Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 112
margföldunar og deilingar. Margfeldi tveggja talna er fund-
ið á þann hátt, að lyklar þeirra eru lagðir saman, og þegar
deila á einni tölu í aðra, er fundinn mismunur lyklanna.
Eins og oft vill verða, virðast a.m.k. tveir menn hafa fengið
hugmyndina um tölulyklana nokkurn veginn samtímis.
Skozkur barón og guðfræðingur, John Napier, sem uppi var
á árunum frá 1550 til 1617, gaf út bók með lyklatöflum og
reglum um notkun þeirra árið 1614. Napier var svo heppinn
að eiga að vini Henry nokkurn Briggs, prófessor í rúmmynda-
fræði, og átti hann mikinn þátt í því að útbreiða notkun tölu-
lykla. Briggs lá ekki á liði sínu, því að árið 1624 gaf hann út
lyklatöflur, sem höfðu að geyma lykla 30 þúsund talna, og
voru þeir reiknaðir með 14 aukastöfum. Jafnvel nú á dögum
eru lyklatöflur með meira en 7 aukastöfum sjaldgæfar. Stjörnu-
fræðilegir útreikningar gerðu miklar kröfur til nákvæmni, og
það var því ekki óeðlilegt, að svissneskur stjörnufræðingur,
Joost Burgi, væri annar uppfinningamaður tölulyklanna.
Biirgi birti sitt lykilkerfi árið 1620 eða sex árum á eftir Napier.
Stjörnufræðingurinn Johannes Kepler var sá fyrsti, sem veru-
lega notfærði sér tölulykla við stjörnufræðilega útreikninga.
Hann reiknaði sjálfur út tölulykla sem birtir voru í Rudolfs-
töflum hans, sem komu út árið 1627.
Reiknistokkurinn, sem var fyrst og fremst gerður til marg-
földunar og deilingar, var fundinn upp um 1630, skömmu á
eftir tölulyklunum, enda er hann byggður á þeim. Lykill af
margfeldi tveggja talna er summan af lyklum þeirra. Með
því að hafa tvær lykilstikur, sem renna má hvorri eftir ann-
arri, er hægt að leggja saman lykla og þannig fmna marg-
feldi. Enskur stærðfræðingur, William Oughtred, sem uppi
var frá 1575 til 1660, fann upp reiknistokkinn. Notkun hans
breiddist hægt út, og var hann lítt þekktur í Englandi og á
meginlandinu á 17. öld, en smám saman fór notkun hans í
vöxt, og nú er svo komið, að reiknistokkurinn er eins konar
veldissproti verkfræðinga.
(110)