Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 25
DV Menning ÞRiÐJUDAQUR 25. JANÚAR 2005 25 Finni blæs í ráðhússal með Stórsveitinni Stórsveit Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári í Ráöhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20. Stjórnandi á þessum tónleikum verður einn fremsti jazztónlistarmaður Finna um langt ára- bil; Eero Koivistoinen. Á tónleikunum mun Eero eiimig koma fram sem einleik- ari á tenor saxófón. Flutt verða ný og eldri verk eftir Koivistoinen, auk útsetninga hans af verkum annarra. Meðal annars verður frumflutt nýtt verk Koivistoinens; „Tvísöngur", en það er svíta í þremur þáttum, byggð á íslenskum þjóðsögum. Eero Koivistoinen hefur m.a. samið mik- ið fyrir UMO - Stórsveit fínnska ríkisút- varpsins og margsinnis stýrt þeirri hljóm- sveit, en hún telst með fremstu stórsveit- um Evrópu. Þekktastur er Koivisoinen þó sem leiðandi saxófónleikari Finna síð- ustu áratugi. Hann er leitandi tónlistar- maður sem hefur reynt fyrir sér í ýmsum stílbrigðum jazztónlistar á löngum ferli. Stórsveit Reykjavíkur hefur starfað á annan áratug og sækir ameríska hefð frá öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þar sem djassinn rann saman við danshljóm- sveitir á stærri dansstöðum. Big bandið varð síðan til sem skemmtikraftur í út- varpi og setti mikinn svip á hljómplötu- markaðinn vestanhafs og þá með söngv- ara í broddi fylkingar sem síðan urðu þekktari en hljómsveitarstjóramir sem böndin voru gjama kennd við í upphafi: Bing Crosby og Frank Sinatra spmttu báðir upp sem listamenn í skjóli stór- sveitarinnar. Stórsveitin heldur á milli sex til átta hljómleika á ári og hefur um nokkurt skeið spilað þá flesta í Ráðhússalnum við Tjörnina. Hana skipa að jafhaði átján spilarar og hafa margar kempur úr blás- arasveit setið þar á bekk. Aðgangur að tónleikunum með þessum sextuga og reynda Finna er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Stórsveitin | Á einum afhljóm- leikum sínum i Tjarnarsal Ráð- hússins. Messíana Tómasdóttir hefur um árabil staðið fyrir frumsköpun á sviði leiksýninga þar sem saman blandast ljós, hljóð og leikur: óperur fyrir börn og fullorðna með brúðum, söng og tónlist. Á Myrkum músikdögum frumsýnir hún nýtt verk, Undir drekavæng sem hún hefur samið og skreytt við tónlist eftir Mist Þorkelsdóttur Tígrisdýr er barrtón, fjta’ildi er oiezzó IFIytjendur grímu- klæddir frammi fyrir baktjaidinu úr silki falleg saga um makt og mátt, stærð og styrk, ótta og vináttu Það er Strengjaleikhúsið, leikhús Messíönu, sem stendur að sviðsetn- ingunni og sýningarhaldinu í sam- vinnu við Gerðuberg og Myrka mús- íkdaga. Messíana á að baki langt starf í íslensku leikhúsi en hefur um langt skeið einbeitt sér að samtvinnun leikhúss og tónlistar; Leikhús hennar á að baki fimm óperur og hafa fjórar þeirra verið fyrir böm. Þá hefur hún komið að tveimur öðrum tónlistar- uppákomum. Hún kallar alltaf til sín tónskáld sem ffumsemja tónlist fyrir sýningarnar. Vængur drekans Barnaóperan Undir Drekavæng verður ffumsýnd þann 30. janúar. Boðið verður upp á fjölskyldusýning- ar og jafiiframt býðst börnum í grunnskólum og leikskólum Reykja- víkur og nágrennis að sjá sýninguna fram í miðjan apríl. Óperan er fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Það em þau Marta G. Halldórsdóttir sópran, Bergþór Pálsson baríton og Örn Magnússon píanóleikari sem flytja verkið sem fjallar um stóran og stæðilegan tígur. Vegna ástar sinnar á tónlist ratar hann í háskaleg ævin- týri, sem veita honum innsýn í lífs- baráttu hinna smáu. Hann ákveður því að gerast verndari þeirra sem minna mega sín. Flygill leikur stórt hlutverk í sögunni sem hinn ófleygi Drekavængur og er leikið á hann á allan upphugsanlegan máta. Einnig kemur fiðla við sögu. Fjölmargar per- sónur koma fram og verða leikbrúður óspart notaðar, svo og grímur, born- ar bæði af flytjendum og áhorfend- um. Fjóla og tígrisdýr Vinirnir Tígur og Fjóla em ham- ingjusöm í skóginum. Hann er stórt og tignarlegt tígrisdýr en hún er agn- arlítið fiðrildi. Litli Dreki er líka ham- ingjusamur, því hann spilar á stóra Drekavæng, sem er hljóðfærið hans. Einn daginn finnur litli Dreki fiðlu. En Tígurinn rífur fiðluna af litía Dreka í eigingirni sinni og tekur að leika lofgjörð til sólarinnar. Hann tryllist í fiðluleiknum, sólin ruglast alveg í ríminu og sest ekki meir, sumt stækkar óeðlilega en annað minnkar. Fjóla fiðrildi stækkar svo mikið að hún nær mannsstærð, en Tígurinn verður agnarlítill. Og hvar á hann að búa svona lítill? Fjóla býður honum að búa í blóminu sínu, hún er orðin of stór til að búa þar. En blómið er svo undur faflegt, að lítil stúlka vill tína það í vönd. Tíg- urinn öskrar þá á hana svo litía stúlk- an hrökklast burt frá þessari öskrandi randaflugu! Nú vill blómið svæfa litía Tígur, en tunglið og stjömumar halda vöku fyr- ir honum svo hann getur ekki sofið. Þegar hann fer að teygja sig og reigja í svefnleysinu tekur hann að stækka á ný. Þegar Tígurinn hefur náð fúllri stærð, þá ákveður hann að vemda þá smáu, af því að Fjóla fiðrildi hafði ver- ið svo góð við hann þegar hann var lít- ill og hún var stór. Ög hann ætíar líka að gæta blómanna og allrar náttúr- unnar. Héðan í frá er hann góður við alla, líka litía Dreka og þeir leika sam- an á hljóðfærin sín, stóra Drekavæng og fiðluna. Brúðubarítón Af söguþræðinum má ráða hvemig brúðunotkun kemur til í sýningunni: tígurinn, sem Bergþór leikur, fer úr fullri lfkamsstærð í fingurstærð. En brúðunotkunin nær ekki bara til flytj- enda: Strengjaleikhúsið vill virkja áhorfendur sína og gesti: í samstaifi við leikskóla- og grunnskólakennara verða hinir ungu áhorfendur búnir undir virka þátttöku í sýningunni, en hugmyndin er að bömin komi á óper- una með eigin fúglsgrímu, hver hópur með sinn fugl, sem bömin hafa búið til á mjög einfaldan hátt og skreytt. Kennarar fá sendar útíínuteikn- ingar fyrir grímugerðina, hljóðupp- tökur af hljóðum þeirra fugla sem um ræðir og texta fuglasöngvanna, loka- söngsins, og viðlaga í óperunni. Þannig mynda áhorfendur fuglakór, þar sem hver hópur hefur sín sér- stöku hljóð og börnin taka auk þess þátt í framvindunni með þeim lögum og textum sem þau flytja á sýning- unni. A opnum sýningum verða foreldr- ar að koma klukkustund fyrir sýning- una og taka þátt í grímugerð með börnum sínum og æfa fuglahljóð til flutnings í sýningunni. Má hver fugl syngja með sínu nefi. Menningarborgarsjóður styrkir sýninguna. Nánari upplýsingar um sýningartíma og bókanir er að finna á