Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 49
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 49 ' S P IL Á ARSINS 'Júpríkið Hérþnrf ð fara sarnan iurisæi og iáldskapur. Þórarinn Leifsson Segir líklegt að sjálfur eigi hann eftir að myndskreyta bók sem höfði frekar til fullorð og hvers vegna ætti það ekki að njóta mynda á bók? Og einhver virðist hafa ákveðið að svona skyldi þessu háttað án þess að nokkur hafi ákveðið það í raun og veru. Og svo er innbyggt í þetta ákveðið svindl sem byggir á markaðsfræðinni sem Jóhann Páll nefndi, varðandi að ekki þýddi að selja bækur nema með því að skilgreina þær þröngt. „Ég gerði myndir í bækur eftir Guðberg Bergsson sem heita „Allir í Strætó". Það er með fallegri bókum sem ég hef gert. Hugsuð frá Guðbergs hendi sem bamasaga en ég fæ alltaf að heyra að hún sé allt eins fyrir fullorðna. Frábær bók en til marks um viðhorfið þá sér fólk stórar myndir í lit og dregur ósjállfátt þá ályktun að þetta sé bama- saga. En þegar nánar er að gáð er hún það nú kannski ekki.“ Fiskar tala ekki Vinnulagið er langoftast þannig að Halldór fær fullbúið handrit í hendur eftir að útgefandinn hefur tekið um það ákvörðun að gefa verkið út. Þá fara menn að velta fyrir sér myndskreyting- um. „í fyrsta lagi þurfa myndimar að standast á eigin forsendum - vera góð listaverk út af fyrir sig. Helst bæta við söguna. Lítill tilgangur er með því að hafa myndir ef þær fá ekki að taka þátt í frásögninni. Ef bókin er fyndin verða myndimar að vera enn fyndnari. Til dæmis í Fíasól Kristínar Helgu Gunn- arsdóttur sem er einföld saga, fyndin og skemmtileg. Þá verða myndimar að vera þannig. Ef ég ber þá vinnu svo saman við Djúpríkið sem ég mynd- skreytti líka þá em þessar bækur geró- líkar. Þar er dramatísk spenna og dýpt en jafnframt verða myndimar að vera raunsannar upp að ákveðnu marki. Myndimar verða að skila því. Bubbi hafði til dæmis miklar skoðanir á því að fiskamir væm svona og svona á litinn í ánni og öðmvísi í hafinu. Ýmsar fróð- lega pælingar um náttúrufræði sem verða að skila sér í teikningamar. En svo verður að vera vísun í skáldsagna- heiminn. Fiskar tala ekki eða láta svona í alvörunni." „Fullorðinsbækur" sjaldnast myndskreyttar Anna Cynthia Leplar hefur Uklega náð lengst þeirra fslendinga sem fást við að myndskreyta bækur - á heims- vísu. Hér em verk hennar flestum ókunn. Hún hefúr þó myndskreytt „Öðmvísi-bækumar" Guðrúnar Helga- dóttur. Hún ólst upp á Asúreyjum, í Portúgal og á íslandi. Þótt hún starfi hér hefur hún teiknað fyrir fjölmörg forlög í útlandinu svo sem Penguin. Hún sjálf er hógværðin uppmáluð, nánast feimin og segist aðallega fást við að myndskreyta fýrir böm. „Þarrnig er það víðast hvar. „Fuliorðinsbækur" em sjaldnast mynd- skreyttar. Þó em örfá forlög sem það gera og em þau þá sérhæfð. Folio Soci- ety er virt, gamalt fyrirtæki í London og þar em allar bækur myndskreyttar. Þetta er klúbbur sem býr til ótrúlega fal- legar bækur en þær em ekki seldar í búðum. Ég hef myndskreytt íyrfr þá þar.“ Anna Cynthia myndskreytti fyrir Mál og menningu Hundrað nætur í Höfn Bjöms Th. Bjömssonar, eina fárra myndskreyttra fullorðinsbóka sem gefnar hafa verið út á íslandi í seinni tíð. Nú er hún að myndskreyta bækur sem verða falar í verslanakeðjunni Marks & Spencer. Þar er um að ræða klassískar bamabækur og er mikið verk. Einnig gerði Anna Cynthia nýlega samning við útgáfúfyrirtækið Dorling Kindersley sem er í eigu Penguin-samsteypunnar. Þá hefur hún myndskreytt 400 síðna Biblíu ætíaða fyrir böm og hefur komið út víða um heim, aðeins sé tæpt á afrek- um Önnu Cynthiu á þessu sviði. Djúprfkið Ein þeirra bóka sem Halldór Baldursson hefur myndskreytt. Þarna blandar hann saman fróð- leik og svo dramatiskri dýpt.