Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 18
18 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV a« Fjármálaráðherra mætti í tilefni dagsins „Viö Þórhallur ræddum saman í síma að morgni þriðjudagsins og ákváðum að taka skattalækkunar- frumvarpið fyrir. Ég mætti svo upp á Lyngháls um hádegisbil og Öss- ur Skarphéðinsson hafði þá ákveðið að mæta í þáttinn til okk- ar. Ég hringdi í ritara fjármálaráð- herra, Geirs Haarde, tÚ að fá hann til að koma líka. Hún hringdi svo nokkru síðar og sagði hann ekki geta mætt í útsendinguna. En svo frétti hann víst að þetta væri síð- asti þátturinn minn, breytti stund- askránni sinni og tilkynnti að hann myndi koma, ég lít á þetta sem eins konar kveðjugjöf frá honum til mín. Nú, þá var þetta orðið klárt og ekki annað að gera en leggjast í frumvarpið, leita uppi allt sem um það hafði verið sagt og skrifað og ræða við fólk með skoðanir á því, með og á móti. Þetta tók drjúgan part dagsins en síðan bárum við Þórhallur saman bækur okkar og gerðum þáttargrindina. Ég hafði ætlað mér að mæta tímanlega í smink í þetta skipti, njóta þess í botn að láta dekra við andlit og hár. En eins og venjulega mætti ég hlaupandi korteri fyrir útsendingu svo þetta var stress frekar en dekur. Þátturinn fór í loftið, en sam- starfsmenn mínir höfðu klippt sam- an ýmis skondin atvik úr fyrri þátt- um og þetta var sýnt í lokin og kom mér skemmtilega á óvart. Að lok- inni útsendingu komu svo allir af vaktinni og aðrir samstarfsmenn til okkar, en Össur og Geir höfðu beðið eftir þáttarlokum og reiddu fram fallega að ég fékk tár í augun. Að hófinu loknu rauk ég heim og var þar með tekið með kostum og kynjum. Seinna um kvöldið náði ég að skjóast í saumaklúbb með vinkonum úr Versló en lagðist að lokum þreytt og sæl á koddann, full eftirvæntingar því morgun- inn eftir hófst jóla korta- gerð in.“ veitingarnar í þessu Jóhanna Vilhjálmsdóttir rifjar upp kveðjuhófi. Ég þakkaði slöasta þáttinn aflslandi /dag. samstarfið á Stöð 2 og HHBuBBH mér var þakkað svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.