Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Fangelsismálayfirvöld hafa ákveðið að fangar á Litla-Hrauni fái ekki að setja
jólaseríur í klefaglugga sína um jólin. Ástæðan er ótti við eld og einnig hitt að
fangarnir kynnu að hengja sig í seríunum.
Fangar mega ekki hafa
jolasenur i
Það verður ekki jólalegt í klefunum á Litla-Hrauni um þessi jól.
Fangarnir fá ekki að setja upp jólaseríur þó margir þeirra hafi
óskað þess heitt. Að fá að veita ljósi minninganna utan múranna
inn í litlar vistaverur sínar á þessum viðkvæma tíma fyrir marga
þeirra.
Tryggvi Ágústsson, fangavörður
og eftirlitsmaður fangaklefanna á
Hrauninu, vildi ekki tjá sig um jóla-
seríubannið í fangelsinu og vísaði á
Kristján Stefánsson fangelsisstjóra
sem ekki var viðlátin. Eftir stóð þó sú
staðreynd að fangarnir fá ekki jóla-
seríurnar sínar.
Á skrifstofu Litla-Hrauns fengust
þó þær upplýsingar að afráðið hefði
verið að leyfa ekki seríur í klefunum
og lægju þar margar ástæður að
Jolasería í glugga Sérstök aðferð t..
að lýsa upp skammdegiö og gleðjast
á aðventunni. Þvímiður fá fangarnir
á Litla-Hrauni ekki aö njóta Ijósanna 11
klefagluggum slnum um þessijól.
baki. Eða eins og Margrét á skrif-
stofu fangelsisins orðar það:
Hættulegt
,Af þessu getur stafað eldhætta og
svo em takmörk fyrir því hvað fang-
amir mega hafa í klefum sínum. Þar á
að vera sem minnst til að auðvelda þrif
og leit að fíkniefhum ef þarf,“ segir
Margrét en neitar að svara spuming-
unni um hvort hætta sé talin á að fang-
amirhengi sigí jólaseríunum: „Það sér
náttúrlega hver maður hvað hætta
gæti stafað af því,“ segirhún.
Þrátt fyrir þetta þá leggur starfs-
fólk Litla-Hrauns sig fram um að
gera jólalegt á staðnum yfir hátíð-
arnar. Jólaskraut er sett upp í sam-
eiginlegum setustofum fanganna og
öllum almenningi. Þar verður einnig
jólatré sem fangarnir geta dansað í
kringum á aðfangadagskvöld.
Stundum hefur skreytt jólatré verið
sett á lóðina utanhúss en verður lik-
lega ekki í ár. Þá er hefð fyrir því að
bæði tónlistarmenn og aðrir lista-
menn heimsæki fangana á Hrauninu
fyrir jól og leiki þar, syngi og lesi upp
úr verkum sínum föngunum til
dægrastyttingar og uppörvunar. •
Margir pakkar
„Svo fá fangarnir að sjálfsögðu
jólapakkana sína á þorláksmessu og
aðfangadag," segir Margrét á skrif-
stofunni. „Þeir fá yfirleitt marga
pakka."
Þá má ekki gleyma framlagi
kokksins á Hrauninu en hefð er fyrir
því að hann vandi sig sérstaklega í
matseldinni um jólin. Þykir mörgum
fanganna sem þeir hafi aldrei bragð-
að betri jólamat en einmitt í fangels-
inu og það er huggun harmi gegn
þegar jólaseríurnar eru fjarri. Klefa-
ljósið verður að duga á jólanótt.
Kannski fá fangarnir litaða peru ef
þeir óska þess.
Klefaljosid verdur ad
duga á jólanótt.
Kannski fá fangarnir
litaða peru efþeir
óska þess.
'lllSÍl:’::
Hermann Gunnarsson erlífs-
glaður og jákvæður maður sem
hefur lag á að smita aðra með
fjöri sínu. Fyndinn og fróður.
Hemmi getur verið þungur i
sinni þótt hann nái sér jafnan
á strik. Striðnispúki sem hef-
ur yndi að því að koma fólki í
óþægilega stöðu.
„Helstu kostir Hemma eru
manngæskan og lífsgleð-
in. Hann eryndislegur
persónuleiki sem hefur
sýnt og sannað að hann
getur dregið fólk með sér á mjög
jákvæðan hátt. Það er enginn
sem gerir sjónvarp eins skemmti-
lega og Hemmi - vonandi sjáum
við hann meira þar. Ég hefekkert
nema gott um Hemma að segja.
Það er kannski helst að hann fær
mig alltaf til að segja brandara
þegar ég kem I þætti til hans - og
það er nú ekki einu sinni gatii."
Ragnar Bjarnason söngvari
„Það er ómetanlegt að
hafa unnið með Hemma.