www.gerduberg.is pbb@dv.is Velkomin til Landsins Vifra Leikhópurinn í Möguleikhús- inu Pétur, Alda og Aino Freyja Möguleikhúsið er enn að á fimmt- ánda starfsári. Pétur Eggerz, Bjami Ingvarsson og Alda Amardóttir hafa rekið leikhús við Hlemm um árabfl, einn fárra leikhópa sem býr í eigin húsnæði, litíum sal með þröngu bak- rými, en þar em að jafúaði í gangi nokkrar leiksýningar í senn ætíaðar fyrir ung og eldri böm. Það er í sjálfu sér kraftaverk að þeim skuli hafa tek- ist að halda starfseminni útí öll þessi ár. Ráðuneyti mennta og borgin skjóta að þeim sporslu, en raunar sár- grætílega Utlu fé miðað við umfang starfsins og erindi. Á sunnudag ffumsýndi Möguleik- húsið nýtt íslenskt bamaleikrit byggt á kveðskap Þórarins Eldjám sem kunnur er af kvæðabókum sínum fyr- ir böm sem nú em orðnar fjórar að tölu, aUar myndlýstar af Sigrúnu Eld- jám, þar sem orðið og rímið em teygð inn á ný svæði, ný rými, og tungutak- ið þanið tíl hins ýtrasta og neytandan- um leyft að spana í skUningnum. Þetta er ekki stór sýning utanum sig: baktjald, brúður, gripir og þrír leUcarar sem syngja, kveða og flytja bundið málið eftir skáldið. Hún er kátleg og prýðUega flutt og minnir mann á hvað leUcrænn texti í bundnu máli getur verið skemmtílegur og spennandi þegar dýrt er ort. Kveð- skapur Þórarins er dýr þótt hann byggi bæði á útúrsnúningi og orð- hengUshætti: Þórarinn tekur tíl í orða- safninu og orðin tóm fyllir hann af ör- yggi merkingunni sem blasir viö á sviðinu við Hlemm. Það em Pétur, Alda og Aino sem leika í sýningumii, Atli Heimir Sveins- son hefur lagt lög við ljóðin sum og Guðni Fransson útsett lögin með ein- földum en áhrifamiklum hætti. Þetta er sýning sem vekur með manni gleði í látíeysi sínu, dregur ffam hæfrii lista- fólksins á n^ístárlegan og hispurslaus- an máta: þær em báðar nýir flytjend- ur fyrir mér og vom augnayndi hvor með sínum hætti: kotrosknar á ólíkan máta: Alda alúðarfull og hlý og Aino stríðnisleg með skemmtílegan glampa sem maður sér ekki oft hjá ís- lenskum leUdconum. Sýningin byggir á talsverðri hug- kvæmni um einfoldustu brögö og dregur fram hvað lítið þarf oft af hreyfingu og hugsun tíl að varpa skýru Ijósi á inntak. Hún ætti því að verða kenning stærri leUchúsum sem þurfa aUa jafna meira umstang og meiri slátt til að klæða simplari hugs- un fyrir böm og fiUlorðna. Máski væri það hoU lexía fyrir leikara stóm hús- anna að þurfa að gera aUt úr engu og byrja á þvf að finna bamiö í sjálfum sér áður en leitað er orða og síðast en ekki síst merkingar þeirra. Á frumsýninguiini var það tíl nokkurrar truflunar að þrjú foreldri höfðu hætt bömum sínum 'miUi tveggja og þriggja ára aldurs á leiksýn- inguna. Það er of snemmt fyrir krakka á þeim aldri og litíu skinnunum tU ama eins og öUum öðrum. Páll Baldvin Baldvinsson Möguleikhúsið sýnir við Hlemm: Landið Vifra eftir Þór- arin Eldjárn. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikendur: Aino Freyja Jarvela, Alda Arnardótt- ir og Pétur Eggerz. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Útsetningar: Cuðni Franzson. Leikmynd: Bjarni Ingvarsson og Katrín Þorvaldsdóttir. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Frum- sýning 24. janúar 2005. Leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.