Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 50
50 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Þrjár f lottar VI f Eitt af því jákvæöa sem óheft niðurhal tónlistar af netinu hefur í för með sér er meiri metnaður í tónlistarútgáfu. Plötuútgefendur út um allan heim keppast nú við að búa til glæsilegar viðhafnarútgáfur gamalla meistaraverka og plötukaupendur hafa aldrei fengið jafnmikið fyrir peningana sína. Trausti Júlíusson skoðaði nokkur nýleg dæmi. The Kinks - Are The Village Green Preservation Society Þreföld útgáfa afþessu meistaraverki Ray Davis og félaga sem kom út áriö 1968 og hefur stundum verið kallaö þeirra Stg. Pepper. Hér er upprunalega platan bæöi í mónó og steríó og rlflega 30 aukalög ásamt Itarlegum bæklingi. TlmaritiÖ Uncut valdi The Village Green bestu endurútgáfu ársins 2004 i nýlegu uppgjöri. The Clash - London Calling Þreföld 25 ára afmælisútgáfa afeinni bestu rokkplötu sögunnar. Þetta eru tveir híjómdiskar og einn mynddiskur. Upp- runalega platan er endurhljóöblönduð á fyrsta disknum.A öörum disknum er„The Vanilla Tapes‘ upptökur úr æfingahús- næöi sveitarinnar og á DVD-disknum er heimildarmynd, svipmyndir og mynd- bönd. London Calling lenti 12. sæti á endurútgáfulista Uncut. UXiACY E&inOH Jeff Buckley - Grace. 10 ára afmælisútgáfa afþessu meistara- verki. Þreföld útgáfa. Hér eru tveir hljóm- diskarog einn mynddiskur. A fyrsta disknum er upprunalega platan, á disk númer tvö eru fágætar og áður óútgefn- ar upptökur og á DVD-disknum er ný heimildarmynd og fimm myndbönd. fj i i J .. M IJ;| @ M m - J 1/ U! ■ j |Of II w».'.| * !h ni -J u : - Í&kI jl Jjjl - XG. ií Jjl 11. í Plötuútgefendur hafa mildð bölsótast yfir óheftu niðurhali tónlist- ar af netinu. Það á að hafa stórdregið úr plötusölu og þeir svartsýnustu halda því fram að þessi iðja sé að drepa alla tónlistarútgáfu. Ef málin er skoðuð aðeins nánar þá sést að þetta er ekld alveg rétt. í fyrsta lagi er plötu- sala farin að aukast aftur eftir svolitla lægð. Árið 2003 var metár í plötusölu bæði í Bretlandi og á íslandi og salan í Bandaríkjunum er meiri í ár en í fyrra. í öðru lagi hefur löglegt niður- hal stóraukist og það skilar tónlistar- iðnaðinum auknum tekjum. í þriðja lagi hefúr óheft niðurhal tónlistar líka jákvæðar hliðar fyrir tónlistarlífið. Viðhafnarútgáfur Það er auðvitað frábært fyrir alla unnendur tónlistar að geta nálgast hana hvar sem er í heiminum. Ef þig langar að vita hvemig afrískt rokk eða japanskt hip-hop hljómar þá getúrðu tékkað á því á netinu. Sama ef þig langar að vita hvort það er eitthvað varið í nýju hljómsveitina sem allir eru að tala um. Þetta er hiklaust já- kvæð afleiðing óhefts niðurhals. önnur jákvæð afleiðing er aukinn memaður plötuútgefenda. Þeir eru nú famir að leggja meira á sig, enda í beinni samkeppni við netið. Svoköll- uð box-sett hafa aldrei verið flottari og viðhafharútgáfur (“deluxe") gamalla meistaraverka streyma á markaðinn. Þessar útgáfur em iðu- lega tvöfaldar og fullar af aukaefni. Auk upprunalegu plötunnar er al- gengt að demó-upptökur, b-hliðar, tónleikaupptökur og óútgefið efni frá þeim tíma sem platan var gerð fylgi með auk veglegs bæklings þar sem saga plötunnar er rakin. Það nýjasta er svo að bæta DVD-disk með mynd- böndum, tónleikaefrú og viðtölum í pakkann líka. Þannig ertu kominn með heildarmynd af viðkomandi plötu, nokkuð sem þú getur ekki fengið á netinu nema með mjög mik- illi fyrirhöfh. Meira en bara tónlistin Útgefendur eru farnir að endur- útgefa kerfisbundið plötur nokk- urra lykillistamanna í viðhafnarút- gáfum af þessu tagi. Þ.