Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Page 25
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 25 Fyrir ailmörgum árum otaði vin- kona mín að mér smásagnasafni á bókamarkaði á Flateyri. Safnið hét því skemmtilega nafni Leikföng leið- ans og var eftir rithöfund sem ég kannaðist h'tið sem ekkert við; Guð- berg Bergsson. Ég féll kylliflöt fyrir sögunum og varð mér fljótlega úti um ailar hans bækur, las þær mér til mikiilar ánægju og veltist um af hlátri. Einu gilti þó ég áttaði mig ekki alltaf á boðskapnum og yrði stund- um svekkt yfir stríðni höfundarins sem gat átt til að hætta sögu þegar hæst stóð og segja lesanda að botna söguna sjálfur! En ég hélt áfram að lesa því stríðnin er aðeins eitt af mörgu sem er svo heillandi við Guð- berg. Hann er ekki bara óborganlega fyndinn heldur ófyrirleitinn, ágengur og með eindæmum kjaftfor. í sögum sínum fer hann oft yflr velsæmis- mörk siðprúðra lesenda því hann fjallar þannig um borðsiði, hreinlæti og framkomu Islendinga að fremur minnir á villimenn en siðað fólk. Per- sónur hans eru oft fremur ókræsileg- ar, síprumpandi mannverur sem klóra sér sínkt og heilagt á leyndustu stöðum, stýfa matinn úr hnefa og eru svona almennt og yfirleitt frekar ósympatískar bæði að útliti og inn- ræti. Segja má að málshátturinn heimskt er heimaalið barn gangi sem rauður þráður í gegnum allt höfund- arverk Guðbergs en honum hefúr frá því hans fyrsta bók kom út árið 1961 vera mikið í mun að hrista heimótt- ar- og sjálfsbirgingsháttinn af land- anum. Flonum slær enginn við hvað hæðni varðar, íróm'an ristir jafnt háa sem lága á hol og þegar upp er staðið liggur samfélagið allt í valnum. Sá alflottasti Langt er liðið síðan Guðbergur sendi síðast firá sér bók og ég var far- in að sakna hans verulega af skáld- sagnamarkaði og satt að segja farin að halda að hann hygðist hasla sér völl sem nöldrandi ellibelgur í pistlaskrifum á síðum dagblaðanna. En nýja sagan hans, Lömuðu kennslukonurnar, sýnir svo ekki verður um villst að Guðbergur er og verður eilífðartáningur og sem slík- ur sá alflottasti; róttækur með svipu orðsins á lofti. Enn og aftur ryðst hann fram á sjónarsviðið með kjaft- inn að vopni og eins og oft áður fær hin svokallaða menning þjóðarinn- ar að kenna á svipunni. Próf með glæsibrag Ungur maður er nýkominn heim til fslands eftir að hafa „stundað erfitt nám við virðulegustu mennta- setur og háskóla í mörgum löndum Lömuðu kennslukon- urnar eftir Guðberg- ur Bergsson JPV-útgáfa 2004 Verð: 4.280 kr. I ó' m u ð u Bókmenntir á meginlandi Evrópu, einkum á ítal- íu, og lokið prófi með glæsibrag." (5) Hann sækir glaðbeittur um ýmis störf, m.a. í Háskólanum, en er alls staðar hafnað og eftir langa píslar- göngu í von um að finna starf við hæfi endar hann sem ræstitæknir á vegum heimilisþjónustunnar. Starf- ið fær hann eftir að hafa þreytt próf í að vinda tuskur á þijá vegu og endar sem húshjálp hjá lömuðu kennslu- konunum. Þær ágætu konur, sem reynast vera tvíburasystur, urðu þeim meinlegu örlögum að bráð að lamast fyrir neðan mitti daginn sem þær tóku við kennslukonuréttind- unum úr hendi skólameistara í Kennaraháskólanum og það báðar í einu. Ekkert þrá þær