Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 24
 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 Menning DV c ívar sýnir í Slunkaríki Vestur á ísafirði hefur um nokkurt skeið verið starfandi galleríið Slunkaríki og ræður þar ríkjum Jón Sigurpáisson myndlistar- maður, safnstjóri og lífskúnstner með meiru. Um þessar mundir sýnir ívar Brynj- ólfsson þar ljósmyndir og kallast sýningin Bardagavellir. Þetta eru á annan tug mynda sem ívar tók sumarið 2002 í Kópavogi, en hann hefur umfrarn marga íslenska ljós- myndara lagt sig eftir að skrá með skipu- lögðum hætti afmörkuö og tiltekin fyrir- bæri í mannlífí hér sem aðrir líta hjá eða taka ekki eftir. Er skemmst að minnast syrpu hans af kosningaskrifstofum forseta- frambjóðenda. Bardagavellir sýna paintball-svæðið í Kópavoginum meðan það var uppá sitt besta. ívar mun síðar á árinu opna sýn- ingu í Fuglinum á Skólavörðustíg: „Ég læðist bakdyramegin inn á Listahátíð," segir hann. Aðspurður um sýningarhald íslenskra ljósmyndara segir hann að það sé dapurt: „Það gæti verið betra. List- greinina þjáir tvennt: styrkjaleysi og markaðsleysi." Það má til sanns vegar færa: enginn mun í dag leggja fyrir sig skipulega söfnun ljósmynda, en sá mark- aður er stækkandi viða um lönd. ívar seg- ir Slunkaríki fínan sal. Sýning hans stend- ur til 6. febrúar. ISIunkaríki á ísafirði Gallerí sem sækir nafn sitt í fornfrægt húsá Isa- firði sem er best þekkt úr lýsingum Þórbergs Þórö- arsonar S Hlín ráðin Hlín Agnarsdóttir leikskáld og lcikstjóri er komin til starfa í Þjóðleikhúsinu sem leiklist- arráðgjafí. Hún mun tíma- bundið sinna þeim starfa fyrir Melkorku Teklu Ólafsdóttur sem er komin í fæðingarorlof, en Melkorka var á sínum tírna ráðin af Stefáni Baldurssyni sem leiklistarráöunautur og starfaði með honum. Aðkoma Hh'nar mun vera fyrsta ráðn- ing Tinnu Gunnlaugsdóttur og verða þær saman næstu mánuöi að vinna að verkefna- vali fyrir komandi vetur. Hlín er menntuð í leikhús- ffæðum frá Svíþjóð en hefur að auki sótt nám í leikstjórn til Bretlands. Hún hefur margháttaða reynslu af leik- listarstarfi á eigin vegum og með frjálsum leikliópum. Þá hefur hún starfað sem leik- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Flún leiddi á sínum tíma Höfúndasmiðju í Borgarleikhúsi og stóð fyrir samstarf i við höfunda í Þjóð- leikliúsinu. Þá hefur hún get- ið sér gott orð sem höfundur efnis fyrir svið, sjónvarp og hljóðvarp. Starf leiklistarráðgjafa í Þjóðleikliúsi er margþætt: hann sér um leikskrá og ann- ast upplýsingaöflun fyrir kynningardeildir, auk þess sent hann starfar með leik- stjónun og höfundum sent vinna við húsið, jafnframt því sem hann er helsta hjálparliönd leik- ' > rs hússtjóra við verkefnaval. Má ; láta nærri að starfssvið leik- listarráögjafa Þjóðleikhússins sé tveggja ef ekki þriggja manna starf ef J Hl/n Agnarsdóttir vel á að A leikskáld, leikstjóri vera. ^Aog nú ráöunautur Því miður féll niður flutningur- inn á besta verkinu sem auglýst var á tónleikunum, strengjakvartett Mozarts sem nefíidur er veiðikvar- tettinn. í hans stað var leikinn kvar- tettin Crisantemi eftir Puccini. Hann var saminn þegar Puccini var nærri þrítugu og aðalstefið heyrist í fyrstu ópem hans sem sló í gegn, Manon Lescaut. Þetta er eigi að síð- ur hálf billegt verk og ekki bætti úr skák að skerandi fals heyrðist á ein- um stað í leiknum sem var þó þokkalegur að öðm leyti. Strengjakvartett Beethovens í C-dúr varð til þegar tónskáldið stóð nákvæmlega á þrítugu og hefur verkið mikla yfirburði yfir kvartett-ómynd Puccinis. Þetta Útvarpsleikhúsið flytur Herjólfur er hættur að elska eftir Sigtrygg Magnason á fimmtudagskvöldið en verkið var leikið í Þjóðleikhúsinu vorið 2003 og sáu færri en vildu. Var sýningin tilnefnd til tveggja menningarverðlauna DV, bæði fyrir leik Sigurðar Skúlasonar og fyrir sviðsetningu Stefáns Jónssonar. Gefst nú tækifæri til að sjá það - hugskotsjónum í útsendingu Útvarpsleikhússins. Ásfin, hamingjan og dauölnn Sviðsetning Stefáns byggði á textum Sigtryggs Magnasonar sem voru nær ljóðsögu en leikverki en höfðu þó yfirbragð leiktexta með persónum og kimum sem þær voru í. Verkið var frumsýnt vorið 2004 í kjallara gamla Landssíma- hússins við Sölvhólsgötu sem var rifíð nú á haustdögum. