Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Fréttir DV Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. Að kaupa hvolp Alvöru hvolparæktendur sem ala hvolpa sína á öllu því besta sem hægt er, umhverfisþjálfa þá, setja í skapgerðarmat og leggja mikla vinnu og erfiði á sig eru að vonum súrir þegar hvolpaframleiðsla í ná- grenni borgarinnar selur hvolpa alda upp í búrum á nánast sama verði. Því er rétt að ítreka að þeir hvolp- ar sem koma frá viðurkenndum ræktendum og aldir eru upp inni á heimilum eru ekki það sama og hvolp- ar sem aldir eru ( útihúsum eða búrum. Þeir sem hafa í huga að kaupa sér hvolp, ættu að kanna gaumgæfilega hvaðan þeir fá hvolpana og hika ekki við að bíða eftir hvolpi frá viður- -s kenndum ræktanda. Hundar í stígvélum Lögreglan í Northumbria í Bretlandi hefur keypt á hundana í sveitinni skó sem kosta liðlega 30 pund á alla fjóra fætur þeirra. Yfirmaður lög- reglunnar segir í samtali við The Sun að oft hafi komið fyrir að hundarn- ir hafi meiðst svo illa á loppum að ekki hafi verið hægt að nota þá. Ósjaldan sé vettvangur þakinn glerbrotum en það komi í veg fyrir að þeir meiðist að klæða þá í skó áður en þeim er hleypt af stað. 1HFJÖL5KYLDU-OC HÚSDÝRAOARDURINN Opið alla daga frá kl. 10-17 Fróðleikur á hundar.is Inni á hundar.is eru fjórar nýjar at- hyglisverðar greinar sem vert að benda á. Þar erskemmtileg grein um hvolpaglefs og hvernig við kenn- um hvolpinum okkaraðblta laust án þess að meiða. Það er nefnilega eðllleg hegðun hjá hvolpi að glefsa enþarerskýrtút hversvegna.Þá er góður pistill um refsingar og skýrtútáein- faldan háttsem allir skilja hvers vegna við þurfum ekki að refsa hundinum okkar heldur styrkjum já- kvæða hegðun hans og hve langt er hægt að komast þannig. Ótrúlegt en satt. Framhald eraðfinnai grein sem heitir „Furðuhluturinn ælandi"en þar er sýnt fram á svart á hvitu hvað hægt er að gera með kiikkernum. Það er svo einfalt og ótrúlega árangursrikt að undrun sætir. Sprungnir og aumir þófar Margir hundar eru aumir i þófum þess dagana vegna tiöarfarsins. Mikil bleyta er úti og undir ískaldur klakinn sem fer illa með þófana. Þá hefur viða verið saltað á gangstéttum og saltiö smýgur inn i sprungna og auma þófa sem veldur sviða. Um að gera að bera gott feitt krem á þófa og loppur en aloe vera er sérlega græð- andi og gott. Það er til blandað E- vitamini í stórum brúsum i lyfjaversl- unum. Svo er hægt að kaupa stigvél eða skó en okkur er ekki kunnugt um hvort það fæst hérá landi en það er hægt að panta á netinu. Abendingar eru veiþegnar ef einhver hér á iandi er með hundastígvél. BrynjaTomer fylgdi litlu tíkinni sinni, Hörpu SjöfnTomer, til ísafjarðar í hendur Auðar Björnsdóttur sem prófaði hana til hjálparþjálfunar fyrir lítinn fatlaðan dreng. Harpa Sjöfn stóðst prófið með miklum sóma og fer í vor i þjálfun hjá Auði. Harpa Sjöfn til hjálparstarfa Harpa Sjöfn er í kynnisferð á fsa- firði, hjá Auði Björnsdóttur sem sér um að þjálfa hunda til hjálpar fötl- uðum. Hún var að prófa hana með það í huga að þjálfa hana til hjálpar litlum fötluðum dreng sem þarf að fá hund sér til aðstoðar og stóðst prófið með sóma,“ segir Brynja Tomer sem er þar stödd með litlu tíkina sína sem er ein eftir úr goti Boxertíkur hennar frá því fyrr í vet- ur. Harpa Sjöfn er fjögurra mánaða og Brynja féllst á að koma með litla augasteininn sinn vestur til Auðar í athugun. „Það hefur gengið vel en Auður er með hana í allskyns prófum. Hún kannar viðbrögð hennar við há- vaða, snöggum breytingum og allskyns áreiti en það skiptir öllu máli að sá hundur sem hún tekur í þjálfun sé með sterkar taugar. Það „Það erþað göfugt hlutverk sem bíður hennar og ég er afar stolt að hún skuli vera brúkleg til að hjálpa fötluðu barni" er númer eitt tvö og þrjú en Auður hefur áður þjálfað hunda til aðstoð- ar fötluðum. Brynja segir það skelfilega til- hugsun að láta litla augasteininn