Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Side 165
Mælingar á hitastigi yfirborðsins og breytingu
þess með sólarhæð benda og til þess, að jarðvegur
sé svipaður og á tungli. Mariner 10 mældi allt að
190° hita sólarmegin á Merkúríusi og niður í —170°
C á miðri næturhliðinni. Ekki tókst að mæla hit-
ann þar sem sól var hæst, en útreikningar benda til
þess að hitinn hafi þar verið um 300°C. Þessar töl-
ur eru mjög í samræmi við niðurstöður mælinga,
sem gerðar hafa verið gegnum stjörnusjónauka á
jörðu niðri. Því má bæta hér við, að braut Merk-
úríusar um sólina er talsvert miðskökk, þannig að
mikill munur er á mestu og minnstu f jarlægð reiki-
stjömunnar frá sól. Þegar Mariner 10 fór fram hjá
Merkúríusi var reikistjarnan næstum því nákvæm-
lega í sólfirð, þ. e. lengst frá sólinni. Við sólnánd
er fjarlægð Merkúríusar frá sól nær þriðjungi minni,
og mun hitastigið þá fara upp fyrir 400°C þar, sem
sól er í hvirfilpunkti.
En þótt yfirborði Merkúríusar svipi mjög til
tunglsins, gegnir öðm máli um innri gerð hans.
Mariner 10 mældi stærð og efnismagn reikistjörn-
unnar mun nákvæmar en áður hefur verið gert og
staðfesti, að eðlisþyngd hnattarins er mjög mikil,
5,44, miklu meiri en eðlisþyngd tunglsins (3,32),
og næstum því jafn mikil og eðlisþyngd jarðar
(5,52). Nú virðist yfirborð Merkúríusar vera úr til-
tölulega eðlisléttu bergi. Hlýtur hann því að þétt-
ast þegar innar dregur, og er líklegt að þar sé mjög
roikið af járni. Svo skarpan aðskilnað efna er ekki
að finna í iðrum tunglsins, að því er best verður
séð, og er Merkúríus sennilega mun líkari jörðinni
hið innra. Óvænt uppgötvun sem Mariner 10 gerði,
styður þessa skoðun enn frekar. Flaugin var búin
tækjum til að mæla segulsvið reikistjörnunnar. Menn
(163)