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda en það var aðeins sýnt sjö sinnum þá um vorið. Stefán Jónsson leikstjóri og Sigurður Skúlason, sem fór með aðalhlut- verkið, voru báðir tilnefndir til Menningarverðlauna DV 2004 fyrir þátt sinn í sýningunni og hlaut Sig- urður verðlaunin á endanum . Herjólfur er hættur að elska er verk um ástina, hamingjuna og dauðann og hittir okkur fyrir á landamærum sögunnar, leikritsins og ljóðsins, segir í fréttatilkynningu leiklistardeildarinnar. Verður for- vitnilegt að heyra hvernig verkið flyst um set í heim hljóðsins. Leik- stjóri er Stefán Jónsson sem fyrr. Tónlist er eftir Kristínu Björk Krist- jánsdóttur, eða Kiru Kiru, og Georg Magnússon sér um hljóðvinnslu. Leikendur eru Sigurður Skiilason, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Amljótsdóttir og Guðrún S. Gísla- dóttir. Útsendingin er fimmtudag 20. janúar kl. 22.25 og 27. jan. kl. 22.20: verkið má síðan heyra mánuð eftir útsendingu á vef útvarpsins ruv.is. Bíóbransinn Fimmtudagana 3. og 10. febrúar klukkan 22.30 verður síðan frum- flutt annað nýtt íslenskt leikrit, Bransi eftir Jón Atla Jónsson, en það er samið fýrir lokaársnema leiklistardeildar Listaháskóla ís- lands. Það er samstarfsverkefni Út- varpsleikhússins og Leiklistadeild- ar Listaháskóla íslands og veitir innsýn í líf ungs fólks í kvikmynda- bransanum. Jón Atli kynnir verkið með þessum orðum: „Að fenginni reynslu veit ég að íslenskt kvik- myndagerðarfólk vinnur lítil krafta- verk á hverjum degi. Það er gríðar- lega erfitt að gera kvikmyndir á ís- landi. Vikum og stundum mánuð- um saman vinnur lítill hópur fólks saman að því að gera kvikmynd. Það myndast undarleg tengsl í svona hópvinnu. Leikskáldið David Mamet, sem einnig hefur leikstýrt nokkrum kvikmyndum, líkir kvik- myndatökuliði við ættbálk í fornöld. Engum er treyst utan hans. Það myndast gjá milli tökuliðsins og samfélagsins. Bransi er tilraun til að lýsa tungumáli og hegðunar- mynstri ættbálksins. Þessari spennu, ringulreið og því ástandi sem myndast þegar hópur fólks fer að haga gjörðum sínum eftir hand- riti sem það skrifar ekki sjálft." Ný hóprödd Meðal leikara er allur lokaár- gangur Leikhstardeildar Listahá- skólans: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Atli Þór Albertsson, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir, Jóhannes Haukur Jó- hannesson, Oddný Helgadóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Orri Huginn Ágústsson og Sara Dögg Ás- geirsdóttir. Hljóðvinnslu annast Hjörtur Svavarsson og leikstjóri er Sigrún Edda Bjömsdóttir. Leiklistardeild Ríkisútvarpsins sendir á hverju ári út mikinn fjölda leikverka, bæði innlend og erlend. Að meðaltah em á annan tug þús- unda áheyrenda sem fylgjast með útsendingum þess og ætti aðgengi áheyrenda um vef að auka þennan Qölda nokkuð þott fátt sé gert af hálfu kynningardeUda í hljóðvarpi og sjónvarpi tíl að kynna þessa merku starfsemi. pbb@dv.is er sérlega faUegt verk og hug- myndaríkt. Aðalstef fyrsta kaflans er tU dæmis skreytt eins konar spegUstefi í bassaröddunum og stundum em mikU og dramatísk átök í tónlistinni. Hefur verkið af þeim sökum stundum verið kall- að Stormkvintettinn. En kvintett- inn var hér spUaður af þvflíkri hroðvirkni að sjaldheyrt er á op- inberum tónleikum. Leikurinn var hávær og harður, oft ósam- taka og gjörsneyddur öUum þokka. Formskynið var afar bág- borið svo verkið hljómaði sund- urlaust og stefnulaust. Þetta var bara grautur. Ofan á allt annað var fýrsta fiðlan svo skerandi að nísti gegnum merg og bein. Kammermúsikklúbburinn. Puccini: strengjakvartett í ein- um þætti; Beethoven: Strengja- kvintett op. 29; Brahms: Strengjakvintett op 111. Flytj- endur: Greta Guðnadóttir, Zbignik Dubik fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Hrafn- kell Orri Egilsson selló. Bústaðakirkju 24. janúar. Tónlist Strengjakvintett Brahms, sem er ábúðarfiUlt og mikið tónverk eins og flest sem Brahms lét frá sér fara, var heldur betur leikinn. Þar kom fram þó nokkur tilfinning fyr- ir formi, hlutföUum, áherslum og hljómblæ. Hægi kaflinn var best- ur. En í heUd var leikblærin áfram hávær og flausturslegur. í svo innUegri og viðkvæmri tónlist sem kemmermúsik er þarf grófar taug- ar tU að láta sér þetta líka. Það er harkalegt að verða að segja það en þessi slaka spUa- mennska var við þau mörk sem hægt er að bjóða fólki að kaupa sig inn á dýrum dómum. Enginn vafi er þó á því að þeir ágætu hljóð- færaleikar sem hér áttu svo slæm- an dag geta gert svo miklu miklu betur. Og það munu þeir örugg- lega gera við næsta tækifæri. Siguiðui Þói Guðjónsson c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.