varði Hreinn Bcnediktss. málfræðingur
doktorsritgerð við Harvardháskóla í Bandaríkjun-
um. Ejallaði hún um sérhljóðakerfi islenzkrar tungu
að fornu og þróun þess fram á 14. öld. 28. okt. varði
Steingríinur Baldurss. doktorsritgcrð við Cliicago-
háskóla. Fjallaði hún um lambdabreytingu í fljót-
andi helíum.
Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólapróf Islendinga erlcndis á
undanförnum árum.
104 stúdentar voru brautskráðir úr Menntaskólan-
um í Rvík. Hlutu tveir þeirra ágætiseinkunn, bræð-
urnir Gvlfi ísakss., 9,24 og Andri ísakss., 9,09. 52
stúdcntar voru brautskráðir úr Menntaskólanum á
Akurcyri. Hlutu fimm þeirra ágætiscink., Jóhann P.
Árnas., 9,54, Helgi Haraldss., 9,40, Margrót Eggertsd.,
9,25, Þórir Sigurðss., 9,17 og Friðrik Sigfúss., 9,15.
21 stúdent var brautskráður úr Menntaskólanum á
Laugarvatni. Hæstu cink. hlaut Svavar Sigmundss.,
I. eink., 8,82. Úr verzlunarskólanum í Rvik voru
brautskráðir 22 stúdentar. Hæstu cinkunn hlaut
Gunnar Þ. Ólafss., I. eink., 7,17 (eftir einkunnastiga
Örsteds). Undir miðskólapróf (landspróf) gengu 526
nemendur. Af þeiin hlutu 364 framhaldscinkunn.
Hæstur var Þorkell Helgas., Rvik, ágætiseink., 9,51.
Raforkumál. Unnið var að virkjun Efra-Sogs. Horn-
steinn að raforkuvcrinu var lagður við hátíðlega at-
liöfn 16. ágúst. Lögð var háspcnnulína frá Sogsvirkj-
uninni til Akrancss. Rafmagn var leitt frá Sogsvirkj-
uninni á marga sveitabæi á Suðurlandi, t. d. í Aust-
ur-Landeyjum. Mjólkárvirkjun i Arnarfirði tók til
starfa í júli. Þaðan var lögð lina til greinistöðvar
á Rafnseyri og þaðan linur til Bíldudals, Túlkna-
fjarðar, Patreksfjarðar, Flateyrar og Suðureyrar.
(91)