Geislinn - 01.01.1929, Page 4

Geislinn - 01.01.1929, Page 4
4 GEISLINN fyrir löngu flaug gamall maður um 701930 km. einn daginn. Það er eftir því minni hætta, sem maður flýgur hraðar. Loftferðafélagið í Queenslandi hefir flogið 6,436,000 km. án bess að nokkur farþegi hafi meitt sig hið ininsta eða vélstjórar þeirra hafi svo mikið sem hruflað sig í fingur“. „Vís- indamennirnir“, bætir Sir Philip við, „ætla nú að teikna ódýra flugvél, og aðra sem er minni vandi að fara með, en þær, sem nú eru notaðar, svo að það verði öruggara að ferðast og nregi fram- leiða fleiri, til þess að það verði ekki aðeins einstaka maður, sem vogar sér upp í loftið, heldur geti þar á að lita hópa af mönnum og konum“. Þá verða bifreiðar gamaldags flutningatæki, þvi flugvélarnar munu einnig fara eftir veg- unurn og með jörðinni fyrir utan það að þær fara loftleiðina. „Þá mun rninna flutt eftir vegunum, þá verða landa- mæri og varnarvirki á Iandamærum að engu og til einskis nýt, það mun gagn- breyta byggingarlist og útliti bæjanna, því þá verða þökin notuð til þess að lenda með flugvélarnar á og flutninga- miðstöðvar þeirra verða lofthafnir". Engin sérstök bjartsýni. Þetta er að vísu dálítið undarlegt og töfrandi. Og þó er þetta ekki skáld- saga eða eintóm hugmyndasmíð. Þelta er ofurlítið af hinum undraverðu fram- förum, sem vísindamennirnir vckja oss með á morgnana og sem þeir starfa að á hinum kyrlátu rannsóknarstofum. Við erum að hugsa um eitt og annað í dag í sambandi við það sem hefir kom- ið á daginn og á morgun verður það ef til vill virkileiki. En hvað verður svo þar á eftir? Hvað skyldi heimurinn gera með alla þessa ávexti af tré vís- indanna, og sem vísindamennirnir eru nú að moka saman? Sir Philip er alls ekkert bjartsýnn viðvíkjandi þessu. „Það getur skeð“, segir hann, „oð loftöldin eins og hún byrjar verði endir menningar þessa heims. — Það er undir mönnunum sjálfum komið, og það er ekki hægt að sjá neina sérstaka tryggingu í andlegu- og siðferðislegu ástandi mannkynsins nú. Menn taka ekki eins ört framförum í andlegum og siðferðislegum þroska og vísindin færa þeim ný öfl og mögu- leika upp í hendurnar“. Um leið og hann talar um hið þráð- lausa samtal, segir hann: „Hjerna er verkfærið merkilegra en maðurinn sem notar það. Einhvern daginn mun þessi eða hinn segja eitthvað sem hefir farsæld í för með sér, og sem allir ættu að fá að heyra til þess að glæða von og bjartsýni, eða þá að það væri til uppbyggingar að einhverju leyti. Bet- ur að þetta verði ekki lika fyrirboði um skjóta eyðileggingu". Þessi nýju öfl. „Nú er spurningin. Hvað ætli menn og konur gjöri við þessi nýju öfl? Þessi öfl, sem menn hafa nú þegar ráð á og sem vísindin hafa gefið þeim í hendur? Þetta mun vera veiki hlekkurinn í efnisframförum mannkynsins. Lífið breytist hröðum skrefum. Menn hafa nú ný og hræðileg verkfæri .... menn eru þrátt fyrir alt þetta veikir og vaxa hvorki að skilningi í samræmi við tækifæri þau, er þeim gefast eða fá nýtt siðferðisþrek, sem gæti varið þá fyrir illum áhrifum, svo þeir noti ekki illa hinar miklu kraftlindir........ Hinar

x

Geislinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.