Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 13
Bláa lónið
bestíheimi
Bláa lónið hefur
verið valin besta
náttúrulega heilsu-
lind í heiminum að
mati lesenda Breska
tímaritsins Condé
Nast Traveller og
færði sig þar með
upp um sjö sæti
eins og fram kemur á heima-
síðu Víkurfrétta. Meðal ann-
arra heilsulinda sem voru á
listanum vom Ciinique La
Prairie í Sviss og Royal Park
Evian í Frakklandi. Tímaritið
er eitt virtasta ferðatímarit í
heimi.
Fjórðungi færri
eignaspjöll
Afskiptum lögreglu
vegna fíkniefnamisferlis
fjölgaði um 200% í
Kópavogi á sfðasta ári í
samanburði við árið á
undan. Innbrotum fjölg-
aði einnig eða um 4%.
Umtalsverður árangur
náðist á öðmm sviðum
en á árabilinu 2002 til
2004 fækkaði þjófnuðum
í bænum um 17.5% og
eignaspjölium fækkaði
um tæpan fjórðung.
Samtökin Meðvitund stofnuð
Dóplistamaðurinn
kjörinn formaður
Þrír varamenn í stjórn Meðvit-
undar - samtaka gegn fíkniefnum
og ofbeldi, óskuðu naftileyndar
þegar samtökin vom stofnuð á
sunnudaginn. Samtökin hafa í
hyggju að berjast gegn fíkniefnasöl-
um og handrukkurum. Aðstand-
endur samtakanna segjast þegar
hafa orðið fyrir hótunum frá aðilum
innan fíkniefhaheimsins.
Björn Tómas Sigurðsson úr
Krummahólum, nefndur dóplista-
maðurinn eftir að hann birti hsta
yflr dópsala á netinu, var kjörinn
formaður samtakanna. Sonur hans,
Ómar Örn Bjömsson, er gjaldkeri og
Hrafiikell Daníelsson, umsjónar-
maður Alvörunnar.com, ritari.
Björn segir að baráttan sé þess
eðlis að ekki viiji allir tengja nafri sitt
við hana. Hann segir nokkra hafa
mætt á stofrifundinn. „Nú er þetta
allt að fara í fullan gang af enn meiri
krafti. Ég hvet alla til að fara inn á
síðuna medvitund.is og skrifa
reynslu sína til að sýna öðrum að
þetta sé raunverulegt. Það er hægt
að senda okkur fyrirspum, og við
munum svara þeim."
Björn segir að samtökin muni
gera allt sem hægt er til að vernda
Björn Tómas Sigurðsson
Dóplistamaöurinn er einn af
þremur nafngreindum aðstand-
endum nýrra samtaka sem berj-
ast gegn eiturlyfjaheiminum.
fólk fyrir ofbeldi sem tengist eitur-
lyfjum. „Hugmyndin er að við get-
um hjálpað fólki upp á öryggi að
gera. Hver aðili sem við getum
hjálpað uppfyllir tilganginn með
þessu.“
jontrausti@dv.is
Enhedslisten í Danmörku hefur sett af stað kosningaherferð
meðal ungra kjósenda undir heitinu „Nu uden islandsk sweat-
er“ eða „Nú án íslensku lopapeysunnar". Slagorðin eru „full-
næging“, „virðing“ og „jöfn laun“. Thomas Eisler, aðalritari
flokksins, segir að heitið sé tilvísun til hippaáranna þegar all-
ir vinstrimenn gengu í íslenskum lopapeysum.
Islenska lopapeysan notufi
í danska kosningaslagnum
Herferð Lógóið fyrir
herferð Enhedslisten
lltursvona út.
Kosningabaráttan í Danmörku er
komin á fullt skrið og athygli vekur að
einn flokkanna, Enhedslisten, notar ís-
lensku lopapeysuna í baráttu sinni við
að fjölga þingsætum sínum.
Um er að ræða kosningaherferð
flokksins meðal ungra kjósenda og ber
herferðin heitið, „Nu uden islandsk
sweater" eða „Nú án íslensku lopa-
peysunnar". Kröfumar, eða slagorðin,
sem settar em fram í þessari herferð
em „fullnæging", „virðing" og „jöfri
laun".
Thomas Eisler, aðalritari Enheds-
listen, segir í samtali við DV að heitið á
kosningaherferðinni sé tilvísun til
hippaáranna á sjöunda og áttunda ára-
tugnum þegar allir vinstrimenn gengu í
íslenskum lopapeysum.
Skilja vel tilvísunina
„Það var enginn maður með mönn-
um í vinstrihreyfingunni á hippaárun-
um nema vera í íslenskri lopapeysu,"
segir Thomas. Aðspurður hvort ungir
Danir í dag skilji hvað liggi að
baki heitinu á herferðinni og
viti hvað hippaárin fólu í sér,
segir Thomas svo vera. „Við
teljum að það sé engin spum-
ing að hippaárin lifa góðu lífi
hér í minningu margra, jafnt
eldra fólks sem hins unga sem
við erum að reyna að ná til með
herferð okkar," segir hann.
