Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 150
tilraunanna. Árangurinn af þessu var svo augljós, að þegar
fram í sótti tóku aðrir efnafræðingar að breyta um vinnubrðgð
og feta í fótspor Lavoisiers. Markaði þetta tímamót í sögu
efnafræðinnar.
Annað verkefni, sem Lavoisier tók sér fyrir hendur, var að
rannsaka eðli bruna. Hin ríkjandi kenning um eðli þessa
fyrirbæris var eldefniskenningin, sem þá var aldargömul.
Samkvæmt þessari kenningu átti bruni að vera í því fólginn,
að svokallað eldefni (phlogiston), sem leyndist í öllum eld-
fimum hlutum, losnaði úr hinum brennandi hlut. Þannig var
álitið, að viður innihéldi eldefni, en viðaraskan ekki. Hlutverk
loftsins við bruna var ekki talið annað en það að flytja eldefnið
í burtu.
Lavoisier hóf tilraunir sínar til að kanna eðli bruna árið
1772. Hann tók demant, sem hann hafði orðið sér úti um,
kom honum fyrir í lokuðu gleríláti og beitti safngleri til að hita
demantinn með sólargeislum. Við brunann hvarf demanturinn
með öllu, en eftir varð lofttegundin koldíoxíð. Það vakti
sérstaka eftirtekt Lavoisiers, að demanturinn brann alls
ekki, nema loft væri t ílátinu. Loftið virtist því vera nauðsyn-
legt til brunans.
í annarri tilraun kveikti Lavoisier í brennisteini og fosfór.
Eftir brunann reyndust bæði efnin þyngri en þau höfðu
verið fyrir brunann. Lavoisier grunaði, að það, sem við
bættist, hefði komið úr loftinu. Með því að endurtaka til-
raunina í lokuðu íláti og vega alla hluti nákvæmlega, sannaði
hann, að svo væri. Heildarþyngd íláts og innihalds var óbreytt
eftir brunann. Lavoisier hitaði einnig málma í lokuðum
ílátum og komst að þeirri niðurstöðu, að ryðið, sem á þeim
myndaðist, innihéldi efni úr loftinu, sem hefði sameinazt
málminum.
Með þessum tilraunum gekk Lavoisier af eldefniskenning-
unni dauðri. Jafnframt varð þetta til að innleiða merkt
(148)