Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Fréttir BV Makaskipti á golfvöllum Golfáhugamenn í Mos- fellsbæ og á Höfn í Homa- firði hafa gert nýstarlegan samning um gagnkvæm ókeypis afnot félagsmanna í golfldúbbum bæjanna. Á homafjordur.is er haft eftir Guðnýju Helgadóttur, for- manni Golfklúbbs Horna- fjarðar, að þetta sé mikill „bónus" fytir hennar félags- fólk því það sé svo dýrt að fara á vellina fyrir sunnan. Austanmenn mega leika í Mosfellsbæ fyrir klukkan 16 á virkum dögum og eftir klukkan 14 um helgar. Mos- fellingar mega á hinn bóginn spila hvenær sem er dagsins á Homafirði. Flóð hjá heilbrigðis- stofnun Vatn flæddi inn í kjallara endurhæfingar- deildar Heilbrigðisstofn- un fsafjarðarbæjar í fyrrakvöld. öll herbergi deildarinnar vom um- flotin á skammri stundu og vall síðan vatn um öll niðurföll í vesturálmu hússins, mest í gamla þvottahúsinu. Starfs- menn reyndu að berjast gegn flóðinu en varð lítið ágengt þar til dælubíll kom á svæðið. Óljóst er hversu miklar skemmdir urðu vegna þessa. Skilorð fyrir skjalafals Héraðsdómur Reykja- vflcur dæmdi í gær Eirík Sigurjónsson, þrítugan Breiðhylting, í 7 mánaða fangelsi fyrir að falsa ábyrðgðir og breyta fjár- hæðum á víxlum og yfir- dráttarheimildum. Eiríkur hafði áður hlotið dóm sem var hegningarauki á þann sem nú féll en þar sem hann játaði greiðlega brot sín og hafði snúið lífi sínu á uppbyggilegri brautir þótti hæfilegt að skilorðsbinda refsinguna til þriggja ára. Anna Karen Káradóttir Dreymir um betra llfmeð aðstoð Vogs en er á biðlista. Anna Karen Káradóttir, þriggja barna móöir, hefur beðið í tvær vikur á forgangs- lista meðferðarheimilisins Vogs. Hún segist hafa þekkt fólk sem lést vegna neyslu meðan það var á biðlistanum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að það þurfi ekki að koma á óvart að fólk týni lífi á biðlista eftir spítalavist. Þriggja barna móðir hefur þurft að bíða í tvær vikur eftir að kom- ast í „bráðameðferð" á Vogi vegna sjúkdóms síns. Hún segist vilja vekja athygli á þeirri stöðu sem er komin upp í landinu - að fólk í neyslu sem kallar á hjálp er sett í biðröð. „Þetta er eins og að ef einhver slasast, þá þyrfti hann bara að bíða heima þar tíl gjörgæslan segði að pláss væri fyrir hann,“ segir Anna Karen Káradóttir. Hún var sjálf á spítala þar til í gær vegna lungna- bólgu sem hún fékk eftír að hafa „fallið", eins og sagt er um óvirka alkóhólista sem falla aftur í gryfju neyslunnar. Fjórtán dagar Anna Karen segir neysluna stafa af sjúkdómi, þeim hinum sama og Kári Stefánsson og SÁÁ hyggjast staðsetja í genum með rannsóknum sínum. Hún hefur glímt við neysl- una frá því hún var unglingur, með hléum þó, því hjálpin á Vogi hefur gert henni kleift að vera allsgáð um árabil. „Eins og staðan var áður var manni kippt inn samdægurs. Þá var það þannig að ef maður var í hættu staddur vegna neyslu var maður tek- inn inn samdægurs. En nú er ég búin að bíða í fjórtán daga. í hvert skiptí sem ég hringi segja þeir: Hringdu á morgun," segir hún. Anna Karen segir að hver dagur skipti máli fyrir fólk sem er í einhvers konar neyslu. Sjálf er hún á forgangslista, þótt biðin gefi annað til kynna. Banvænn sjúkdómur „Ég þekktí margt fólk sem hefúr dáið á meðan það bíður eftír plássi í meðferð. Við erum hér að ræða um banvænan sjúkdóm. Ég reyni og reyni, en flestir sem þekkja þennan sjúkdóm vita að meðferð er nauð- syn,“ segir hún. Ein af afleiðingum sjúkdómsins er sú að Anna sleit sambúð við barnsföður sinn. Böm þeirra þrjú em nú hjá honum, vegna þess ásigkomulags sem Anna er í. Anna er ekki ein um að bíða á for- gangsiista Vogs. Hún segist sjálf þekkja marga sem em í neyslu og fá ekki aðstoð. Hundrað á listanum Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segist hafa rætt um yfirvof- andi niðurskurð síðasta haust, eftir að ríkisstjórnin fyrirskipaði aðhald. „Það var farið yfir þetta í haust. Fram hefur komið að við þyrftum að leita spamaðar hjá okkur. Það var of mikill haUi hjá okkur á síðasta