Frábær klæðnaður
Annars segir Thomas að ís-
lenska lopapeysan sé hreint
„glimmrende" eða frábær klæðn-
aður og virki vel í hráslaganum og
kuldanum í Danmörku á vetuma.
„Það er ekkert upp á lopapeysuna
að klaga nema síður sé,“ segir
j Thomas Eisler Annars segir
J Thomas að íslenska lopapeysan
I sé hreint„glimmrende“ eða frá-
j bær klæðnaðurog virki vellhrá-
j slaganum og kuldanum IDan-
I mörku á veturna.
Thomas. Enhedslisten
náði fjórum þingmönn-
um inn á danska þingið í
síðustu kosningum og
em flokksmenn bjart-
sýnir á að þeim takist
að fjölga sér á þingi í
kosningunum nú. „Við
vorum næstum því
búnir að ná fimmta
manninum inn og
erum vongóðir
um að það taldst
nú,“ segir
Thomas.
Vinstra megin við miðju
Á vefsíðu flokksins má kynna sér
hvað herferðin „Nu udan islandsk
sweater" gengur út á. Enhedslisten er
nokkuð langt til vinstri frá miðjunni í
dönskum stjómmálum og gerir m.a.
kröfu um að innflytjendum og fólki af
öðmm kynþáttum verði sýnd meiri
virðing. Flokkurinn vill algert jafnræði
í launum karla og kvenna. Þeir vilja að
Danmörku hætti þátttöku sinni í
Íraks-stríðinu og að ES og fleiri al-
þjóðastofnanir verði lagðar niður
enda berjist þær eingöngu fýrir hags-
munum hinna ríku.
• ••
að kenna fólki að hlæja?
„Það er bara gaman að kenna
fólki að hlæja," segir Kristján
Helgason þjónustufulltrúi og
söngvari. „Ég sá fyrst fjallað um
hlátur og hláturæfingar í sjón-
varpsþætti fyrir mörgum árum,
‘97 eða ‘98 og man vel að John
Cleese var kynnir í þættinum. Ég
hugsaði strax, þetta ætla ég að
gera einhvemtíma. Svo nokkm
seinna var Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar
með kynningu á
hláturjóga og
hláturæfingum
og ég skellti mér
og líkaði ljóm-
andi vel. Og
hugsaði með mér
að það væri gam-
an að kenna fólki
að hlæja."
Á hláturnám-
skeið
Síðastliðið vor
sá ég svo auglýs-
ingu einhversstaðar um hlát-
urleiðbeinendanámskeið. Ásta
Valdimtirsdóttir, söngvinkona
mín, innritaði sig á námskeiðið
og ég skellti mér með. Námskeið-
ið stóð yfir í einn dag og þar var
farið yfir allskonar hláturæfingar.
Upphafsmaður hláturklúbbanna
er indverski læknirinn Mandan
Kataria og fór hann að þróa hlát-
urfræðin upp úr 1995. Hann var
að skrifa grein um áhrif hláturs á
heilsu og fór út í næsta almenn-
ingsgarð og talaði við fólk um
hlátur. Og nú er hláturinn víða
notaður, bæði við lfkamlegum og
andlegum sjúkdómum."
Að hlæja án tilefnis
„í fyrsta hláturhópnum hans
byrjaði fólk á því að segja brand-
ara en brátt voru þeir uppumir.
Þá fór hópurinn út í það að þróa
„Ég er einn af
þeim sem er al-
vörugefinn að eð-
ilsfari. Það er
mjög gott að geta
hlegið að sjálfum
sér og erfiðum
aðstæðum
hláturæfingar. Að hlæja án
ástæðu eða tilefhis og ekki að
neinum. Hláturæfingarnar ganga
mikið út á látbragð. Og það er
misjafnt hvað fólk þarf mikið að
látast fara að hlæja almennilega
og í hve góðri þjálfun það er. Þeir
sem sækja hláturnámskeiðin
finnst þeir kannski ekki hlæja
nóg. Ég er einn af þeim sem er al-
vörugefinn að eðlisfari. Það er
mjög gott að geta
hlegið að sjálfum
sér og erfiðum
aðstæðum. Ég
fann breytinguna
á námskeiðinu
þegar við vorum
að gera hug-
leiðsluæfingar. Eg
var að einbeita
mér að þyngslun-
um og það brast
eitthvað. Ég bók-
staflega grét af
hlátri og hló og
hló.“
Hlátur og æfingar
„Það eru haldnar hláturæfing-
ar í húsakynnum heilsumið-
stöðvarinnar Maður lifandi við
Borgartún einu sinni í mánuði.
Þangað koma 15 til 20 manns í
hvert skipti. Það er viss kjarni sem
mætir og svo kemur fólk til að
prófa að hlæja. Ég veit ekki betur
en að allir séu ánægðir með hlát-
uræfingarnar. Að hlæja svona
saman virkar þannig að fólk er
léttara strax eftir tímann og það
er eins og fargi sé af manni létt.
Og maður finnur fyrir léttleika
dagana á eftir. Það er hægt að
nota hláturæfingarnar hvar sem
er og hvenær sem er. Ég er núna
að prófa að nota þær í sundi, þeg-
ar ég er í kafi þá hlæ ég og það er
mjög gaman."
=SSS555g-~