„Fiskar tala ekki." Meiri ritstjórn úti Anna Cynthia segir nokkum mun á verklaginu hvort um er að ræða inn- lenda eða erlenda útgefendur. „Yffrleitt er það þannig að ég fæ handrit í hendur fullbúið. A íslandi fær maður oft í hendur frumhandrit og hef- ur frjálsar hendur við að teikna inn í það. Erlendis em menn búnir að setja bókina upp lauslega. Skýr fýrirmæli em fýrirliggjandi um hversu margar mynd- imar eiga að vera, hvar þær eiga að vera og hvað maður tekur fyrir. Miklu stífari rammi og meiri ritstjóm á myndum en tíðkast hér.“ Gott dæmi um útgáfu þar sem myndir og texti haldast í hendur er OUver Tvist sem JPV útgáfan prentaði með upprunalegum myndum. „Teikn- arinn vann verk sitt í samvinnu við höf- undinn á sínum tíma. Maður er kannski að tala um klassísk verk, sem oft em myndskreytt, en nútímabókmenntir, ég held að það hvarfli ekki að mörgum að myndskreyta sakamálasögur, skáldsög- ur... það tíðkast ekki. Og spuming hvort rétt er að myndskreyta ljóð og annað. Hvað í rauninni má stýra lesandanum mikið áður en það kemur niður á hugmyndafluginu við lestur- inn?“ Ævisaga Hannesar með erótísku ívafi Þórarinn Leifsson myndskreytti ffrnm sögur eftir H. C. Andersen sem komu nýverið út á fjómm Norðurlönd- um. Hann ætíar að fylgja þessum verkum eftir á næsta ári sem er aftnælisár þessa merka danska rithöfundar. „Það væri hræðilegt að hugsa til þess ef Olafur Jóhann Ólafsson myndi bjóða mér nokkrar milljónir fýrir að myndskreyta bók - akkúrat þegar ég væri í veseni með VISA-reikninginn. Tilraunir í þá átt að sameina „skrif fýrir fullorðna" og myndskreytingar hafa yfirleitt ekki gefist vel. Og þegar rithöf- undar og ljóðskáld teikna sjálf hættir verkunum til að verða of menntaskóla- Ieg,“ segir Þórarinn um myndskreyting- ar fyrir fullorðna. Hann segir þó slíkt lukkast í einstaka tilfellum. Jaroslav Hasek tókst þetta með Góða dátanum Svejk. „En sú saga byrjaði á síðum dag- blaðs í Prag og var þá teiknari fenginn til liðs við skáldið með góðum árangri. Ég sæi alveg fyrir mér að eitthvað svipað gæti átt sér stað nú á dögum ef einhver bloggarinn ákveður að fá til liðs við sig myndskreytara og búa þannig til nýtt bókmenntaform. Slíkar þreifingar hafa Anna Cynthia Leplar Hún segir að um heim allan tíðkist lítt að myndskreyta bækur fyrir fullorðna. hins veg- ar mistekist hingað til.“ Og Þórarinn segir líklegt að sjálfúr eigi hann eftir að myndskreyta bók sem höfði frekar til fuliorðinna. „Það yrði þá eitthvað sem væri þróað út frá bloggsíð- unni minni á totil.com/blog á persónu- legum forsendum og ansi langt frá markaðsdeildinni. Ævisaga Hannesar Hólmsteins í myndasöguformi með erótísku ívafi gæti þó orðið efnileg jóla- bók, ef fjölskylda Hannesar meinar mér ekki aðgang að einkamyndbandasafni hans. Myndskreytarar og myndasögu- höfúndar geta svo mjakað sér í átt að fúllorðnum neðan frá, ef svo má segja. Halldór Baldursson sannaði sig t.d. sem einn efnilegasti myndasöguhöfundur Norðurlanda með Ömmu Fifi í samstarfi við Þorstein Guðmundsson. Hallgrímur Helgason er að gera virki- lega góða hluti með Grim en myndi tæpast græða á að mgla honum saman við önnur verk sín.“ Catan - Landnemarnir er eitt vinsælasta spil í heimi og hefur meðal annars verið valið spil ársins í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Spilið, sem auðvelt er að læra, krefst útsjónarsemi og dirfsku af spilurunum. Spilið erfyriralla aldurshópa og brúar kynslóðabilið! Klaus Tauber, höfundur Catan LANDNEMARNIR- FUAM r TIL HAMINGJU Pétur Matthíasson íslandsrneistari í Catan og Einar Baldvinsson voru fulltrúar íslands á hinu árlega heimsineistaramóti í Catan sem haldið er í Essen í Þýskalandi. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur en Pétur (l.t.v) lenti í 5. sæti af 48 keppendum frá 20 löndum og Einar í 17 sæti. Á myndinni eru þeir félagarnir nieð höfundi spilsins, Klaus Tauber. Leynist heimsmeistarinn kannski á þínu heimili? Fíasól Hér leggur Hallrfór upp með það að sagan er eínfóld, sniðug og fyndin þá verða myndirnar að vera það elnnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.