Geislinn - 01.01.1929, Síða 7

Geislinn - 01.01.1929, Síða 7
GKISLINN 7 samastaðar síns, þar sem hún rennur upp“. Athugi inaður ferð vindarins, kemst maður að sömu niðurstöðu: „Vindurinn gengur til suðurs og snýr sór til norðurs, hanns snýr sér og snýr sér og fer aftur að hringsnúast á nýjan leik“. Taki maður eftir lækjunum, þá renna þeir í árnar, en „árnar renna i sjóinn, en sjórinn verður aldrei full- ur; þær fara aftur þangað sem þær komu til þess að geta runnið aftur“ (ensk þýð.). Þannig er ekki aðeins náttúran, lield- ur og mannlifið. Hvað hefir það þá eig- inlega að bjóða? „Augað verður aldrei satt af því að sjá, og eyrað verður ald- rei mett á því að heyra“. „Alt er si- stritandi, enginn getur lýst því með orðum“. Ef til vill dettur manni i hug, að inargt sé nú öðruvísi en það hafi verið — margt sé nýtt. En livað er eig- inlega nýtt? Ætli það virðist ekki nýtt helst vegna þess að maður hafi gleymt þvi sem var? Það liðu hundrað, jafn- vel þúsund ár áður en bókagerð varð almenn, og sannarlega gat „Prédikar- inn“ á sínum tima sagt með sanni: „Forfeðranna minnast menn eigi“. Og svo er það enn í dag, því menn lesa ekki alment gamlar bækur og tungurn- ar breytast. Enginn gjörir neitt sem var- anlegt gildi hafi fyrir manna augum. „Hvaða ávinning hefir þá maðurinn af öllu striti sinu?“. Það eina sem endur- tekur sig er það sem óstöðugt er. Einn hvggir og' annar rifur niður. „Einn kast- ar steini burt, annar safnar saman steinuin". Einn gróðursetur og annar „rífur upp það sem gróðurselt hefir ver- ið“, það er því alt saman hégómi. Ekkert af því er varanlegt — og ekkert virðist vera fullnægjandi. Rcyndur rithöfundur. Manni gæti ef til vill dottið í hug, að sá maður, sem talar þannig hefði ekki reynt mikið af því, sem lífið hefir að bjóða, og að hann hljóti að vera svart- sýnn af því að hann hafi átt erfitt hlutskifti i lifinu. En maðurinn, sem segir: alt er aumasti hégómi, er „sonur Daviðs, konungurinn í Jerúsalem“. (Préd. 1, 1.). Og þar sein hann var konungur liafði hann gott tækifæri til þess að „rannsaka og kynna sér með hygni alt það, sem gjörist undir himn- inum“ og ihuga hinar ýmsu hliðar lífs- ins og atvik þess. I öllu hefir hann leil- ast við að finna gleði og skemtun, hvíld og ánægju. Hann leitaði i öllu, sem heimurinn hefir að bjóða, „öllu undir sólunni", en liann fann ekkert varanlegt — ekkert, sem gæti svalað þrá hjart- ans. í fyrsta kap. „Prédikarans" telur hann upp það, sem hann hefir reynt og endar svo með að segja oss frá árangr- inum af þessari reynslu. Hann hefir sinakkað á gæðum lífsins — hann hefir fengið að reyna það, sem lífið hefir að bjóða í víðtækari skilningi, en nokkur annar. „Sjá, ég hefi al'lað mér meiri og víðtækari speki en allir þeir, sem ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér“. Og þó, eftir að hafa séð öll verk, sem gerast undir sólinni, segir hann: „all er hégómi og eftirsókn eftir vindi“. 'I'il jiess að vekja oss enn betur til umhugs- unar telur hann upp í næsta kap. alt lífsstarf sitt. Salómon ætlast alls ekki til að við ímyndum okkur, að liann hafi haft ástæðu til að lita svartari aug- um á lífið en aðrir — því hann lætur okkur fvlgjast með gegnum hin marg- breyttu atvik og störf lífs sins. Hann eyðir kröftum sínum og annara. Hann eyðir peningum gengdarlaust, til þess ef mögulegt væri að finna ánægjuna — hina sönnu lífsgleði. „Eg sagði við sjálfan mig: gott og vel, reyndu gleðina, og njóttu gæða lífs- ins“. Neitaðu þér ekki um neitt! Lífið liggur opið fyrir þeim, sem vill njóta þess. „Et og drekk og vertu glaður“. Hikaðu ekki við að prófa alt, sem pig

x

Geislinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.