Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 95
fjTÍr atbeina Slysavarnafélagsins. 19. jan. strnndaði
finnskt skip við Garðskaga, en áhöfninni, 19 inanns,
var bjargað. 29. inarz fórzt flugvél á Öxnadalsheiði,
og fórust þar i'jórir ungir stúdentar. 13. júli drukkn-
uðu þrjú börn i bifreið, sem rann út af bryggju á
Akureyri, en tveimur konum og einu barni var bjarg-
að.
Ýmis frækileg björgunarafrck voru unnin. 22.
marz bjargaði Jakob Sigurbjörnsson, 14 ára drengur
i Stvkkishólmi, 10 ára dreng, sem hafði hjólað fram
af brvggju. 24. apríl bjargaði bórður Eiríksson,
skáti í Rvík, 8 ára dreng frá drukknun í Reykjavíkur-
höfn. 7. október bjargaði Jóhanna Kristinsdóttir á
Bíldudal dreng, sem fallið liafði af bryggju í sjó-
inn. 11. des. varpaði Magnús Lorenzson, vclstjóri á
togaranum Kaldbaki, sér til sunds og bjargaði ósynd-
um hásela, sem fallið hafði fyrir borð.
Stjórnarfar. l’orseti íslands og frú hans fóru í opin-
bera heimsókn i Austur-Skaftafellssýslu í júli og í
Norður-ísafjarðarsýslu i ágúst.
Stjórn Hcrmann Jónassonar sat að völdum mestan
hluta ársins, en 4. des. baðst liún lausnar. 23. des.
myndaði Emil Jónsson nýja stjórn og voru i henni
fjórir ráðherrar, allir úr Alþýðuflokknum. Emil Jóns-
son var forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráð-
herra, Friðjón Skarphéðinsson dómsmála-, kirkju-
mála-, búnaðarmála- og' félagsmálaráðherra, Guð-
mundur f. Guðmundsson ulanríkis- og fjármálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gislason menntamála-, iðnaðarmála-
og viðskiptamálaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn liét
að verja þessa stjórn vantrausti.
Mörg lög voru samþykkt á Alþingi, m. a. margvis-
leg lög um efnahagsmál og fjármál rikisins, lifevris-
sjóð togarasjómanna og ný umferðarlög. — Bæjar-
stjórnarkosningar og lireppsnefndarkosningar i
kauptúnahreppum fóru fram 26. jan. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk lireinan meiri hluta i bæjarstjórnum
(93)