á.m. má nefna Bob Marley, David Bowie og The Who, en nýju útgáfumar af verkum þessara meistara em allar sérstaklega vel unnar og bæta miklu við upphaflegu plöturnar. En það em ekki bara gömlu meistar- arnir sem fá þessa meðferð, yngri sveitir eru líka farnar að stunda þetta. Þessa dagana er að koma út tvöföld viðhafnarútgáfa af Pavem- ent-plötunni Crooked Rain, Crooked Rain, en áður var komin samskonar útgáfa af Slanted & Enchanted. Hún þótti afbragð. Með þessum nýju viðhafnarútgáf- um em útgefendur að búa til vöm sem er mikið meira en bara tónlistin. Margskonar fróðleikur og myndefhi fylgir með og hluturinn sem þú færð í hendumar er flottur og eigulegur. Það ber að fagna þessu sérstaklega. Menn virðast vera að átta sig á því að leiðin til að halda vefli fyrir plöturisana er ekki að fara í mál við tónlistarunn- endur og taka af þeim tölvumar held- ur einfaldlega að gera betur. Sumar á Sýrlandi (2CD + DVD)? íslenskir útgefendur hafa ekki al- veg kveikt á þessu ennþá, enda er markaðurinn hér mjög lítill og þ.a.l. minna svigrúm til athafna. Endurút- gáfumar á plötum Megasar fyrir tveimur árum vom að vísu fullar af aukaefni og mikið útgáfuafrek. Á næstu dögum er líka von á fyrstu eig- inlegu íslensku deluxe-útgáfrmni. Þar er á ferðinni platan Haf með Curver. Á nýju útgáfunni, sem hefúr fengið nafnið Sær, er glás af aukalögum, m.a. lög sem Curver gerði með Stillupp- steypu. Þess væri óskandi að íslenskir plötuútgefendur fæm inn á þessa braut í meira mæli. Það væm ömgg- lega margir spenntir fyrir tvöföldum viðhafiiarútgáfúm af Geislavirkum, Sumari á Sýrlandi, Lifún, fsbjamar- blús, Life’s Too Good eða Þursabiti. Það sakar ekki að láta sig dreyma... tækifærið! 155/80R13 frá kr. 4.335 185/65R14 frá kr. 5.300 7^6 195/65R15 frálrr. 5.900 195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 13*70CF ^ Léttgreiðslur - Betrí verð! bilkoUs Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Fyrstu fjórar Ameríkuplöt- ur Bítlanna TheCapitolAlbums Vol. 1 inni- heldur amerlsku útgáfurnar af fyrstu fjórum Bítlaplötunum, Meet The Beatles, The Beatles' Second Album, Something New og Beatles '65. Þetta er / fyrsta sinn sem þær koma út á geisladisk. Á diskunum eru öll lögin bæöi I mónó og sterló, en þessi lög hafa ekki áöur komiö út á geisladisk I sterló. Diskarnir eru f umbúöum sem eru alveg eins og upprunalegu plötuumslögin, en auk diskanna fjögurra er I pakkan- um 52 bls. bók meö fjölda mynda og texa eftir Bltla- fræöinginn Matk Lewisohn. TheCapitolAlbums Vol. I er flottur pakki, en hann er fyrst og fremst stllaöur inn á hörö- ustu aödáendur Bltlanna og safnara og þá sem áttu amer- ísku útgáfurnar á vínyl á sln- um tlma og vilja hafa laga- rööina og lagavaliö eins, en ekki eins og á bresku útgáfun- um. Þegar fyrstu Bltlaplöt- urnar komu út I Bandarlkjun- um varsumum afvinsælustu lögum sveitarinnar bætt við þær, en I Bretlandi höfðu þessi lög eingöngu veriö fáanleg á smáskífum. The Capitol Albums boxiö kemur I kjölfar DVD-plötunn- arThe Flrst US Visit sem kom útl febrúarog rakti fyrstu heimsókn Bítlanna til Banda- rlkjanna, en þá rann Bítlaæði á Bandarlkjamenn meö gríöarlegum hraða. 5 diska pakki með Michael Jackson The Ultimate Collection með Michael Jackson er fyrsta yfirlitsútgáfan yfir feril þessa margumtalaða snllllngs. Þetta er sett meö fimm disk- um. Þaö eru fjórir CD-diskar og einn DVD-diskur. Þaö eru 57 lög á diskunum, þar aferu 13 áöur óútgefín og töluvert affágætu efni.Á DVD-diskn- um eru tónleikar sem teknir voru upp I Bucharest á Dan- gerous-tónleikaferðinni. Auk þess fylgir 64 bls. bók meö nýjum texta eftir helsta sérfræöing Bandarlkjanna I blökkumannatónlist, Nelson George. Auk þess er I bókinni tímallna þar sem helstu viö- buröir eru týndir til, að und- anskildum málaferlum og veseni auövitað. Fyrsti diskurinn byrjar á lag- inu I Want You Back. Það var gefið útáriö 1969þegar Michael var 11 ára. Síöasti diskurinn endar á nýju lagi, We've Had Enough. Þarna eru öll þekktustu lögin, en á meö- al óútgefíns efnis er demo af laginu We Are The World sem Michael syngur einn. The Ultimate Collection er frábær pakki hvað sem mönnum finnst um Michael I dag. Það er stundum sagt aö þaö sé ekki hægt að gera al- mennilega yfirlltsútgáfu fyrr en listamaðurinn er fallinn frá. Michael er enn á lífi, en Ukurnar á þvl að hann geri eitthvaö afviti á næstunni veröa að teljast hverfandi þannig aö þaö er ekki eftir neinu aö blöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.