Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 71
til landsins í marz. Ný Fokker-Friendship flugvél Flug-
félags íslands, Snarfaxi, kom til landsins í maí. Flugþjónustan
og Flugsýn fengu og nýjar flugvélar. Víða voru umbætur
gerðar á flugvöllum, t.d. var unnið að malbikun Reykjavíkur-
flugvallar og Akureyrarflugvallar. 20. ágúst var minnzt 30
ára afmælis svifflugs á íslandi. Flugsýning var haldin á Kefla-
víkurflugvelli 18. sept.
íslenzki skipastóllinn minnkaði á árinu um 10 000 brúttó-
lestir, og skipum fækkaði um 32. Var skipastóllinn 148 500
lestir í árslok. Hamrafell var selt til Indlands, Katla og Hekla
til Grikklands og Skjaldbreið til Bretlands. Alls voru skip
seld úr landi á árinu fyrir 83,5 millj. kr. Nokkur ný flutn-
ingaskip voru tekin í notkun. Nýtt flutningaskip Sements-
verksmiðjunnar, Freyfaxi, kom til íslands í apríl (smíðað í
Noregi). í notkun voru og tekin olíuflutningaskipið Héðinn
Valdimarsson, Björgunarskipið Goðinn, síldarflutningaskip-
ið Haförn, flóabáturinn Baldur (til Breiðafjarðarferða) og
hafnsöguskipið Björn lóðs. Skipaútgerð ríkisins tók um
haustið færeyska skipið Blikur á leigu til strandferða.
Bílum fjölgaði mjög, og voru þeir nær 40 000 í árslok.
Samþykkt var að taka upp hægri handar akstur, og var haf-
inn undirbúningur að því. Norðurleið keypti stærstu far-
þegabifreið, sem notuð hefur verið hér á landi (Scania Vabis).
Tekur hún 68 manns í sæti. Umferðarlögreglan í Reykjavík
notaði í vaxandi mæli ratsjár til að mæla ökuhraða bifreiða.
Umferðarljósum var fjölgað í Reykjavík. Notkun snjónagla í
hjólbarða færist mjög í vöxt. Hópferðamiðstöð tók til starfa
í Reykjavík. í júlí voru strætisvagnafargjöld í Reykjavík
hækkuð úr 5 kr. í 6 kr. fyrir fullorðna, en úr 2 kr. í 2,50 kr.
fyrir börn. Póst- og símgjöld voru hækkuð í ársbyrjun.
Slys.
Á árinu fórust 79 manns af slysförum. Af þeim drukknuðu
33, en 27 fórust í umferðarslysum. 18 jan. strandaði enskur
(69)