Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 57
Flugmálasamband Norðurlanda hélt fund í Reykjavík í
ágúst. Landbúnaðar- og sjávarútvegsmáiaráðherra Vestur-
Þýzkalands, H. Höckerl, kom í opinbera heimsókn til Is-
lands um mánaðamótin ágúst-september. 25 norrænir jarð-
fræðistúdentar dvöldust við rannsóknir hér á landi um sum-
arið. Nokkrir erlendir hagfræðingar störfuðu hér á landi um
sumarið. Rússneskt listafólk hélt skemmtanir hér á landi í
september. Norræna leikararáðið hélt fund í Reykjavík í
sept. Per Borten, forsætisráðherra Noregs, kom í opinbera
heimsókn til íslands í sept. Hinn heimsfrægi pianóleikari
Claudio Arrau frá Chile hélt tónleika í Reykjavík í sept.
Dómsmálaráðherra Svía, H. Kling, hélt fyrirlestra hér á
landi í okt. Þýzk listsýning var haldin í Reykjavík í okt., og
kom þá hópur þýzkra menntamanna til íslands, m.a. dr.
Max Adenauer. Hans Sölvhöj, menntamálaráðherra Dana,
heimsótti Island í okt. Sænska skáldkonan Sara Lidman hélt
fyrirlestra hér á landi í nóv. Aðalritari Alþjóðasambands
ungra jafnaðarmanna, J. Hækkerup, heimsótti ísland í des.
Forseti Alþjóðasambands aðventista, R.H. Pierson, heim-
sótti ísland í des. Franski drengjakórinn „Hinir litlu nætur-
galar Heilags Marteins“ hélt tónleika hér á landi um jólin.
Margir erlendir blaðamenn heimsóttu ísland á árinu.
fbúar Islands.
1. des. 1966 voru íbúar Islands 196 933 (1. des. 1965 193
202). Af þeim voru 99 546 karlar og 97 387 konur. Á árinu
fæddust 4726 börn, 2412 sveinar og 2314 meyjar. Óskilgetin
börn voru 1327. Dauðsföll á árinu voru 1391. Hjónavígslur
voru 1554, en hjónaskilnaðir 194.
íbúar Reykjavíkur voru 79 202, annarra kaupstaða 54 995,
en sveita og kauptúna 62 736.
íbúatala íslenzku kaupstaðanna var sem hér segir:
(55)