Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 154
Lavoisier var mikill atkvæðamaður í landbúnaðarfélagi
Parísar. Hann var einn af fimm meðlimum fyrsta búnaðar-
málaráðuneytis í Frakklandi og leiðarljósið í stjóm mála þar.
Hann var mjög framfarasinnaður um allt, er snerti lífskjör
og aðbúnað almennings. Frá 1787 átti hann sæti á sveitarþingi
Orléans. I hinum prentuðu þingtíðindum frá þeim tíma ber
mest á skýrslum og tillögum Lavoisiers um hin ólíkustu mál:
landbúnað, styrki til munaðarleysingja og ekkna, stofn-
setningu sparisjóðs, tryggingarfélög, afnám skylduvinnu við
vegi, lagfæringar á skattareglum, gerð jarðefnakorts af
héraðinu og byggingu vinnuhæla fyrir fátæka. Lavoisier setti
skoðun sína fram með þessum orðum: „Hamingjan á ekki að
takmarkast við fáeina menn, hún á að vera allra eign".
Árið 1789 var Lavoisier kjörinn forseti þess banka, sem
síðar varð Frakklandsbanki. í ræðu benti hann þá þegar á
hættur verðbólgunnar, sem gengin var í garð. Þremur árum
síðar flutti hann skýrslu á þjóðþinginu um hið ömurlega ástand
í fjármálum þjóðarinnar. Nútíma fjármálasérfræðingar, sem
lesið hafa skýrsluna, kalla hana snilldarverk.
Lavoisier ritaði greinargerð um hagvísindi („Um jarðarauð
í konungsríkinu Frakklandi"), sem talin er merk í sögu
hagfræðinnar. Lavoisier hélt því fram, að réttlátu skattakerfi
yrði því aðeins komið á, að fyrir hendi væru nákvæmar
upplýsingar um landbúnaðarframleiðsluna. Safnaði hann
gögnum um þau mál frá öllum héruðum Frakklands. Tölur
hans um framleiðslu, neyzlu og fólksíjölda voru fyrstu
hagskýrslur, sem nokkur þjóð hafði eignazt. Lavoisier lagði
til, að komið yrði á fót í Frakklandi stofnun til að safna og
vinna úr hvers konar gögnum um hag landsins - ekki aðeins
landbúnað, heldur einnig iðnað, fólksljölda, fjármagn o.s.
frv. Sem fulltrúi í fjármálaráðuneytinu (1791) kom Lavoisier
á nýju og nákvæmara bókhaldskerfi, en áður hafði þekkzt.
Hann átti og sæti í nefndum, er fjölluðu um heilbrigðiseftirlit,
vopnasmíði, myntsláttu og stöðlun mælieininga. Þá skipaði
(152)