Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 105
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli til afnota fyrir banda-
ríska og íslenzka aðila.
ESSA hnöttum Bandaríkjanna verður skotið á braut með
jöfnu millibili á næstu árum, og er miðað við að hafa ætíð
þrjá starfandi hnetti af þessari gerð á lofti.
Mjög fullkomnum veðurathugunarhnetti, Nimbus 2, var
skotið upp í tilraunaskyni 15. maí. í honum eru fimm mynda-
vélar til myndatöku bæði í myrkri og að degi til, svo og tæki
til að mæla skýjahæð yfxr jörðu.
Sovétríkin sendu upp tvo veðurhnetti á árinu, Molniya 1C
hinn 25. apríl og Cosmos 122, 25. júní. Voru þeir að sögn
búnir myndavélum og öðrum tækjum til veðurathugana, en
nánari upplýsingar eru ekki fyrir hendi.
Bandaríkjamenn sendu fjarskiptahnöttinn Intelsat 2 á loft
í október 1966. Var honum ætlað að fara á staðbraut yfir
Kyrrahafi, svipað og Syncom 2 áður, en vegna bilunar í afl-
flaug komst hnötturinn ekki á rétta braut. Er hann því ein-
ungis notaður í 10 klukkustundir á dag, þegar hann er í
sjónarsviði móttökustöðva á Kyrrahafssvæðinu, í stað 24
stunda, ef hann væri á staðbraut. í ráði er, að fleiri Intelsat
hnöttum verði skotið á staðbraut yfir Atlantshafi og Kyrra-
hafi árið 1967.
Bandaríski flugherinn sendi 7 íjarskiptahnetti á loft með
einni Titan 3C risaeldflaug. Gerðist þetta 16. júní 1966 og eru
þessir hnettir hinir fyrstu af fyrirhuguðu kerfi 21 slíks hnattar.
Sovétríkin sendu einn fjarskiptahnött, Molniya 1 D, á
braut 20. október. Var braut hans ílöng, með jarðfirð við
40000 km hæð og jarðnánd við 485 km hæð.
Visinda- og tilraunatungl.
Fjöldi rannsóknartungla var sendur á braut á árinu, og
verða hér aðeins talin þau, sem helzt eru og nýstárlegust.
Bandaríkin sendu á braut fyrsta OAO stjörnurannsókna-
hnött sinn 8. apríl. Komst hann á rétta braut, en vegna bil-
(103)