Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 15
W Helgarblað LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 15 tímum, marði frá sér, en sprakk ekki, á leið upp í heila og spurning- in var hvað hann myndi skemma mikið. Ég fann hvernig mátturinn þvarr á Slysavarðstofunni en þegar þetta allt var gengið yfir kom í ljós að ég var lamaður að mestu öðru megin, frá hálsi og niður. Háls og höfuð sluppu,“ útskýrir Þórir og strýkur vinstri hendi niður eftir skrokknum. Kraftaverki næst hve vel hef- ur gengið Við tók endurhæfing sem staðið hefur síðan í júlí í sumar þegar áfallið reið yfir. Hann segir að á þessum tíma hafi orðið ótrúlegar framfarir, en með hjálp frábærra sjúkraþjálfara og annnarra starfs- manna á Grensásdeild hafi hann náð sér nokkuð vel. „í raun er það kraftaverki næst hvað þetta hefur gengið vel en læknar þakka það að hluta hve góðri líkamlegri þjálfun ég var í fyr- ir. Nú er ég kominn heim og held áfram að æfa mig,“ segir hann og brosir. Þórir játar að þetta hafi verð mikil lífsreynsla en samþykkir ekki að hann hafi óttast svo mjög að líða endanlega út af þegar tappinn var á leið upp í heilann. „Sú tilfinning kom ekM yfir mig, ég var bara reið- ur, alveg ofsalega reiður," segir hann og hlær að minningunum. „Já, það hefði alveg eins getað gerst, en mér var ekki ætlað að fara þarna og fyrir það er ég þakklátur. Vinnu- félagi minn var ekki eins lánsamur og lést fyrir aldur fram,“ bætir hann við alvarlegur. Endurheimtir orkuna smám saman Þórir er bjartsýnn og reiknar með að ekki líði á löngu þar til hann getur farið að vinna að nýju, í það minnsta hluta úr degi. Margrét, einkona hans, lítur til hans og hrist- ir höfuðið og vill meina að nægur tími sé til stefnu. „Það er alveg rétt, ég hef ekki náð fullum krafti enn og eðlilega er ég fljótur að þreytast. Fyrst hafði ég aðeins 10-15% orku og var þreyttur. Á þessum fjórum mánuðum hef ég náð tveimur þriðju hennar aftur. Hvernig á ég að vera annað en ánægður með þann árangur?" spyr hann og bætir við að það séu ekki allir svo heppnir eins og hann. „Á meðan ég var á Grensásdeild- inni áttaði ég mig á að þar er fólk sem kippt var út úr lífinu á öllum aldri og sættir sig við það sem það hefur með hugrekki. Ég fór þangað inn lamaður öðrum megin en nú ek ég bíl og fer allra minna ferða," seg- ir hann og bætir við engin ástæða sé til að ætla að hann eigi ekki eftir að verða samur aftur. „Já, þá er það rannsóknarlög- reglan í Kópavogi sem tekur við að nýju. Þar hef ég verið síðan Ríkis- lögreglustjóri tók við af RLR. Ég er afskaplega ánægður þar og kann vel við mitt starf. Nú, svo leik ég í aug- lýsingum annað slagið, og meira að segja var hringt til mín á spítalann og ég beðinn um að taka að mér verkefni. Það varð auðvitað ekkert af því.“ Ekki viðkvæmur fyrir pappa- löggunni Þórir er ekki aðeins þekktur fyrir auglýsingar, leiklist og lögreglu- störf. Hver man ekki eftir pappa- löggu dómsmálaráðherra á sínum tíma? Hann hlær þegar minnst er á það fræga hlutverk. „Nei, ég er ekki viðkvæmur fyrir pappalöggunni. Ég var beðinn að taka þetta að mér og ég gerði það. Tilgangurinn var að reyna að fækka slysum og draga niður hraða á Reykjanesbrautinni en það er þekkt að utan að notaðar séu pappalöggur. Tilraunin var vel þess virði að reyna hana,“ bendir hann á og kærir sig kollóttan um að gert hafi verið grín að þeirri góðu löggu. Áður en Þórir gekk í lögregluna lék hann á sviði, bæði hér sunnan heiða og norður á Akureyri. Hann segist hafa kunnað því vel og verið ánægður með leikarastarfið. „Það var hins vegar dálítið skondið hvernig það bar