frá sér. Hún hafi tekið á móti henni 30% VETRAR AFSLATTUR Allar gæludýravörur og fóður með 30% afslætfti. Full búð af nýjum vörum Opið alla daga Tokyo Hjallahrauni 4 Hafnarfirði S: 565 8444 "■''4ÍH ýSj'M i Auður ánægð með Hörpu Harpa Sjöfn stóðst öll próf hjá Auði ognú tiggur fyrir að húnmun verða þjálfuð til hjálpar. þegar hún fæddist, alið hana upp og verið með hana frá upphafi. „Mér þykir ofboðslega vænt um hana og það er erfitt að þurfa að láta hana frá sér. Það er þó bót í máli að Auður tekur hana því henni treysti ég fullkomlega. Auk þess er það göfugt hlutverk sem bíður hennar og ég er afar stolt að hún skuli vera brúkleg til að hjálpa fötl- uðu barni,“ segir Brynja sem flaug á fsafjörð með Hörpu Sjöfn, en hún gat ekki hugsað sér að láta hana fara eina út í óvissuna. „Mér þótti nógu slæmt að sjá á eftir henni í búrinu á bandinu á flugvellinum og var næstum farin að skæla þegar ég horfði á eftir henni inn í farangurs- rýmið. Enda var hún hríðskjálfandi þegar ég tók á móti henni aftur á vellinum fyrir vestan og ég var lengi að ná henni niður. Mín skoðun er að það sé alltof mikið lagt á svona ungan hvolp að fara einan í flugvél og Flugfélagið ætti að sjá sóma sinn í að leyfa litlum hvolpum að vera inni í farþegarými en ekki loka þessi grey alein inni með kössum og töskum. Það þarf enginn að segja ■BíiliMS3 Ingenya snyrtivörurnar tryggja fljótvirkari árangur og eru þaö fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru verði. Allar vörurnar eru framleiddar án natríum klóriðs sem er ekki einungis skaölegt fyrir þig heldur líka gæludýrið þitt. Styrkjum Magneu RARIKIÐ nýraríkið Grensásvegi s:5686668 - Dýraríkið Akureyri s:4612540 • www.dyrarikid.is Magnea Hilmarsdóttir, einn forsvarsmanna stopp.is, hefur verið kölluð fyrir hjá rann- sóknardeild Lögreg/unnar i Reykjavik. Þar á hún að mæta fimmtudaginn 3. febrúar næstkomandi til yfirheyrslu vegna kæru lögfræðings hundabúsins i Dalsmynni. Kæra Dalsmynnisfólksins er byggð áþviað húnhafi beitt sér gegn búinu og látið miö- ur falleg orð falla um Dalsmynni i viðtölum við fjölmiöla og hún beri ábyrgð á stopp.is. Það vita allir sem fylgst hafa með að Magnes hefur talað fyrir hópi fólks sem er sama sinnis. Það þarf kjark og eldmóð tilað bjóða þeim byrginn sem ala hunda í búrum og fara illa með dýrin en það hefur Magnea gert og staðið keik í báða fætur. Hún hefur aöeins sagt sannleikann og afar litl- ar likur áaðhún verði sakfelld fyrir orð sfn enda verður að vera hægt að sanna að hún fari meö rangt mál og þaö vita þeirsem fylgj- ast með að hún gerir ekki.Magnea þarf ekki að óttast neitt, en það kostar peninga að standa I málaferlum og þvi eru dýravinir hvattir 1 tll aö styrkja Magneu , þannig að hún geti greitt góöum lögfræðingi. Það væriskömm afhundavin- um að láta hana standa & Brynja Tomer meö Hörpu Sjöfn Það er göfugt hlutverk sem bíður Hörpu Sjafnar efhún reynist hæf til hjálparþjálfunar en lítill fatlaður drengur bíður eftir hundi sér til aðstoðar. mér að það sé allt fullt af ofnæmis- sjúklingum í hverrri ferð og farþeg- arnir fá ekki einu sinni að tjá sig um það hvort þeim sé sama. Þetta ætti flugfélagið að taka til athugunar," segir Brynja, hvekkt eftir reynslu sína að ferðast með Hörpu Sjöfn Tomer í farangursrými flugvélar. „Ég fæ hana ekki með nokkrum móti aftur inn í búrið og það segir allt sem segja þarf,“ segir hún. Skoðun Beggu eina ísliku vafstri. Þvi eru allir hundavinir ’ og andstæðingar Dalsmynnis beðnir að flykkja sér að baki Magneu og láta fé af hendi rakna og leggja inn á reikning www.stopp.is. Það þarfekkiaðverahá fjárhæð frá hverjum og einum en margar hendur vinna létt verk. Magnea ber hag hundanna fyrir brjósti Hún hefur nú fengið á sig kæru fyrir að segja það sem alla hina hefur langað til að segja og haft kraft og þor til að láta að sér kveða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.