meira en að fá máttinn aftur og því manna þær ungu heimilishjálpina upp í að segja þeim sögur í stað þess að þrífa, því þær segjast hafa fulla trú á að nógu kræsilegar sögur muni fá þær til að ganga á ný. Út af laginu Þessar kröfur setja unga manninn verulega út af laginu því þótt hann sé lærður kann hann h'tt á frásagnarlist- ina. Smátt og smátt ná lömuðu kennslukonumar á honum tökum og áður en hann veit af er hann farinn að segja upplognar sögur af eigin af- rekum á kynh'fssviðinu. Hann byrjar pent en af því kennslukonumar telja Enn og aftur ryðst hann fram á sjónarsviðið með kjaftinn að vopni og eins og oft áður fær hin svokallaða menn- ing þjóðarinnar að kenna á svipunni. honum trú um að hann geti ekki fært mátt í fætur þeirra nema vera nógu dónalegur færir hann sig smátt og smátt upp á skaftið. Þær berja hann áfram eins og veðhlaupahest og áður en yfir lýkur en saga hans orðin sadómasókísk með þokkalega sam- kynhneigðu ívafi. Og þá taka hjólin að snúast. Klúrar kennslukonur Lömuðu kennslukonurnar em að hætti Guðbergs Bergssonar meinleg ádeila á menntakerfið og andlegt at- gervi þjóðarinnar sem fær slælega einkunn. En hér er einnig vegið að rithöfúndum sem í stað þess að hugsa sjálfstætt setjast við rúmstokk fatlaðra og láta lamast við tilhugsun- ina eina að segja sögu sem ekki er nógu krassandi. Þetta er saga um þjóð sem lætur fr emur heillast af eft- irspurn en gæðum og þarf að gæta sín svo hún endi ekki við rúmstokk lamaðra og klúrra kennslukvenna... sem á endanum draga úr henni all- an mátt, vilja og sjálfstæða hugsun. Lömuðu kennslukonurnar er dá- samleg, guðbersk saga; hæðin, sorg- leg, sjokkerandi og drepfyndin að hætti höfundar sem í senn kann að hirta lesanda um leið og hann upp- fræðir. Það er ekki öllum höfundum gefið. Því segi ég við Guðberg Bergs- son upp á danska vísu og í veikri von um að afsanna lömun: Til lykke. Sigríöur Albertsdóttir Eivor Pálsdóttir „Söngurinn henn- areinkennist af innlifun sem eral- veg ekta og gerir hana einstaka." Ragnheiður Gröndal „Frábær söngkona. Hún hefur einstaklega fallega rödd og þaö er unun að hlusta á hana." Hér eru bæði frumsamin lög eftir Eivaru og Bill og lög eftir aðra. Kassagítarinn er í aðalhlutverki og mörg lögin eru róleg og næstum værðarleg. Eivor syngur bæði á fslensku, ensku, sænsku og færeysku. Hún hefur mjög persónulega túlkun sem litar allt sem hún gerir. Henni hefur verið lýst sem náttúrutalent og það má til sanns vegar færa. Söngurinn hennar einkennist afinnlifun sem er alveg ekta og gerir hana einsiaka. Þetta er ágæt plata þó að hún brjóti ekkert blað í tónlistarsögunni. Mér finnst Eivaru takast best upp I lögunum sem mest átök eru í, t.d. hinu frábæra, Om jeg vagar, en lögin sem hún raular með Bill eru mér slður að skapi. Það heyrist ber- lega bæði á Krákunni og nýju plötunni að Eivor er enn að leita fyrir sér og prófa sig áfram. Hæfileikarnir eru til staðar en þeir eru langt frá því að vera fullnýttir enn. Islenskir plötuútgefendur hafa lært eitt og annað í markaössetningu undanfarin ár. Þegar Vetrarljóð með Ragnheiði Grön- dal kom út var henni fylgt eftir með slag- orðinu„Algjör klassi!" Sniðugt og virkar greinilega