Hann kenndi mér margt við
sjónvarp. Hann er með ein-
dæmum fróður og
skemmtilegur maður. Hann hefur
örugglega einhverja galla. Ég
þekki þá ekki alla en get nefntað
hann getur verið alveg skelfileg
stríðinn og sett mann I óþægilega
stöðu. En það eryfirleitt spaugi-
legt og ekki neitt sérstakiega nei-
kvætt."
Unnur Steinsson kaupmaður
Hemmi Gunn er... ekki
persóna, ekki maður.
Hemmi Gunn er veður-
far... þetta veðurfar sem
allir þekkja innra með sér.
Getur verið rysjótt eins og veðrið
fyrir vestan. Einn daginn er sól og
sunnan andvari, annan daginn
ísköld hafgolan. Skýjabakkar
hrannast upp, það dropar, dettur
svo í norðaustan rokrassgat undir
kvöld og frystir. Þegar birtir af
degi bankar hundslappadrífan
upp á og gott efglittir ekki aftur I
eilítinn sólargeisla. Svo er aftur
komið sumar með sólbökuðum
kertingum á svölum fjölbýlishús-
anna. Þannig er Hemmi.
Egill Eðvarösson upptökustjóri
Hermann Gunnarsson,Hemmi Gunn, vareinn
fremsti knattspyrnumaður íslands á sjöunda
áratugnum. Á áttunda áratugnum starfaði
hann sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarp-
inu.Á níunda áratugnum stjórnaði hann
þættinum Á tali hjá Hemma Gunn, sem er lik-
lega vinsælasti sjónvarpsþáttur í Islensku sjón-
varpi fyrr og slðar. Hemmi hefur sungið inn á
plötur. Starfaöi lengi sem fararstjóri. Hefur rek-
ið veitingastað ITælandi og verið kynningar-
stjóri Vestfjarða. Nú er hann dagskrárgerðar-
maður hjá Bylgjunni og Stöð 2.
Heimild: Frjálsa alfræðiorðabókin.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Stillholti 16-18, 300 Akranes, s: 431 1822
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum,
sem hér segir
Bárugata 17, íbúð 0101, fnr. 210-2460, Akranesi, þingl. eig. Trailer og tæki
ehf, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og íbúðalánasjóður, mánudaginn
20. desember 2004 kl. 11:00.
Bárugata 17, íbúð 0201 og bílskúr, fnr. 210-2461, Akranesi, þingl. eig.
Trailer og tæki ehf, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og íbúðalánasjóð-
ur, mánudaginn 20. desember 2004 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
13. desember 2004.
Esther Hermannsdóttir, ftr.
Eignir halda áfram að hækka í verði, þótt hægt hafi á.
Fasteignir halda áfram að hækka
Fasteignir Þannig varþað ein■
ungis fasteignamarkaðurinn se
hækkaði að raunvirði.
Heldur hægði á hækkun eigna-
verðs í október en tólf mánaða hækk-
un eignaverðsvísitölu KB banka
fer úr 25,5% niður í 20,5%.
Ástæða þess liggur í að eigna-
verðsvísitalan lækkaði um
2,2% að raunvirði í október.
Hlutabréfaverð lækkaði um
11,5% í október en svo mikil
lækkun hefur veruieg áhrif á
vísitöluna þar sem hlutabréf
vega um 20% í vísitölunni.
í umfjöllun Greiningar-
deildar KB banka um mál-
ið segir að gengi skulda-
bréfa var einnig fremur
dapurt í október og hækkaði ávöxtun-
arkrafa skuldabréfa lítillega eða
var óbreytt í mánuðin-
Tum. Þannig var það
ieinungis fasteigna-
tmarkaðurinn sem
ihækkaði að raunvirði.
ÍEn fasteignaverð
phækkaði um tæpt 1%
og náði sú hækkun
_ ekki að yfirvinna
**mikla lækkun á
hlutabréfamark-
5 aði. Líklegt er að
Z heldur sé að
íí draga úr á hækk-
un eignamarkaða en 12 mánaða
hækkun eignaverðs hefur verið frá
18% upp í 25% frá miðju sumri 2003.
Hækkun eignaverðsvísitölunnar
síðastliðið eitt og hálft ár er miklum
mun meiri en hækkun eignaverðs í
síðustu efnahagsuppsveiflu. Mest náði
eignaverðshækkunin 15% hækkun á
tfmabilinu frá áramótum 1999 fram til
byrjunar árs 2000. Ljóst er jafii
langvarandi og mikil hækkun eigna-
verðs hefur töluverð áhrif á einka-
neyslu í gegnum auðsáhrif. Bæði
vegna söluhagnaðar á eignum, hærri
eiginfjárstöðu og aukins veðrýmis
eigna.