Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Síða 7
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 7
Aukning hjá
lcelandair
í október fjölgaöi far-
þegum hjá Icelandair um
15,1% miðað við sama tíma
í fyrra og voru fluttir um
110 þúsund farþegar í ár en
96 þúsund í fyrra. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu,
sem gefin var út samhliða
ársuppgjöri 2003, var sæta-
framboð aukið um 12% í ár
og um 20% yfir sumartím-
ann. Frá áramótum til loka
október voru farþegar
Icelandair um 1.170 þús-
und eða um 17,92% fleiri
en á sama tímabili í fyrra.
Greining KB banka segir
frá.
Átta
bílveltur
um helgina
Hrina umferðar-
óhappa varð í kjölfar
krapa og hálku sem
myndaðist á vegum um
helgina. Frá föstudegi til
sunnudags voru skráð 12
umferðaróhöpp þar af
voru átta bflveltur hjá
lögreglunni á Selfossi. Af
þessum óhöppum hlaust
talsvert eignatjón og,
það sem verra er, slys á
fólki þó að í flestum til-
vikum hafi farið betur en
á horfðist.
Jóhanna Pálsdóttir öryrki fékk á dögunum bakreikning frá Tryggingastofnun þar
sem stofnunin taldi sig hafa ofgreitt henni 266 þúsund krónur í tryggingabætur.
Jóhanna fær 72 þúsund krónur á mánuði í bætur.
rygginptofnnn heimtar
fjórinldnr bætur til bnka
„Þeir segja mér að þetta hafi verið ofreiknað á mig og því verði
ég að greiða þetta til baka,“ segir Jóhanna Pálsdóttir öryrki sem
á dögunum fékk bréf frá Tryggingastofnun þar sem henni var til-
kynnt að hún skuldaði stofnuninni 266 þúsund krónur. Ástæðan
er að sögn Tryggingastofnunar sú að ekki hafi verið gert ráð fyr-
ir tæplega 30 þúsund króna greiðslum á mánuði sem Jóhanna
fær úr lífeyrissjóði.
rúmar 90 þúsund krónur á
mánuði en af þeim segist
hún geta nýtt um 17 þúsund
krónur þegar búið er að
borga fasta útgjaldaliði eins
og lán, húsnæði og slíkt.
„Það er því oft ansi
þunnt það sem ég veiti mér
í mat þegar nær kemur
mánaðamótum, gijóna-
grautur og haffagrautur í
flest mál," segir Jóhanna
sem á næsta ári þarf að sætta sig við
enn lægri framfærslu.
Jóhanna starfaði lengst
af hjá Reykjavfkurborg áður
en hún missti heilsuna
vegna lungnasjúkdóms.
Hún þurfti því að hætta að
vinna fyrir rúmu ári og hefur
síðan haft allar sínar tekjur í
gegnum almannatrygginga-
kerfið.
Jólagjöf T rygginga-
Lifír á 17 þúsundum stofnunar Þetta bréf
Jóhanna hefur haft 72 fékkJóhanna nýlega.
þúsund krónur á mánuði frá Trygg-
ingastofnun síðasta árið og þarf því að
borga fjögurra mánaða bætur til baka á
næsta ári. En hún fær einnig greiðslur
úr lífeyrissjóði sem nema tæpum þrjá-
tíu þúsundum. Samtals hefur hún því
Rúsínurtil hátíðarbrigða
„Auðvitað finnst manni hart að
þurfa að taka á sig skerðingu vegna
Ekki sátt Jóhanna hefur nú 17 þúsund til
ráðstöfunar á mánuði og sú tala verður ef-
laust enn lægri þegar hún þarfað greiða til
baka I áföngum til Tryggingastofnunar.
þeirra mistaka og maður getu ekki ann-
að en spurt sig hvers vegna í ósköpun-
umþetta getur gerst," segir Jóhanna.
I gær var hún nýkomin frá Trygg-
ingastofnun þar sem henni var tjáð að
eftir áramót ætti hún von á að fá annað
bréf þar sem henni yrði tilkynnt hvem-
ig hún myndi eyða lunganum úr næsta
ári í að greiða til baka fyrir mistök
Tryggingastofnunar.
Þrátt fyrir krappari kjör en flestir
búa við er Jóhanna Jiress og kát. Hún
segist ekki ætla sér að leita á náðir
hjálparstofnana um þessi jólin frekar
en áður enda sé hún ein í heimili.
„Ég stressa mig nú ekki mikið yfir
jólunum og held þau hátíðleg þó ég
hafi ekki mikið umleikis. Ætli maður
skelli ekki nokkmm rúsínum í grautinn
núna, svona til hátíðarbrigða,“ segir
Jóhanna og brosir þrátt fyrir erfið-
leikana. hetgi@dv.is
Miðasala í verslunum Skífunnar og á www.domingo.is
Lotion Promotion og Viva Art Music kjmna með stoiti:
Emlshöll 13. Mars 20(
ásamt hinni stórkosdegu
Ana Maria Martinez
Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur
Operukórinn í Reykjavík
Stjórnandi
Eugene Kohn