Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 123
sjálfkrafa og með miklum hraða, því að reiknifyrirskipunum
var í raun og veru komið fyrir inni í vélinni, og ekki þurfti að
setja þær inn eina og eina í einu, eins og i reiknivélinni í
Harvard.
Sama árið og ENIAC var tekin í notkun, árið 1946, kom
ungverski stærðfræðingurinn Von Neumann fram með nýja
grundvallarhugmynd um byggingu tölvu. Hún fólst í því, að
fyrirskipanir til tölvunnar voru settar í talnaform og geymd-
ar inni í tölvunni í sjálfri geymslunni, alveg eins og þær tölur,
sem tölvan átti að vinna með. Þá var hægt að lesa inn fyrir-
skipanir eins og tölur, og auðveldaði það mjög notkun tölv-
unnar og gerði hana enn hraðvirkari. Þessi hugmynd Von
Neumanns var einhver sú mikilvægasta fyrir þróun tölvanna,
og verður aftur vikið að henni síðar. Fyrstu tölvur, sem smíð-
aðar voru eftir hugmyndum Von Neumanns, voru teknar í
notkun á árinu 1949 í Englandi við háskólana í Cambridge
og Manchester.
Fyrstu rafeindatölvurnar voru smíðaðar í tilraunaskyni, og
sífellt var verið að endurbæta þær, þótt þær væru að sjálf-
sögðu notaðar til útreikninga. Rafeindatölvur komu fyrst á
sölumarkað árið 1951, í Bretlandi. Síðan hefur tölvunum
fjölgað, fyrst í stað hægt, en mjög ört á þessum áratug. Banda-
ríkin tóku fljótlega forystuna, og nú eru langflestar tölvur í
Bandaríkjunum. Það, sem ef til vill átti verulegan þátt í því,
að íjöldi tölva óx hægt á síðasta áratug, var, að þær voru
mjög fyrirferðarmiklar og ótraustar í rekstri. Hvort tveggja
stafaði fyrst og fremst af notkun útvarpslampa. Þegar smárar
(transistorar) komu til sögunnar, varð enn ein bylting í þróun
tölvanna, því að smárar eru miklu fyrirferðarminni og miklu
öruggari en lampar. Þessi þróun, að gera tölvurnar minni
og öruggari, er enn í fullum gangi, og eru það einkum hernað-
ar- og geimferðaþarfir, sem knýja þar á. Til að gefa hugmynd
um þessa þróun má geta þess, að EDSAC, fyrsta rafeinda-
tölvan í Englandi, sem smíðuð var við Cambridge háskóla,
(121)