ári. Við þurftum að draga úr kostnaði. Það kemur þannig út að við erum ekki eins mikið í bráðaþjónustu," segir Þórarinn. Þórarinn segir það ekki koma sér á óvart að Anna Karen hafi beðið í tvær vikur. Um hundrað manns em á biðlistanum. „Það þykir svo sem ekki langt, almennt í heilbrigðis- þjónustunni, að bíða í tvær vikur. Fólk er vant meiri skyndiþjónustu af okkar hálfu. Auðvitað er það slæmt ef fólk þarf sannarlega að komast á spítala hið fyrsta en þarf að bíða," segir hann. Spurður hvort hann kannist við að fólk hafi týnt h'finu á meðan það bíður eftir aðstoð á Vogi segir Þórar- inn það ekki þurfa að koma á óvart. „Ég þekki nú ekki þess dæmi að maður getí beinh'nis sagt að fólk hafi látist vegna biðarinnar. Margir hafa átt beiðni hjá okkur. Það geta mynd- ast biðlistar og auðvitað em þess dæmi að fólk hafi látíst sem er á beiðni á Vog. Það hefur verið og þarf ekki að koma neinum á óvart. Það er ekki ahtaf hægt að bregðast strax við. Menn geta velt þessu fyrir sér,“ segir Þórarinn, sem reiknar ekki með að ástandið batni. „Ég á von á því að ástandið verði ósköp svipað." Eitrið flæðir yfir landið í nóvember í fyrra hafði fimmfalt meira fundist af eiturlyfinu am- fetamíni en aht árið þar á undan, tæplega þrefalt meira af kókaíni og tvöfalt meira af e-töflum. Rætt er um að örvandi eiturlyf flæði yfir landið. Neyslan er tahn ná tíl yngra fólks en áður, auk þess sem hún sé almenn- ari en áður þekktist. Lflct og áhyggju- fuhur eigandi veitíngastaðar orðaði í samtali við DV í nóvember: „Jón á skrif- stofunni og Gunna á símanum em öh í eitur- lyfjum." jontrausti@dv.is Þórarinn Tyrfingsson Leekkar kostnað I rekstri Vogs, með þeim afleiðingum að 100 manns eru á biðlista. Stuðningsyfirlýsing við Svarthöfði fylgist spenntur með formannsátökunum í Samfylking- unni sem þegar em hafin þó ekki verði kosið fyrr en í vor. Gerði sér meira að segja h'tið fyrir og gekk í flokkinn til að geta tekið fúllan þátt í slagnum og vera í návígi við væntan- lega stóratburði. Svarthöfði var alltaf hrifinn af Ingibjörgu Sólnínu og þá sérstaklega þegar hún var í borgarstjóm og reif kjaft við Davíð Oddsson. Þá var Ingi- björg Sólrún stjarna sem enginn skyggði á. Enda sjaldgæft að konur væm að rífa sig í þá daga. Á þeirri sér- stöðu lifði Ingibjörg lengi og gerir enn í Samfylkingunni. En varla ann- ars staðar því nú em allar konur fam- ar að rífa kjaft. Sérstaða Ingibjargar Sólrúnar hef- ur beðið hnekki. Með fordæmi sínu leiddi hún aðrar konur fram á vöh karlmannanna og gróf þar með sína eigin póhtí'sku gröf. Ofan í hana verð- ur ekki mokað aftur. Af þessum ástæðum einum hah- ast Svarthöfði frekar að stuðningi við Össur Skarphéðinsson og mun ljá honum atkvæði sitt í formannskosn- ingunum í Samfylkingunni í vor. Enn Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara ansi gott, þing komiö saman og nóg að gera," segir Jón Gunnars- son, aíþingismaður og oddviti í Vatnsleysustrandarhreppi.„Svo er líka nóg að gera heima, erum að fara að úthluta nýjum lóðum. Svo erum viö aö fara I viðræður viö Hafnfírðinga um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna, I kjölfar skoðanakönnun- ar sem gerð var og sýndi að stærri hluti vildi líta þangað en út á Reykjanesið." Össur Skarphéðinsson sem komið er hefur Svarthöfði ekki heyrt um neinn sem lýst hefur yfir stuðningi við Össur og vonar því að yfirlýsingin hér verði öðrum fordæmi og th eftírbreytni. Enda hefur Össur ýmislegt til síns ágætís. Hann er góður í því að rífa kjaft og það meira að segja við Davíð lflct og Ingibjörg Sólrún þegar sól hennar var hvað hæst á loftí. Hann er lflca glaðsinna eins og Ingibjörg Sól- rún og á það jafiivel tíl að vera jafii hnyttínn þegar kemur að alvörumál- um. Reyndar er Össur eiginlega ná- kvæmlega eins og Ingibjörg Sólrún og öfugt. Yfirburðir Ingibjargar lágu í því að hún er kona. En það telur ekki lengur. Nú þegar aUar konur em orðnar eins og karlar. Kjósum Össur! SvarthöfBi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.