Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 173

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 173
þið félagið „Vísindafélag" heita? Ekki er það ykkar ættar- nafn.“ Svo mæla margir. Ég held við verðum að svara líkt og Sighvatur. Við létum félagið heita eftir hinum miklu félög- um, er bera það nafn víðs vegar um heim. Þau félög vissum vér bezt í heimi. Það er sagt um þennan hinn sama Magnús, að þegar hann fæddist, þá var það um hríð, er menn vissu óglöggt, hvort líf var með barninu, en er barnið skaut öndu upp og allómáttulega — þá sýndist prestinum það allólíflegt. — Það hefir verið eins um þetta félag. Sighvatur þorði að skíra sveininn nafni þess manns, er hann vissi beztan í heimi, þó eins líklegt virtist, að hann lifði ekki til næsta dags. Við höfum kallað félagið Vísindafélag Islendinga, þrátt fyrir spár sumra um það, að það mundi kafna undir nafninu. En í alvöru talað: Hvað átti félagið annað að heita? Tilgangur þess er enginn annar en sá að styðja vísindastarfsemi á Is- landi. Tilgangurinn er hinn sami og vísindafélög hafa í öðr- um löndum. Og það er algengt að kenna félög við tilgang þeirra: Náttúrufræðifélagið, Sögufélagið, Fræðafélagið, Bókmenntafélagið o.s.frv. Náttúrufræði og saga eru vís- indagreinar. Hví skyldi mega kenna félög við sérstakar vís- indagreinar, en ekki kenna félag við vísindi almennt, þó því sé ætlað að styðja þau? En ég skil vel, hvað fyrir þeim vakir, sem eru hræddir við þetta nafn. Þeir finna til þess sem er, að kraftar vorir eru svo litlir, að þegar þeir eru bornir saman við krafta sams konar félaga í öðrum löndum, þá liggur við, að mann sundli. En í þessu efni sem öðrum verðum vér að skilja, að valið er um það að vera eða vera ekki. ísland er nýorðið fullvalda ríki, og vitum vér þó allir, hve margt skortir til þess, að megi jafna því við þau ríkin, sem með mestum sanni hefir mátt telja fullvalda. En að treysta þjóð til að vera fullvalda og vantreysta henni þó til að leggja nokkurn skerf til vísinda, það er eins og treysta þeim til að sigla, sem bæði er áttavita- laus og stjömublindur. Einmitt þessi hugsun, að fullvalda ríki beri að leggja sinn skerf til vísindanna, mun hafa vakað fyrir þeim, er boðuðu til stofnfundar þessa félags 1. des. sl. Þeir hafa viljað, að komandi kynslóðir gætu séð, að vér sem nú lifum skildum það, að fullvalda ríki má ekki vera án
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.