Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 24
MYRKVAR 1968
Árið 1968 verða 2 myrkvar á sólu og 2 á tungli:
1. Deildarmyrkvi á sólu 28. - 29. marz. Sést eigi hér á landi.
2. Almyrkvi a tungli 13. apríl. Hálfskugginn (mjög daufur) byrjar að
færast yfir tunglið kl. 1 11, en alskugginn kl. 2 10. Er þá tungl lágt á
lofti í SSV frá Reykjavík. Almyrkvinn stendur frá kl. 3 22 til kl. 4 12.
Tunglið er laust við alskuggann kl. 5 25, skömmu eftir tunglsetur og
sólaruppkomu í Reykjavík.
3. Almyrkvi á sólu 22. sept. í Reykjavík sést deildarmyrkvi, sem hefst
kl. 8 10 og lýkur kl. 9 57. Hann er mestur kl. 9 02, og eru þá 4/10 af
þvermáli sólar myrkvaðir. Myrkvinn sést fyrst efst á sólkrmglunni.
Þeir, sem fylgjast vilja með myrkvanum, eru alvarlega varaðir við
að horfa beint 1 sólina með sjónauka eða berum augum, nema ljósið
sé mjög mikið deyft, t.d. með dökku gleri eða filmu.
4. Almyrkvi á tungli 6. október. Sést eigi hér á landi.
REIKISTJÖRNURNAR 1968
Reikistjörnurnar einkennast af því, að skin þeirra sýnist kyrrara en
skin fastastjarnanna, og að þær reika til, svo að afstaða þeirra til annarra
stjarna breytist greinilega á tiltölulega skömmum tíma. Reikistjörnurnar
er ávallt að finna nálægt sólbrautinni, sem er baugur sá, er sólin virðist
fara eftir á árgöngu sinni meðal fastastjarnanna. Þeim fastastjörnum,
sem næst eru sólbraut, er skipað í 12 „merki“, er mynda svonefndan
Dýrahring. Myndirnar í hægri og vinstri hlið umgerðarinnar á forsíðu
almanaksins eru táknmyndir þessara stjörnumerkja, sem kennd eru við
hrút, naut, tvíbura, krabba, ljón, mey, vog, sporðdreka, bogmann,
steingeit, vatnsbera og fiska; er þá aftur komið að hrútsmerki. Enn
mætti nefna merki naðurvalda, sem teygist inn milli merkja sporðdreka
og bogmanns.
Birta reikistjarnanna er talsvert breytileg og fer eftir fjarlægðum
þeirra og afstöðu til sólar. Björtust þeirra allra er Venus, sem er bjart-
ari en nokkur fastastjarna. Næst koma að jafnaði Júpíter og Mars,
þá Merkúríus, sem erfitt er að sjá vegna nálægðar við sól, og síðan
Satúrnus. Úranus sést óglöggt með berum augum, og yztu reikistjörn-
urnar, Neptúnus og Plútó, sjást aðeins í sjónaukum.
Merkúríus og Venus ganga um sól á þrengri brautum en jörðin og
sjást þess vegna aldrei mjög fjarri sólu. Þær eru ýmist austan við sól
(„vinstra megin“) og þá kvöldstjörnur, eða þær eru vestan við sól
(„hægra megin“) og þá morgunstjörnur. Merkúríus er mjög nærri sólu
og sést sjaldan með berum augum hér á landi. Mars, Júpíter og Satúrnus
eru lengra frá sólu en jörðin, og fjarlægð þeirra frá sólu á himinhvolftnu
eru engin takmörk sett.
Merkúríus ( g ) er lengst í austur frá sólu 31. janúar (18°), 24. maí (23°)
og 20. september (26°), en lengst í vestur 13. marz (28°), 11. júli (21°) og
31. október (19°). Beztu skilyrði til að sjá hann verða eftir sólarlag dagana
um og fyrir 31. janúar og 24. maí og fyrir sólarupprás dagana um og eftir
31. október. Þann 31. janúar er Merkúríus í 10° hæð yfir sjóndeildar-
hring í suðvestri frá Reykjavík við sólsetur og sezt kl. 18 21. Þann 24.
(22)