Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005
Sport DV
Óþolandi
hegðun
Freddy Shepherd, stjómarfor-
maður Newcastle, var ekki sáttur
við framkomu Craigs Bellamy og
tók afstöðu með knattspymu-
stjóranum Graeme Souness í máli
þeirra félaga. Hann
ræddi við fjöl
miðlaá
mánu-
daginn.
„Ég vil
koma
nokk-
rum
stað-
reynd-
um á
framfæri
um mál Bella-
mys. Craig labbaði út af æfingu á
föstudaginn og kvartaði undan
því að hann væri stífur aftan í lær-
inu en það sem hann gleymir að
segja frá er að harm sagði félögum
sínum í liðinu fyrir æfingu að
hann hygðist gera sér upp
meiðsli. Þegar Graeme [Souness)
uppgötvaði þetta skipaði hann
Bellamy strax að koma til fundar
við okkur inni á minni skrifstofu.
Á þeim viðurkenndi Bellamy fyrir
mér og Graeme að hann hefði
sagt við leikmenn að hann myndi
gera sér upp meiðsli og hætta á
æfingunni. Hann samkþykkti
jafnframt að biðja félaga sína af-
sökunar á framkomu sinni. Hann
gerði þaö ekki og þess vegna greip
knattspyrnustjórinn til þessara
ráðastafanna um helgina, ráðstaf-
ana sein ég styð heilshugar. Þetta
kallast, samkvæmt mínurn kokka-
bókum, að svíkja félagið, stuðn-
ingsmennina, knattspyrnustjór-
ann og sína eigin liðsfélaga. Hann
fær greidd himinhá laun og mér
finnst þessi hegðun hans óþol-
andi og ekki bera vott um mikla
atvinnumennsku," sagði
Shepherd sem hefur lofað því að
félagið muni ekki taka á þessu
máli með neinum silkihönskum.
Welski framherjinn Craig Bellamy slær ekki sömu nótur og Graeme Souness,
knattspyrnustjóri Newcastle. