Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 173
þið félagið „Vísindafélag" heita? Ekki er það ykkar ættar-
nafn.“ Svo mæla margir. Ég held við verðum að svara líkt og
Sighvatur. Við létum félagið heita eftir hinum miklu félög-
um, er bera það nafn víðs vegar um heim. Þau félög vissum
vér bezt í heimi. Það er sagt um þennan hinn sama Magnús,
að þegar hann fæddist, þá var það um hríð, er menn vissu
óglöggt, hvort líf var með barninu, en er barnið skaut öndu
upp og allómáttulega — þá sýndist prestinum það allólíflegt.
— Það hefir verið eins um þetta félag. Sighvatur þorði að
skíra sveininn nafni þess manns, er hann vissi beztan í heimi,
þó eins líklegt virtist, að hann lifði ekki til næsta dags. Við
höfum kallað félagið Vísindafélag Islendinga, þrátt fyrir spár
sumra um það, að það mundi kafna undir nafninu. En í
alvöru talað: Hvað átti félagið annað að heita? Tilgangur
þess er enginn annar en sá að styðja vísindastarfsemi á Is-
landi. Tilgangurinn er hinn sami og vísindafélög hafa í öðr-
um löndum. Og það er algengt að kenna félög við tilgang
þeirra: Náttúrufræðifélagið, Sögufélagið, Fræðafélagið,
Bókmenntafélagið o.s.frv. Náttúrufræði og saga eru vís-
indagreinar. Hví skyldi mega kenna félög við sérstakar vís-
indagreinar, en ekki kenna félag við vísindi almennt, þó því
sé ætlað að styðja þau? En ég skil vel, hvað fyrir þeim vakir,
sem eru hræddir við þetta nafn. Þeir finna til þess sem er, að
kraftar vorir eru svo litlir, að þegar þeir eru bornir saman við
krafta sams konar félaga í öðrum löndum, þá liggur við, að
mann sundli. En í þessu efni sem öðrum verðum vér að skilja,
að valið er um það að vera eða vera ekki. ísland er nýorðið
fullvalda ríki, og vitum vér þó allir, hve margt skortir til þess,
að megi jafna því við þau ríkin, sem með mestum sanni hefir
mátt telja fullvalda. En að treysta þjóð til að vera fullvalda og
vantreysta henni þó til að leggja nokkurn skerf til vísinda,
það er eins og treysta þeim til að sigla, sem bæði er áttavita-
laus og stjömublindur. Einmitt þessi hugsun, að fullvalda
ríki beri að leggja sinn skerf til vísindanna, mun hafa vakað
fyrir þeim, er boðuðu til stofnfundar þessa félags 1. des. sl.
Þeir hafa viljað, að komandi kynslóðir gætu séð, að vér sem
nú lifum skildum það, að fullvalda ríki má ekki vera án