Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 32
Enginn vafi leikur á því, að töluverð ávanahætta
fylgir einnig þessu lyfi, þótt ekki sé hún alveg jafn-
raikil og geigvænleg eins og þegar um morfín er að
ræða.
Kókaín fæst úr laufi Kókatrésins, sem vex í Suður-
Ameriku og Mexíkó. Öldum saman hafa þarlendir
menn neytt þess og haldið því fram, að með því
einu að tyggja laufin megi yfirstiga sult og þreytu.
Kókaín er í rauninni lyf, sem hefur í svip örvandi
áhrif á miðtaugakerfið, en deyfir um leið skyntaugar.
Misnotkun þess fylgir áköf gleðikennd og stundum
einnig ofsjónir. Neytandanum finnst hann búinn
geysimiklu andlegu og likamlegu þreki, virðast hon-
um þar af leiðandi allir vegir færir. Sagan um menn-
ina þrjá — ópiumistann, alkohólistann og kókaínist-
ann — sem komu að lokuðu borgarhliði að næturlagi,
lýsir vel viðhorfi því, sem einkennir hverja þessa
nautnategund út af fyrir sig. Ópiumistinn sagði:
„Setjumst hér, látum fara vel um okkur, svo að við
getum notið drauma okkar i næði til morguns. Þá
verður hliðið opnað.“ Alkohólistinn sagði: „Við brjót-
um bara helvítis liliðið.“ Kókaínistinn sagði: „Ein-
faldast virðist mér vera, að við smjúgum bara inn
um skráargatið.“
Þessari almættiskennd fylgja samt ofsóknarhug-
myndir. Kókainistanum finnst fólk sitja á svikráðum
við sig, sækjast jafnvel eftir lífi sínu. Ofsóknarþrá-
hyggjan kemur þeim oftsinnis til að hefna sin með
árásum og jafnvel morðtilraunum. Sem læknislyf er
kókaínið notað nú orðið eingöngu til augnlækninga.
Til eru nú önnur óskaðlegri lyf, sem nota mætti með
jafngóðum árangri. Virðist því ekkert til fyrirstöðu
lengur að banna innflutning á slíku lyfi, líkt og t. d.
heroini.
Heroín er þrisvar sinnum sterkara en morfin og
er það lyf, sem margir nautnalyfjaneytendur kjósa
sér helzt. Mesta ánægju og fullnægingu virðist það
(30)