Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDACUR 26. JANÚAR 2005 15 í DV á miðvikudögum Les og slappa af með fjölskyldunni Enginn sér- stakur undir- búningurfyrir samræmdu „Ég reyni að lesa og slappa afl faðmi fjöl- skyldunnar. Ég veit ekkert betra en að fara út úr bænum og slaka á, sér- staklega meö kon- unni.Hvað lestur- inn varðarþá er ég aðallega i Verða uppteknir al einkennum sjúkdóma Óttosleginn spyr: Sæll Mig langar að spyrja aðeins um ótta sem hefur hrjáð mig. í nokkum tíma hef ég stöðugt óttast það að ég sé með alls konar alvarlega sjúkdóma. Ég hef farið aftur og aftur til lækna og athugað verki sem ég hef fundið fyrir en þeir segja að ég sé mjög hraustur og að ekkert sé að mér. Ég hef annars verið hraustur, lifi mjög heilsusamlegu lífi og er í góðu formi. Er þetta mögulega eitthvað sálrænt vandamál sem þið þekkið? Er það algengt? Ef svo er, hverjar em batahorfumar? Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingar gefa lesendum góð ráð tilað viðhalda sálarheill. arröskun af því að ein- staklingur er sannfærður um að hann sé með alvarlegan sjúkdóm t.d. krabbamein eða hjarta- sjúkdóm, þrátt íyrir að hafa endurtekið fengið fullvissu læknis um að ekkert bendi til að svo sé. Einstaklingar sem þjást af þessum kvilla verða uppteknir af minniháttar einkennum sem þeir telja vera einkenni þessara líkamlegu kvilla. Þessu fylgir mikill kvíði sem eykst við vægustu líkamlegu einkenni og kvíðinn eykur síðan líkam- legu einkennin. Margir sem þjást af þessum vanda hafa vanið sig á mjög heilsusamalegt lífemi s.s. reglulega hreyfingu og heilsusamlegt mataræði. Þessi röskun kemur oft fram í kjölfar veikinda einstaklingsins sjálfs eða fjölskyldumeðlima og oftar en ekki tengist því einhver óánægja og reiði með læknisþjónustu, þ.e. við- SæU Já, lýsing þín líkist sálrænum vanda sem þekkist töluvert meðal sálfræðinga. Vandi þessi er flokkaður sem ákveðin tegund af kvíða sem hægt væri að kaila heilsu- kvíða og lýsingin þín svipar töluvert til þess sem greint hefur verið sem ímyndunarröskun, hypochondriasis, og er undirflokkur líkömunarraskana eða somatoform disorder. Erfitt getur verið að meta nákvæm- lega hversu margir þjást af þessum kvíða þar sem hér er um ákveðna vídd að ræða frá þeim sem hafa minnihátt- ar áhyggjur í verulegan kvíða. Þar erum við að tala um það bil 3 -13% fólks, þar sem 1 - 5% næðu greiningarviðmiðum fyrir ímyndunarröskun. Margir ein- staklingar sem þjást af ímyndunar- röskun glíma einnig við aðra kvilla s.s. þunglyndi, kvíða, eða aðrar líkömnun- arraskanir. ímyndunarröskun I smttu máli einkennist ímyndun- fí* komandi finnst að hon- um og hans veikindum hafi ekki verið sinnt nógu vel. ímyndunarröskun kemur yfirleitt fyrst fram snemma á fullorðinsárunum. Togstreita milli læknis og sjúklings Einstaklingar með þennan vanda gera margt til að draga úr einkennum eða hafa áhrif á „sjúkdóminn". Þetta getur verið að hh'fa sér, taka inn lyf eða reyna að fá læknisþjónustu, svo eitt- hvað sé nefnt. Þar sem um sálrænan vanda er að ræða veldur þetta oft tog- streitu milli „sjúklings" og læknis, þar sem „sjúklingurinn" telur að ekki sé hlustað nægjanlega á sig og „líkamleg- ur vandi“ hans sé ekld nógu vel skoð- aður. Viðkomandi upplifir þessa „höfnun“ þrátt fyrir að helstu rann- sóknir hafa verið gerðar. Einstaklingur með þessa röskun leitar þar af leiðandi oft til fleiri lækna til að reyna að fá full- vissu um að honum sé nógu vel sinnt af heilbrigðiskerfinu og að einhver „átti" sig á að hann