að, að ég fór í lög- regluna,“ segir hann og rifjar upp þá sögu. „Ég var að leika í Jeppa á Fjalli sem gekk hér fyrir miklum vinsældum í Þjóðleikhúsinu. Lárus heitinn Pálsson lék Jeppa en ég ein- hvers konar pólití. Jeppi var alltaf á því og það þurfti að hafa afskipti af honum. Það var þá sem Lárus sagði við mig að mér færist þetta svo vel úr hendi að ég ætti auðvitað að sækja um í lögreglunni. Mig vantaði bóta. Það var aðeins til að gera þetta þyngra í vöfum og ljölga kóngunum," bætir hann við. Mikið lán að konan upp- götvaði veikindin Þórir er í góðu formi fyrir utan að vera að jafna sig eftir blóðtappann. Hann segir það geta komið fyrir hvem sem er að fá tappa við heilann Þá leist konunni ekkert á blikuna. Ég hélt varla jafnvægi, var sveittur, flökurt, fölur og fár. sumarvinnu um vorið og tók hann á orðinu. Ég var nokkur sumur í lögg- unni og kunni því vel. Það endaði síðan með að ég sótti um hjá RLR og fékk þar stöðu," segir hann og telur það mikið ólán að RLR skuli hafa verið lögð niður. „Það var rétt- arfarslegt slys og hefur ekki orðið til og hann sé alls ekki í meiri hættu en hver annar. „Ég þarf ekki að hafa neitt meiri áhyggjur en aðrir þó að ég hafi fengið þennan tappa, enda óttast ég ekki að fá annað áfaU," út- skýrir hann og bætir við að þegar hann lá sem veikastur á spítalanum og beið eftir að tappinn færi í gegn, hafi honum einkum verið hugsað til sjö ára sonar sem hann á með Margréti Guðlaugu Sigurðardóttur, núverandi konu sinni. „Ég velti því heilmikið fyrir mér hvort það hefði verið rétt af mér, á mínum aldri, að eignast barn en ég sé ekki eftir því. Það er ótrúlega gaman að hafa þann þroska sem maður hefur sem faðir um og yfir fimmtugt og ala upp barn. Það er mjög skemmtileg og gefandi reynsla enda erum við hjón mjög heimakær og róleg. Tengdamóðir mín býr á neðri hæð hússins og það eru for- réttindi fyrir hann og okkur. Hún er heima þegar drengurinn kemur úr skólanum og hann kemur aldrei að tómu húsi. Börn hafa gott af að alast upp með konu af hennar kynslóð," segir hann og Margrét kinkar kolli til samþykkis. Lífið er hverfult og enginn veit sína skapadægur. Því fékk Þórir að kynnast. Það hefði allt eins getað verið hann sem kvaddi. „Það var mikið lán að Margrét skuli hafa átt- að sig á veikindum mínum þarna um morguninn og ég er ekki viss um að þetta hefði farið svona vel ef hún hefði ekki hringt á sjúkrabíl. Ef ég hefði harkað af mér og farið í sund, hvað þá? Það er aldrei hægt að fullyrða neitt um svona hluti. Manni er ætíaður brottfarartími og röðin var ekki komin að mér í þetta sinn. Fyrir það er ég þakklátur," seg- ir Þórir og vill beina því til allra sem kunna að finna til svipaðra ein- kenna og hann að láta ekki hjá líða að fara til heila- og taugasérfræð- ings. „Miklar líkur eru á að þá hafi menn áttað sig á hvað var í gangi. Þessi hárfína lína á milli lífs og dauða getur verið svo örfín." bergljot@dv.is www.toyota.is Rúðuþurrkur með slitmæli fyrir allar gerðir Toyota Öryggi þitt í umferðinni veltur á útsýninu og rúðuþurrkurnar eru því eitt mikilvægasta öryggistæki bílsins. Toyota Optifit þurrkublöðin eru búin sérstökum slitmæli sem gerir þér viðvart þegar skipta þarf um þurrkublað. Optifit rúðuþurrkur, verð frá 490 kr. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570-5070 Þurrkublöðin smellpassa og ná yfir mesta hugsanlegan flöt á framrúðunni. Sjáðu betur út úr bílnum þínum í vetur. Komdu og fáðu það öruggasta sem völ er hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota. TODAY TOMORROW TOYOTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.