Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 104
þegar Luna 13 lenti á tunglinu með sama hætti og Luna 9, 24.
desember. Sendi flaugin myndir og aðrar upplýsingar til
jarðar, unz rafgeymar hennar tæmdust 28. desember.
Á árinu 1967 mun tunglkapphlaupið væntanlega halda
áfram. Munu Bandaríkin senda fleiri Surveyor og Orbiter
flaugar til tunglsins í rannsóknaskyni, og er ekki að efa, að
Sovétríkin hafa svipaðar fyrirætlanir.
Adrar geimflaugar.
í marzbyrjun 1966 náðu tvær sovézkar geimflaugar, Venus
2 og 3, til reikistjörnunnar Venusar. Var upplýsinga frá þeim
beðið með mikilli eftirvæntingu, en sakir bilunar í fjarskipta-
tækjum beggja flauganna fengust engar upplýsingar frá
þeim. Venus 3 lenti hins vegar brotlendingu á reikistjörn-
unni, en ekki er ljóst, hvort svo hafi verið ráðgert fyrirfram.
Bandaríkjamenn skutu sólkönnunarflauginni Pioneer 7 af
stað 17. ágúst, og fór hún á svipaða braut og jörðin umhverfís
sólu. Mun þessi flaug ásamt Pioneer 6, sem þegar er á braut,
senda upplýsingar um áhrif sólblossa í geimnum, þegar þeir
ná hámarki á næstu árum.
Veðurtungl og fjarskiptatungl.
Árið 1966 var skotið upp til veðurathugana og fjarskipta
fyrstu gervitunglunum, sem ekki voru hönnuð í tilrauna-
skyni, heldur til beinna nota fyrir stöðvar á jörðu niðri.
Bandaríkjamenn sendu veðurhnettina ESSA 1 og ESSA 2
upp í febrúar. Þessir hnettir, sem eru hinir fyrstu sinnar
tegundar, voru byggðir á tækni þeirri og reynslu, sem fengizt
hafði með Tiros hnöttunum frægu. ESSA 3, sem er búinn
nýrri gerð myndavéla og senditækja, var svo skotið á braut
2. október. Getur hann m.a. sent veðurmyndir til einfaldra
móttökustöðva víðs vegar um heim, veðurfræðingum til
mikils gagns. Er nú búið að koma upp slíkri stöð á vegum
(102)