Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 89
járn, stál og timbur, voru settar á frílista í janúar. Sett voru
lög um nýskipun á stofnlánasjóðum atvinnuveganna og sam-
ræmingu efnahagskerfísins. Lög voru sett um Efnahagsstofn-
un íslands, og stofnað var Hagráð. í Hagráði eiga sæti
fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi og fulltrúar stétta,
atvinnuvega og sveitarfélaga. Hagráð hélt fyrsta fund sinn
3. ágúst, en formaður þess var dr. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra.
Akveðið var að leggja niður Framkvæmdabanka íslands í
árslok 1966, en stofnaður var framkvæmdasjóður í vörzlu
Seðlabanka íslands, og tók hann við eigum og skuldbinding-
um Framkvæmdabankans. Stofnuð var við Verzlunarbanka
íslands stofnlánadeild atvinnufyrirtækja. I apríl var hætt
niðurgreiðslum á fiski og smjörlíki, en þær voru hafnar að
nýju í nóvember. í desember var samþykkt á Alþingi frum-
varp um verðstöðvun. í október var Kristján G. Gíslason
kjörinn formaður verzlunarráðs Islands, en Magnús J.
Brynjólfsson lét af störfum. (Ýmsar af tölunum um búnað,
útveg og verzlun eru bráðabirgðatölur, er kunna að breyt-
ast lítið eitt, þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.)
Vinnumarkaður.
Margir útlendingar, einkum Færeyingar, unnu hér á landi,
sérstaklega á vetrarvertíðinni. — í júní gerðu flest verkalýðs-
félög bráðabirgðasamninga til hausts. Ekki kvað mikið að
verkföllum á árinu. Afgreiðslufólk í matvöru- og nýlendu-
vöruverzlunum í Reykjavík var í verkfalli 3.-5. marz, og lauk
þeirri deilu endanlega 9. marz. Verkfall veitingaþjóna stóð
frá 9. til 15. júlí. Skyndiverkfall var við Búrfellsvirkjun 5.-8.
ágúst. Verkfall starfsstúlkna á leikvöllum Reykjavíkur stóð
7.-11. nóv.
Vísitala.
Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík var 182 í árs-
byrjun, en 195 í árslok. Hér er miðað við vísitölugrundvöll
frá 1. marz 1959, en þá var vísitalan sett 100.
(87)