Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 10
7 0 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Thor Vilhjálmsson er skemmti- legur og klár maður og það er áberandi lífskraftur sem fylgir honum og æskuþróttur sem jafnvel mætti kalla síbernsku. I það heila er hann vinur vina sinna og getur slegið skemmtilegum bjarma um sig. Hann getur orðiö miður skemmtilegur þegar hann fær ákveðnar persónur á heilann. Það veður á hon- um þegar hann reiðist og þá lætur hann skoðanir sínar fljótfærnislega í Ijósi. „Thor Vilhjálmsson er skemmtilegurog klár maður. Ég hefbara góða hluti að segja af honum, ég einfaldlega sé enga galla á manninum. Ég kann mjög vel viö hann og þekki hann bara að góðu. Það hefur að minnsta kosti ekki reyntá annað í okkar sam- bandi." Einar Már Guðmundsson rithöfundur „Hann Thor er roslega magnaður íslenskumaður og mjög frumlegur. Hann er mikill sjáandi sem lista- maður og fær í sínu fagi. Hann er ekki skapstór en þess í stað fuðrarhann upp. Hann er fylginn sjálfum sér þegar hann reiðist og lætur skoðanir sinar fljótfærnislega i Ijósi." Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur „Það er áberandi lifs- kraftursem fylgirThor og æskuþróttur sem jafnvel mætti kalla sí- bernsku. Hann Thor er manna skemmtilegastur í góðu skapi og segir konunglegar sög- ur. Hann getur orðið minna skemmtilegurþegar hann fær vitleysinga á heilann. I það heila er hann vinur vina sinna og get- urslegið skemmtilegum bjarma um sig." Einar Kárason rithöfundur og vinur Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Thorer fæddurþann 12.ágústárið 1925 í Edinborg í Skotlandi. Thor lauk stúdentsprófi frá MR árið 1944, auk þess sem hann lauk námi í norrænudeild HÍárið 1946, þá flutti hann til Englands og hófnám við Nottingham-há- skólann og lauk svo náminu í Sorbonne- háskólanum í París árið 1952. Thor hefur. starfað við margt, þar má nefna að hann hefur verið bókavörður við Landsbókasafn- ið, leiðsögumaðurog fararstjóri íslendinga erlendis og starfsmaður Þjóðleikhússins. Thor er kvæntur Margréti Indriðadóttur og á tvo syni, þá Guðmund Andra Thors og örnólfThors. Dansað á Reykhólum Heimamenn á Reykhól- um á Barðaströnd vonast eftir 100 pró- sent þátttöku íbúa hrepps- ins í dans- kennslu sem þar stendur núyfir. Dansinn er stiginn í Reykhóla- skóla og lýk- ur kennslunni á föstudag. „Jón Pétur, úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru, verður með okkur eins og undan- farin ár og heldur uppi góðu stuði,“ segir á heima- síðu Reykhólahrepps. Norðmaðurinn Anders K.Saether segir Arngrím Jóhannsson hafa svikið samning um kaup í fyrirtæki um sýningaflugvélar. Kaupin hafi farið út um þúfur í tengsl- um við sölu Arngríms á Atlanta til Magnúsar Þorsteinssonar. Saether krefst 94 milljóna króna af Arngrími sem segir lögmann sinn vera að skoða málið. Norskur kaupsýslumaður stefnir Arngrími í Atlanta Anders K. Saether Norski flugáhugamað- urinn Anders K. Saether segir Arngrím Jóhanns- | son fyrst hafa vingast við sig en siðan hlaup- ist frá gerðum samn- ingum. IpÉjlsjl Anders K.Saether í Noregi hefur stefnt Arngrími Jóhannssyni, stofnanda Atlanta, fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krafist 94 milljóna króna greiðslu. Anders K. Saether byggir kröfu sína á meintum vanefndum Arngríms Jó- hannssonar hvað það varðar að upp- íylla gerðan samning um kaup á helm- ingsJilut í fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight. f stefnu Saethers segir að Scandin- avian Historic Flight og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafi átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem á hverju ári hafi verið sýndar á 20 til 30 almenn- um flugsýningum og hersýningum. Flugvélamar hafi auk þess verið not- aðar við gerð kvikmynda. Sjálfur segist Amgrímur vera nýbú- inn að fá stefnu Saethers í hendur. „Ég lét lögmann minn fá stefnuna tii skoð- unar og vil ekkert tjá mig um þetta fyrr en við höfum farið betur yfir málið,“ segir Amgrímur, sem auðheyrilega tel- ur málatilbúnað Saethers ekki vera á rökum reistan. Gisti á heimili Saethers Að því er segir í stefnunni hafði Sa- ether samband við Arngrím í júh' 2003 og spurði hvort hann vildi gerast aðili að Scandinavian Historic Flight (SHF). Eftir nokkum tíma hafi Amgrímur lýst áhuga á að taka þátt í fyrirtækinu. í desem- ber 2003 hafi þeir hist á íslandi og rætt málið áfram. „Kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grund- , völlur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og gagnkvæm fagleg virðing og vinátta myndaðist á milli þeirra," segir í stefnu Saethers. f lok febrúar 2004 hafi Amgrímur gist á heimili Saethers í Osló. Þar hafi Amgrímur hitt fjóra af lykfi mönnum SHF. I lok þeirrar heimsókn tveggja daga og staðfesta endanlega samning um viðskiptin. Slíkt símtal hafi síðan borist 2. mars. Tvær grímur renna á Arngrím Saether segir að 