Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 52
Sigurðsson héraðslæknir í Norður-Egilsstaðahéraði. 14. maí
var Ármann Snævarr kjörinn rektor Háskóla íslands til
þriggja ára. 20. maí var séra Sigmar Torfason skipaður pró-
fastur í Norður-Múlaprófastdæmi. 3. júní voru þessir dósentar
skipaðir við Háskóla íslands: Arinbjörn Kolbeinsson og
Snorri P. Snorrason í læknadeild, dr. Róbert A. Ottósson í
guðfræðideild og Guðmundur Björnsson í verkfræðideild. 26.
júní var Haraldur Kröyer skipaður ræðismaður Islands í New
York. í júní var Geir Hallgrímsson kjörinn borgarstjóri í
Reykjavík. í júní voru þessir bæjarstjórar kjörnir: Sveinn
Jónsson í Keflavík, Hjálmar Ólafsson í Kópavogi, Björgvin
Sæmundsson á Akranesi, Jóhann Einvarðsson á ísafirði,
Hákon Torfason á Sauðárkróki, Ásgrímur Hartmannsson á
Ólafsfirði, Magnús Guðjónsson á Akureyri, Bjöm Friðfínns-
son á Húsavík, Hrólfur Ingólfsson á Seyðisfirði og Bjarni
Þórðarson í Neskaupstað. 1. júlí var Valgarð Thoroddsen
skipaður rafmagnsveitustjóri ríkisins. 1. júlí var Guðlaugur
Þorvaldsson skipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
1. júlí var Guðmundur Jónsson skipaður fulltrúi í tónlistar-
deild Ríkisútvarpsins. 5. júlí var Friðrik Pálmason skipaður
sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 14. júlí
var séra Sigfús J. Árnason skipaður sóknarprestur í Mikla-
bæjarprestakalli, Skagafirði, og séra Bolli Gústafsson sóknar-
prestur í Laufásprestakalli, S.-Þing. 14. júlí var Rúnar Bjarna-
son ráðinn slökkviliðsstjóri í Reykjavík, en Valgarð Thorodd-
sen lét af störfum. I júlí voru þessir menn skipaðir forstöðu-
menn rannsóknastofa Raunvísindastofnunar Háskóla Is-
lands: dr. Leifur Ásgeirsson í stærðfræði, dr. Steingrímur
Baldursson í efnafræði, Þorbjörn Sigurgeirsson í eðlisfræði
og dr. Þorsteinn Sæmundsson í jarðeðlisfræði. Magnús
Magnússon prófessor var af háskólaráði kjörinn forstjóri
Raunvísindastofnunarinnar. I júlí var séra Sigurður Pálsson
kjörinn vígslubiskup í Skálholtsstifti (vígður 4. september).
I júlí var Kristinn Ó. Guðmundsson kjörinn bæjarstjóri í
(50)