Geislinn - 01.01.1929, Síða 21

Geislinn - 01.01.1929, Síða 21
GEISLINN 21 einnig lðngunina til þess að meta að engu boðorð Guðs og fótumtroða þau. Trúin á frelsarann veitir oss þetta frelsi. 1. Jóh. 5, 4. 5. Þetta getur ekki öðruvísi verið, svo framarlega sem fagnaðarboðskapurinn er rcttur. Engillinn sagði við Jósef: „Og hún mun son ala og skalt þú kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa fólk sitt frá syndum þess“. (Matt. 1, 21). Þetta er hin rétta þýð- ing Jesú-nafnsins: Frelsari frá synd. En Biblían skýrir oss frá því, hvað synd er. Synd er ekkert annað en yfir- troðslur Guðs lögmáls. Því að Jóhann- es segir aftur í bréfi sínu: „Hver sem synd drýgir, drýgir og lagabrot, og synd er lagabrot“. (1. Jóh. 3,4). Hug- leiðum þetta: „H v e r“ — það er eng- in undantekning; allir, sem brjóta þetta lögmál drýgja synd — a 11 i r , án nokk- urrar undantekningar. „Guðs boðorð hafa aldrei verið þung trúnni, heldur einungis vantrúnni; þess vegna ríður á því, þegar G,uðs boð eiga að haldast, að fá um fram alt fullvissu fyrir trúna á Krist, um að vér séum fæddir á ný af Guði“. Þannig segir Otto V. Gerlach í útskýringu sinni á 1. Jóh. 5, 4. Þetta er hin sanna evangelíska kenn- ing á tíma hins nýja sáttmála, kenning, sem enginn getur breytt án þess að ráðast á framsetningu Biblíunnar á málinu. Fagnaðarerindið er boðskapur um frelsun fyrir Krist. Þessi frelsun er innifalin í frelsun frá synd, bæði hér og hið efra. Og synd er og verður yfir- troðsla lögmálsins. Þetla vottar Jó- hannes í því, sem þegar hefir verið til- fært (1. Jóh. 3, 4); og þetta sama seg- ir Páll í Róm. 4, 15; 5, 13, eins og áð- ur hefir verið sýnt fram á. Samband trúarinnar við lögmál Guðs. Enginn af höfundum Nýja-testa- mentisins leggur meiri áherslu á trúna 7~ en Páll gerir t. d. í bréfunum til Róm- verja og Galatamanna. Öll frelsun vor er komin undir trúnni. „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“. (Róm. 5, 1). Já, hann segir ennfremur: „Vér á- lítum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka“. (Róm. 3, 28). „Vér vitum“, segir hann, „að maðurinn rétt- lætist ekki af lögmálsverkum, heldur aðeins fyrir trú á Jesúm Krist“. (Gal. 2, 16). Galatabréfið var skrifað h. u. b. 58 árum eftir Krist. Þessi og önnur því lík ummæli Páls eru mjög skýr. En þegar þau samt sem áður eru svo oft misskilin, kemur það til af því, að mörgum hættir við því að leggja ekki réttan skilning i hin önnur jafn greinileg ummæli þessa sama post- ula um hina hlið múlsins. Hann á eng- an veginn við það, að trúin ryðji lög- málinu úr vegi. Það getur ekki látið sig gera, segir hann, að leita hælis hjá trúnni og þar af leiðandi réttlætingu, ef maður heldur áfram í synd, það er að skilja í yfirtroðslum lögmálsins. (Gal. 2, 17, 18). Eftir að hafa í Róm- verjabréfinu 3, 28 lýst því yfir, að vér réttlætumst af trú án lögmálsverka, bætir hann við í 31. versinu, eins og til þess að fyrirbyggja slíkan misskilning: „Gerum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því; heldur staðfest- um vér lögmálið“. Að staðfesta lögmál- ið er vissulega ekki að gera það að engu. Páll vottaði að lögmál G,uðs var enn til á þeim tíma er hann skrifaði bréf sitt til Rómverja — þetta sama lögmál sem hann segir um, að sé „andlegt" og ,,heilagt“, það lögrnál, sem hann þjón- aði af öllu sínu hjarta, og sem hann hafði mætur á samkvæmt „hinum innra manni“. Og hann segir, að þessu „lög- máli G,uðs“ geti holdið, það er að skilja, hinn náttúrlegi, óendurfæddi maður, ekki hlýtt. (Róm. 7, 12. 14. 22. 25; 8,

x

Geislinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.