þjáist af alvarlegum „sjúkdómi". Þessi hegðun er svipuð því sem við sjáum hjá fólki með áráttu og þráhyggju. Læknaheimsóknimar fela það oft í sér að viðkomandi virðist vera að leita sér „huggunar", vissu um að ekki sé um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Þessi „huggun" snýst því miður oft upp í andhverfu sína þar sem því oftar sem „huggun" er fengin þeim mun meira þarf einstaklingurinn á henni að halda og fer því oftar og oftar til lækna til að Iáta sannfæra sig um að ekkert sé að. , Áhrif á starf og fjölskyldulíf ímyndunarröskun einstaklings getur haft töluverð áhrif á starf og fjöl- skyldulíf hans, þar sem mikill tími fer í að leita sér aðstoðar, leita sér upplýs- inga um sjúkdóminn, tala um sjúk- dóminn, og í togstreitu um hvort um raunverulegan sjúkdóm sé að ræða. Oft er hægt að sjá ákveðna þætti sem koma einkennum af stað, eins og að lesa um eða heyra af einhverjum sem veikist. Fréttir um einstaklinga sem greinast seint af ákveðnum sjúk- dómum, eftir að hafa verið sagðir hraustir áður, getur t.d. haft veruleg áhrif. Þar sem einkennin felast að miklu leyti í órökréttum túlkunum einkenna, hefur hugræn atferlismeð- ferð reynst vel til að meðhöndla ímyndunarröskun. Þar er lögð mikil áhersla á að vinna með þessar hugsan- ir og túlkanir á einkennum og breyta þar með viðhorfum sjúklingsins, sannfæra hann um að um andlegt vandamál er að ræða en ekki líkamleg. Árangur á bata er talinn frekar mikill, t.d. sýndi ein rannsókn fram á að 76% fólks með ímyndunarröskun náði bata eftir 16 viðtöl með hugrænni meðferð. Þá má að lokum segja að þú sért á góðri leið með að ná bata þar sem þú ert að leita þér að upplýsingum um sálræna hlið vandans, því margir leita sér ekki aðstoðar af þeirri einföldu ástæðu, sem einkennir einstaklinga með þenn- an vanda, að þeir telja að hér sé ekki um sálrænt vandamál að ræða heldur líkamlegt. Gangiþérvel Bjöm Haröarson sálíræöingur Spyrjið sálfræðingana DV hvetur lesendur til að senda inn spurningar til Eyglóar og Björns. Þau svara spurningum lesenda i DV á miðvikudögum. Netfangið er kaerisaliiíídv.is. skáldsögunum, tek svona tarnir, helst eftir heimshlutum, Skandlnavía er uppi á borðin- um núna, til dæmis Finninn Arto Paasilina, svo las ég Braga Ólafs (Samkvæmisleikir) og Hermann Stefánsson (Níu þjófalyklar), frá- bærar bækur. Líkamlega rækta ég andann meö því að hjóla þegar veður leyfír.Annars reynir það mikið á líkamann að vera i leik- húsinu,"segir ein afstjörnum framtiðarinnar, Ólafur Steinn Ingunnarson sem gert hefur garðinn frægan íNemendaieikhúsinu upp á siðkastið. búa börn ekki sérstaklega undir prófin. koma upp prófkvíða hjá krökkum þar sem prófin byggist á því námsefni sem börnin hafi verið að læra á undan- förnum 2 til 3 árum. Kerfisbundin upp- rifjun innan skólans sé betri fyrir börnin heldur en að vera að fara yfir gömul prófmeð foreidrum sinum. 3. og 4. febrúar næstkomandi fara fram samræmd könnunarpróf i 4. og 7. bekk grunnskóla og biður Náms- matsstofnun foreldra um að undir- Óþarfi sé að ALVÖRU ÚTSALA Fyrir fyrirtæki og einstaklinga Eldhúsrúllur 2sn Verð nú aðeins 1200 kr/pk WC pappír 48 n Verð nú aðeins 1200 kr/pk Milli þurrkupappír Mini þurrkupappír Ótrúlegt tilboðsverð Miðaþurrkur Ótrúlegt tilboðsverð Arinkubbur 3 Ib. 6 í pk. Verð áður 1.512 kr. Nú aðeins 995 kr. 6 lb. 6 í pk. Verð áður 2.457 kr. Nú aðeins 1.395 kr, ELLINGSEN GRANDAGARÐl 2 - REYKJAVÍK - SÍMI 580-8500 Opið virka daga 8-18, laugardag 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.