Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 41
nokkuð sé til í því, sem margir halda fram, að ósjálf-
stæðið sé grundvallareinkenni skapgerðar þeirra.
Reginmunur virðist vera á þeim sjúklingum, sem
gefið er deyfilyf við verkjum, eða vegna sjúkdóms
eingöngu og undir eftirliti og með ráði læknis, og
á hinum, sem nota það eingöngu sem nautnalyf. Mörg
dæmi virðast benda til þess, að unnt sé að gefa
sjúklingi ópíum eða skyld lyf árum saman, án þess
að þar skapist sams konar ástriða og hjá nautna-
lyfjaætu. Að vísu venjast þeir fyrrnefndu á lyfið
(habituation), en á meðan sjúklingurinn trúir þvi, að
hann noti það eingöngu vegna verkjanna, verður
hann ekki háður því (addiction). Virðist hér mjótt
á milli, en samt er þar staðfest mikið djúp.
Svipað fyrirbæri er algengt hjá flogaveikum
sjúklingum, sem oft verða að nota daglega stóra
skammta af svefnlyfjum um áratugi, en verða þó
aldrei svefnlyfjaætur eða háðir lyfjunum. Þvert á
móti vilja flestir minnka skammtinn og helzt hætta
alveg. Kemur oft fyrir, að þeir gleyma að taka lyfið,
þótt þeir viti, að þá eigi þeir á hættu að fá krampa-
flog.
Þetta fyrirbæri gerir það að verkum, að skýrslu-
söfnun um nautnalyfjaát verður ávallt nokkuð handa-
hófskennd og stundum alveg út í hött, því að ekki er
unnt að miða við það magn, sem notað er af lyfjun-
um á hverjum stað eða í hverju landi. Hvort sjúkling-
ur er raunverulega nautnalyfjaæta er ekki á færi
annarra að dæma um en þeirra lækna, sem stunda
hann, og reynist það jafnvel þeim fullerfitt.
Sama máli gegnir um hundraðstölu þeirra, sem
vanizt hafa af lyfinu eða læknazt. Ef miðað er lika
við þá, sem vöndust á lyfið eingöngu vegna sjúkdóms,
er hundraðstala læknaðra vissulega nokkuð há. Ef
hins vegar er miðað eingöngu við sannar nautna-
lyfjaætur, sem af ástriðu (addiction) neyta lyfjanna,
verður lnindraðstalan lág, og flestir þeirra byrja aft-
(39)