Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004
Helgarblað J3V
Fín heimildarmynd en ádeila er þetta ekki
Ég verð nú að viðurkenna að ég
hafði ekki hugmynd um að verið
væri að ffamleiða þessa mynd fyrr en
vinur minn bauð mér á frumsýningu
íslenska
sveitin
Leikstjórar: Friðrik te4
Guðmundsson og
Kristinn Hrafnsson. ...
Sýnd i Háskólabíói
★ ★"i
Ómar fór í bíó
hennar um daginn. Ég horfði á að-
standendur myndarinnar tala um
hana í sjónvarpinu og hélt að ég væri
að fara að horfa á beitta áróðurs-
mynd eða ádeilumynd um friðar-
gæslusveitina í Afganistan sem hefur
verið mikið í fréttum upp á síðkastið.
Bjóst ég þá við mynd sem hallaðist
meira gegn þátttöku okkar í þessum
átökum.
Það sem var sýnt var hins vegar
bara ágætis innsýn í líf nokkurra
manna sem vinna við uppbyggingu
flugvallarins og verða að bera vopn
vegna hættunnar sem er í kringum
þá. Það fyrsta sem myndin gerir er að
í uldanna rós
Lækjargata 2a sími 511-5001 opið 10-22 alla daga
GYT.FI GRONDAl ■
1 w* W . IilSefum'ínúturl
1 i ^ 1 *
1 m i Wh 1
I I
2. m
| 1 fiíÆ
l | I
1 ; K VllSMM 1 ómssT H| Bex’telsson
..cer. JE ■ -
Bókabúðin IÐA
býður allt að 1% afsl.
af nýjum bókum
nú um hcleina.
sýna okkur hvað þessir menn eru
raunverulega að gera þama. f stað-
inn fyrir að sjá snargeðveika byssu-
brjálæðinga sem gera lítið annað en
að skjóta fólk, eins og margir vilja
halda, fáum við nokkra karla, suma
hálfálkulega við vopnaburð, vinna
byggingavinnu og hafa það bara
ágætt.
Þess vegna er erfitt að sjá hvað
kvikmyndagerðarmennimir vilja
segja með myndinni, ef það hefur
verið eitthvað annað en fyrrgreindir
hlutir. Myndin gagnrýnir ekki mikið
svo sjáanlegt sé en það em nokkrir
punktar þarna inn á milli sem sýna
að þeir hafa viljað segja eitthvað
meira, eins og þegar einn mannanna
segir frá gífurlegum vatnsskorti í
landinu á sama tíma og einn þeirra
svamlar í sundlaug inni á hersvæð-
inu.
Það er eitthvað fyndið við það að
horfa á íslendinga reyna að hlaða
skammbyssur og öskra KR um leið
og þeir skjóta. Maður er ekki vanur
að sjá landa sína bera vopn, hvað þá
vélbyssur og þvíumlíkt og að þeir séu
uppstrflaðir eins og hermenn.
Það em fyndnustu hlutar mynd-
arinnar að sjá þá æfa sig á vopnun-
um sem þeir verða að bera ef koma
skyldi til átaka. Hins vegar er mynd-
in svolítið löng og mætti alveg við
smávegis snyrtingu hér og þar.
Það vantaði líka að myndin yrði
persónulegri. Við fylgjumst með of
stómm hópi manna og náum aldrei
almennilegum tengslum við neinn
þeirra. Það vantaði lflca, að mér
fannst, ákveðna uppbygginu og
endapunkt til þess að koma skiia-
boðunum heim á leið, ef einhver
vom. Einnig hefði verið gott að fá
viðtöl við einhverja aðra hermenn en
þá íslensku því maður fékk að heyra
að menn vom ekki of hressir með
það að einhverjir íslenskir strákar
með litla sem enga herreynslu vom
settir strax í yfirmansstöður. Einnig
hefði verið gott að fá viðtöl við
heimamenn.
Ég fékk á tilfinninguna að myndin
væri ekki alveg tilbúinn þegar ég
horfði á hana því að efnið í stórgóða
heimildarmynd er til staðar en
manni fannst eins og aðstandendur
hefðu ekki setið nógu lengi yfir henni
til þess að takast það.
Þetta er ekki mynd sem á eftir að
vera eldsneyti fyrir andstæðinga frið-
argæslunnar því að hún sýnir hrein-
lega ekkert neikvætt í þeim skilningi
og ég veit satt að segja ekki hvað ut-
anríkisráðuneytið hefur að setja út á
hana, ef það hefur einhvern tíma
verið raunin. En þetta er ágæt innsýn
inn í líf þessara manna sem þama
búa og ég held jafnvel að hún eigi
eftir að vera hvatning fyrir einhverja
til þess að fara þangað út og vinna.
ÓmarÖrn Hauksson