Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 123
Fiskamir
eftir Bjarna Sæmundsson. Önnur útgáfa
með viðauka eftir Jón Jónsson fiskifræðing.
Bók þessi fjallar um íslenzka fiska. Hún er tæpar
600 bls. með 250 myndum.
í bók þessari er mikill og merkilegur fróðleikur
saman kominn, og sá fróðleikur á erindi til margra
Islendinga, eigi aðeins fiskimanna og útvegsmanna,
heldur allra þeirra, er vilja fræðast um undirstöðuna
að þeim atvinnuvegi, sem stendur undir nálega allri
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
Fiskarnir hafa lengi verið uppseld bók og mjög
eftir lienni spurt. Viðtökur þær, er fyrsta útgáfan fékk,
voru frábærar, bæði af hálfu sérfræðinga og almenn-
ings.
Nokkur ummæli náttúrufræðinga um Fiskana:
Ágætt rit, mikið að vöxtum, vandað að efni og frágangi,
fróðleg bók, sem cr allt i senn: visindarit, handbók og al-
býðlegt fræðirit.“ Pálmi Hannesson.
„Bók þessa má óefað telja meðal hinna merkustu bóka,
er birzt hafa á íslenzku hin siðari árin — tímamótarit í
islenzkri fiskifræði.“ Guðm. G. Bárðarson.
„Bók þessi á skilið að komast inn á hvert það heimili, er
land á að sjó, á eða vatni, sem fiskur gengur í.“
Magnús Björnsson.
„Bók hans (Bjarna Sæmundssonar) um íslenzka fiska er
þrekvirki á sínu sviði, og mega aðrar þjóðir öfunda okkur
af sliku riti fyrir almenning.” Jón Jónsson.
Verð kr. 145.00 ób., 180.00 i skinnlíki, 230.00 í skinn-
bandi.
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs fá 20%
afslátt frá útsöluverði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Pósthólf 1398, Reykjavík.