Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 116
Cambridge háskólann í 11 ár, frá 1828 til 1839, en á þeim
tíma hélt hann ekki einn einasta fyrirlestur við háskólann,
enda hafði hann í mörgu að snúast. Auk stærðfræðiiðkana
vann hann að endurbótum á stærðfræðikennslu í Englandi,
gerði athuganir á rekstri póstþjónustunnar og átti m.a. þátt
i því, að tekin var upp notkun frímerkja. Einnig vann hann að
endurbótum í ýmsum iðngreinum, svo sem framleiðslu títu-
prjóna og prentiðn. Frægastur varð hann þó fyrir uppfínn-
ingar sínar, einkum á reiknivélum. Hugmyndina að fyrstu
reiknivél sinni fékk hann árið 1812, og árið 1822 fékk hann
styrk til að smíða þessa reiknivél. Babbage var stórhuga, og
kostnaðurinn fór fram úr öllum áætlunum. Árið 1842 var
hann sviptur styrknum, en þá hafði ríkisstjórnin lagt fram
17 þúsund sterlingspund og hann sjálfur 13 þúsund, en ekkert
útlit var fyrir, að vélin yrði nokkurn tíma fullgerð. Ein af
aðalástæðunum var sú, að árið 1832 hafði Babbage fengið
hugmynd að nýrri og miklu fullkomnari reiknivél, og þá
missti hann að sjálfsögðu áhuga á þeirri gömlu. Þessi nýja
reiknivél, sem Babbage kallaði ,,greiningavél“ (Analytical
Engine), átti að starfa í öllum aðalatriðum eins og nútíma
tölva. Hún var aldrei fullgerð heldur, enda var hún svo langt
á undan sínum tíma, að ógerlegt var að smíða hana með
þeirri tækni, sem þá þekktist. Meðan smíðin stóð yfir, fékk
Babbage enn hugmynd að nýrri vél, en hún komst aldrei
nema á pappírinn.
Reiknivél Babbages átti að vera sjálfvirk. Það var því hægt
að skipuleggja alla útreikningana fyrirfram, og vélin fram-
kvæmdi þá án frekari afskipta þess, sem skipulagði þá. Til
að þetta sé hægt, þarf í fyrsta lagi að hafa talnageymslu eða
það, sem nú er oft kallað minni, þar sem setja má inn tölur,
sem nota á við útreikningana, og einnig geyma allar milli-
útkomur. Geymslan í reiknivél Babbages átti ekki að vera
neitt smáræði, því að hún átti að geta geymt 1000 50-stafa
tölur, þ.e.a.s. 50 000 tölustafi. Til samanburðar má geta þess,
(114)