Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 199
mínútur, hreinsið þá með benzíni. Síðan er bletturinn þveg-
inn með volgu vatni. Strjúkið með heitu jámi, þangað til
flíkin er þurr.
Kernis. Sama aðferð og við asfalt.
Fita. Hreinsið með benzíni eða blettavatni. Ef erfitt er að
ná blettinum af, má nudda hann með terpentínu. Eftir 10
mínútur er hann hreinsaður aftur með benzíni eða bletta-
vatni.
Flugnaskítur. Nýir blettir eru þvegnir af með sápuvatni.
Gömlum blettum er náð af með blettavatni.
Hárskol. Þvoið, notið síðan þynnt bleikivatn (þynnt til
helminga með vatni), sem svo er strax þvegið úr, til að efnið
sjálft skaðist ekki.
Hunang. Bletturinn skal þveginn úr með volgu vatni.
Ilmvatn. Bletturinn nuddist af með volgu seyði af barkar-
þvoli.
Is (rjómaís, mjólkurís). Bletturinn þvoist strax úr með
vatni. Ef bletturinn er orðinn þurr, skal hann fyrst hreins-
aður með blettavatni til þess að fjarlægja fituna. Þegar hann
er þurr aftur, skal hann þveginn úr bóraxvatni (1 teskeið af
bóraxi í 1 bolla af volgu vatni).
Joð. Þvoið, notið síðan upplausn af festisalti og skolið.
Kaffi. Þvoið, notið síðan þynnt vatnsildi (1:20) og skolið.
Kakó. Þvoið, notið síðan glýcerín eða spritt.
Kúlupennablek. Notið tréspíritus (en varlega á gerviefni).
Líkjör. Þvoið, strjúkið síðan með heitu járni.
Lýsi. Nýjum blettum er náð úr eins og venjulegum fitu-
blettum. Gömlum blettum má ná úr með blöndu af benzíni
og ether (3 hlutar benzín og 1 hluti ether).
Málning. Olíumálningu má ná úr með terpentínu, benzíni,
steinolíu, benzóli eða blettavatni. Vatnsmálningu má ná með
volgu vatni og sápu, en það þarf að gerast strax. Við harðn-
aða bletti er helzt reynandi að nota tólúól, xýlól eða sellulósa-
þynni.
(197)