vel, platan selst eins og heitar lummur. Vetrarljóð er að flestu leyti mjög vel gerð plata og stendur þ.a.l. ágætlega undir slagorðinu þó að tónlistarlega sæti hún ekki beinlín- is tiðindum. Ragnheiður er frábær söng- kona. Hún hefur einstaklega fallega rödd Plötudómur Klassapíur Eivar Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal eru á meðal efnilegustu söngkvenna landsins. Þær eiga það sameiginlegt að vera mjög fjölhæfar og duglegar og hafa þrátt fyrir ungan aldur þegar settmark sitt á tónlistarlíf okkar Islendinga. Eivar er meðiimur i hljómsveitinni Clickhaze í Færeyjum og hefurkomiö nokkuð víða við tónlistarlega á þeim plötum sem hún hefur sungið inn á fram að þessu. Ragn- heiður er meðlimur i Ske og hefur að auki sungið inn á margar plötur undanfarin tvö ár, hún syngur t.d. titillag kvikmynd- arinnar Dís, sem er hiklaust eitt afpopp- iögum ársins sem er að líða að minu mati. Eins og þessar nýju plötur þeirra sýna þá eru þær líka báðar efnilegir laga- smiðir. Eivor Pálsdóttir sendi i fyrra frá sér plöt- una Krákan. Hún var gerð meö sam- nefndri hljómsveit og var frjáls og flæð- andi djasspoppplata með þjóðlagablæ. Hér er Eivar komin á aörar slóðir. Tónlist- in á nýju plötunni er að miklu leyti unnin með bandaríska gítarleikaranum og söngvaranum Bill Bourne. Þetta er þjóð- lagapopp, svolltiö hippalegt, en eins og á Krákunni þáerþað söngur og túlkun Eivarar sem gefur plötunni gildi. og það er unun að hlusta á hana. Tónlist- in er djassskotið planópopp og söngur- inn er settur I forgrunn sem er við hæfi. Hljóðfæraleikur er óaðfmnanlegur og Jón Ólafsson á hrós skilið fyrir útsetningarn- ar. Hann nær fram fjölbreytni og gefur lögunum lit með smekklegri notkun aukahljóðfæra. Hammond-orgel, klar- inett, selló og tabla-trommur gera mikið fyrir plötuna, kannski afþví að þessi hljóðfæri eru einmitt sparlega og smekk- lega notuð. Það sem dregur plötuna niður er laga- valið. Nýju lögin eru flest fín, bæði lögin hans Magnúsar Þórs Sigmundssonar og lögin sem Ragnheiður sjálf samdi. Útgáf- an aflaginu Vetrarsól er líka mjög flott. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það hafí verið mistök að setja jólalög á plöt- una líka.Jú.jú. Platan heitir Vetrarljóð og jólin eru á veturna þannig aö hug- myndafræðilega séð gengur þetta alveg upp, en samt er það þannig að jólaplöt- um fylgirþessi ákveðna stemning sem til- heyrir jólunum. Maður hlustar ekki á jólatónlist nema réttyfir hátíðirnar og þ.a.l. skemmir það fyrir plötunnl að það eru á henni ekta jólalög eins og Jólakött- urinn og Gleði og friðarjól. Mér hefði a.m.k. fundist platan mun meira sann- færandi heild efhún hefði sneytt hjá þessum gömlu (og góðu) jólalummum sem dynja á manni á hverju ári og sem maður vill gleyma um leið og jólahátföin eryfírstaðin. Þær Eivar og Ragnheiður eru ólikar en þær eru báöar mjög efnilegar og þær eiga það sameiginlegt aö vera enn leit- andi. Þær hafa báðar skilað ágætum plötum, en ég er viss um að þær eiga eftir að gera miklu betur í framtíðinni. Trausti Júlíusson Eivor Pálsdóttir Eivor 12 tónar ★ ★★'Í rnmr Ragnheið- ur Gröndal Vetrarljóð Steinsnar ★ ★★'Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.