Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 79 Engin gagn- ryni á Beck- ham Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, neitar því að hann hafi gagnrýnt David Beckham þegar hann tjáði sig um „ofur- boitana" hjá Real Madrid um helgina. Haft var eftir Mourinho að hann hefði ekki áhuga á því að kaupa „Hollywood-stjörnur'‘ en hann neitar því að hafa átt við Beckham í því sambandi. „David Beckham er ein- staklingur sem ég ber • mikla virðingu fyrir, bæði sem IEMENS mobiit manneskju og leik- manni. Hann er fyrirliði enska landsliðsins og hefur orðið Evrópu- meistari. ég hef aldrei gagnrýnt hann og fréttir sem segja svo eru rangar," sagði Mourinho. ,^AHt sem ég þarf er sterkur hópur leik- manna. Ég þarf ekki Holly- wood-stjörnu,“ sagði Mourinho og setti síðan út á „ofurboltana" frægu hjá Real Madrid. „Hvað í fjandanum er „ofurbolti"? Er það leikmaður sem er frægur eða er það leikmaður sem spilar sextíu leiki á tímabili vel? ímynd „ofur- boltanna" kemur frá frægðinni og fína Kfinu. Ég treysti þessmn „ofurboltum" ekíd. Ég efast ekki um hæfileika þeirra en ég efast um það sem er í kringum þá og gerir það að verkum að frammistaða þeirra er ekki stöðug. Þess vegna vil ég leikmenn eins og Paolo Ferreira og Didier Drogba. Ég á sjálfur dýran bíl en mér nægir einn slíkur. Ég hef enga þörf fyrir heilan bílaflota," sagði Mourinho í viðtali við enska sunnudags- blaðið News of the World. Alonso ekki lengur með Rafael Benitez, knattspymu- stjóri Liverpool, telur ólíklegt að spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso verði meira með liðinu á þessu tímabili. Alonso ökklabromaði í leik gegn Chelsea á nýársdag eftir samsmð við Frank Lampard og Benitez sagði að ' það tæki hann að minnsta kosti þrjá mánuði að ná sér af meiðslunum. „Ég geri ekki ráð fýrir að hann verði meira með á tímabilinu en ef það gerist þá er bara bónus. Þegar leik- menn hafa verið þrjá mánuði frá vegna meiðsla þá er aldrei að vita. Sumir leikmenn em strax komnir í sitt gamla form en aðrir em lengur að ná sér að fullu." V Eiður Smári Guðjohnsen á undir högg að sækja í baráttunni um sæti í Chelsea-lið- inu þessa dagana. Hann virðist vera að lenda undir í samkeppni við Fílabein- strandarbúann Didier Drogba sem var keyptur síðasta sumar fyrir 24,5 milljónir punda. Drogba hefur verið í byrjunarliðinu í undanförnum þremur leikjum og skorað Qögur mörk. Drogba Heldur Eiði Smára á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með lífið og tilveruna þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins 2004 á milli jóla og nýárs. Hann talaði um hversu ánægður hann væri með það að halda hinum rándýra Didier Drogba á bekknum í hinu geysi- sterka liði Chelsea. Eftir það hefur dæmið snúist við og nú er það Drogba sem heldur landsliðsfyrirliðanum okkar á bekknum. Þessir kappar berjast um framherjastöðuna en Serbinn Mateja Kezman blandar sér lítið í þá baráttu. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefurverið þekktur fýrir að spila aðeins með einn fram- herja í sínum liðum og tvo ffamliggj- andi kantmenn. í byrjun tímabils stillti hann hins vegar upp tveimur framherjum, þeim Eiði Smára Guðjohnsen og Didier Drogba, og hélt sig við þá uppstillingu allt þar til liðið tapaði sínum fyrsta og eina leik í úrvalsdeildinni á þessu tímabili, gegn Manchester City þann 16. október. Þá breytti Mourinho um leikaðferð og fór yfir í sína velþekktu 4:3:3. Einhverju máli skipti reyndar að hollenski vængmaðurinn Arjen Robben lagaðist af meiðslum á svip- uðum tíma og Mourinho gat því notað hann og Duff á sitt hvorum kantinum. Didier Drogba meiddist reyndar í leiknum á undan, gegn Liverpool og því sat Eiður Smári einn að ffamherjastöðunni þegar Mourinho breytti um leikkerfi. Eiður Smári spilaði reyndar í rúma tvo mánuði og átta leiki í deildinni án þess að skora. Hann skoraði sigurmark Chelsea í fýrsta leiknum gegn Manchester United 15. ágúst en skoraði hann ekki aftur fýrr en hann skoraði þrennu gegn Blackburn 23. október. Drogba frá vegna meiðsla Drogba var frá í tæpa tvo mánuði vegna meiðsla og mátti bíta í það súra epli að koma inn á fyrir Eið Smára í fýrstu fjárum leikjunum eftir að hann kom til baka eftir meiðslin. Hann skoraði tvívegis í þessum fjórum leikjum og hefur nú verið í byrjunarliðinu í fjórum af síð- ustu fimm leikjum. Hann hefur skorað fjögur mörk í þessum fimm leikjum og er orðinn markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvals- deildinni með átta mörk, einu marki meira en Eiður Smári og Frank Lampard. Eiður Smári hefur ekki skoraði fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðan gegn Arsenal 12. desember og hefur því leikið sex leiki í röð án þess að skora. Eiður Smári hefur verið í byrjunarlið- inu í átján af tutt- ugu og fjórum leikjum liðsins og aðeins einu brough á Árbakka, setið á bekknum allan tímann. Hann hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður. Eiður Smári hefur spilað í 1447 mín- útur og skorað sjö mörk. Didier Drogba hefur spilað átján leiki í deildinni, byrjað inn á tólf sinnum og komið sex sinnum inn á sem varamaður. Drogba hefur spilað 1157 mínútur og skorað átta mörk. Athygli vekur að Eiður Smári og Drogba hafa aðeins spilað 397 mín- útur saman inni á vellinum, síðast gegn Liverpool 3. október en í þeim leik fór Drogba meiddur af velli á 38. mínútu. Það verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður hjá þeim félög- um. Þeir eru afskaplega ólíkir leik- menn að öllu leyti. Eiður Smári er meiri þátttakandi í spili liðsins en Drogba er vinnuhestur sem er sterk- ur í loftinu og fýrst og fremst stór- hættulegur í teignum. Hvernig Mo- urinho mun nota þá kemur í ljós en hann mun væntanlega velja þann sem hann telur henta gegn þeim andstæðingum sem um er ræða hverju sinni. Miðað við framgöngu Chelsea-liðsins í vetur er fullt af leikjum framundan og nóg af verk- efnum, bæði fyrir Eið Smára ogDrogba. Kezman er kötturinn í sekknum Serbneski framheijixm Mateja Kezman hefur heldur betur valdið vonbrigðum frá því hann kom frá PSV Eind- hoven síðasta sumar. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinn og hefur ekká náð að veita þeim Drogba og Eiöi Smára neina sam- keppni að ráðL Hann hefur nýtt færi sín afskaplega illa og það segir meira en mörg orð að hann hefur aðeins tvisvar sinnum ver- ið f byijunarliðinu hjáliðinuívetur, síðast í tapleikn- umgegn Manchester atyum miöjan október. Það veröur að teljast lfldegt að Kez- manyfir- gefi her- búöir Chelseaí ansi smm, gegn Middles- Eiður Smári er meiri þátttakandi í spili liðsins en Drogba er vinnuhestur sem er sterkur í loftinu og fyrst og fremst stór i hættulegur i teign- I um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.