4. mars hafi Am- grími verið sendur texti samningsins á tölvupósti. Nýtt félag hafi verið stofn- að í Bandaríkjunum í samræmi við samninginn. Þegar hann hafi hins veg- ar hringt í Amgrím 7. mars 2004 hafi Amgrímur sagst vera í vandræðum með að inna umsamda greiðslu af hendi. Blandaðist það sölu Amgrlms á hlutabréfum í Atlanta til athafna- mannsins Magnúsar Þorsteinssonar, viðskiptafélaga Björgólfsfeðganna. Amgrímur hafi ítrekað áhyggjur sínar af greiðsuerfiðleikunum í öðm símtali daginn eftir. Og enn daginn þar á eftir hefði Arngrímur hringt og verið umhugað um hvemig hann gæti greitt kaupverð- ið. arhafiAm- grímur sagst mundu hringja innan „Kom fljótlega í Ijós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og gagnkvæm fagleg virðing og vinátta mynd- aðist á milli þeirra." Arngrímur Jóhannsson „Ég lét lögmann minn fá stefnuna tilskoð- unar og vil ekkert tjá mig um þetta fyrr en við höfum farið beturyfir málið/'segir stofnandi Atlanta sem telursig ekki hafa gert samning um kaup á helmingshlut i fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight. Fundir í London og Amster- dam Saether segir að Magnús og Arngrímur hafi hist í London 14. mars. Eftir þann fund hafi Arngrímur sent sér bréf og sagst ekki geta staðið við áform sín. Þrátt fyrir það hafi Arngrímur hringt í Saether 29. mars frá London og stungið upp á því að þeir hittust daginn eftir í Amsterdam. Saether segir að á fundin- um í Amsterdam hafi Arn- grímur ekkert minnst á það að hann hygðist ekki virða samning þeirra ffá 2. mars. „Því meira var rætt um vináttu þeirra tveggja og framtíðarflug- ferðir á vegum SHFA,“ segir í stefhunni. SHFA er sérstakt félag sem þá hafði verið stofnað um eignir og rekstur áðurnefnds SHF. Magnús Þorsteinsson segir nei Saether segir að í kjölfar fundarins í Amsterdam hafi verið gerður sérstakur viðauki við samninginn að kröfu Magnúsar Þorsteinssonar, sem þó hafi ekki átti aðild að viðskiptunum. Dag- inn eftfi; þann gjörning hafi Magnús sagt að hann gæti ekki mælt með fjár- festingunni. Var Amgrímur þá úr sög- unni. „Miðað við þá stöðu sem við blasir er fyrirsjáanlegt að SHF/SHFA mun ekki aðeins lenda í verulegum greiðsluvanda með þeim afleiðing- um að flugvélarnar munu hugsan- lega verða seldar á hálfvirði á upp- boði, heldur mun orðspor stefnanda [Saethers] og fyrirtækjanna, sem tekið hefur áratugi að byggja upp, bíða varanlega hnekki og gríðarlegt fjárhagstjón hljótast af," segir í stefnu Saethers sem nú segist ekki eiga aðra kosti en að stefna Arngrími fyrir dómstóla. gar@dv.is Albert Þór unir sér illa á Bergi Strokudrengur strýkur á ný Um miðjan dag á sunnudag síðastliðinn strauk Albert Þór Benediktsson, 14 ára drengur, frá meðferðarheimilinu Bergi þar sem hann hefur verið í vist- un undanfarið. Mái Alberts Þórs vakti athygli þegar hann strauk frá fósturforeldrum sínum og faldi sig hjá vinum sínum en hann vildi fá að búa hjá blóðmóður sinni, Hönnu Andreu Guð- mundsdóttur. Albert var settur í fóstur þriggja ára gamall og hefur margoft flúið frá fósturheimili sínu. Eftir að hafa ráðist að fóstur- móður sinni var Albert settur á meðferðar- heimili. Hann átti eftir að vera eitt ár á með- ferðarheimilinu Bergi. Hanna Andrea reyndi að son sinn til sín en hafði ekki erindi sem erfiði. Albert fór í óleyfi frá með- ferðarheimilinu Bergi sem er rétt fyrir utan Húsavík og húkkaði sér far. Starfsfólk á staðnum tók eftir hvarfi hans og hafði samband við lögregl- una sem brást skjótt við. Lögreglan á Akureyri stoppaði bíl rétt fyrir utan Akureyri en í honum var Albert og grunlaus bílstjóri sem hafði ekki hug- mynd um að putta- ferðalangurinn væri strokudrengur. Lög- reglan á Akureyri sagði Albert ekki hafa látið illa þegar hann var tekinn og fluttur aftur að Bergi. Albert Þór strokudrengur Straukafmeð- ferðarheimilinu Bergi síðasta sunnudag. Náttúruverndarsamtökin afhenda alþingismönnum póstkort Þjóðin á að kjósa um stóriðju N áttúruverndarsam- tökin tíu sem standa að út- gáfunni „ísland örum skorið" afhentu alþingis- mönnum póstkort með myndum af heiðagæs, holtasóley og Aldeyjar- fossi. Hæpt er að ýta á myndirnar og þá detta þær úr kortunum og skilja eftir gat. Með þessu vilja nátt- úruverndarsamtökin sýna hverjar afleiðingar virkj- anaframkvæmda stjórn- valda verða. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, veitti kortunum móttöku. Valgeir Kárason, formaður Um- hverfissamtaka Skagafjarðar, las upp ályktun við afhendinguna. Þar segir að virkjanir á jökulám landsins hafi í för með sér gríðarlega óaftur- kræfa eyðileggingu. Hægt sé að af- stýra þessu slysi og vænta náttúru- verndarsamtökin þess að kortin verði stjórnvöldum hvaming til að hverfa frá stóriðjustefnunni. Skorað var á stjórnvöld að tryggja að al- menningur geti samþykkt eða hafti- að virkjunar- og stóriðjuáformum í anda lýðræðisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.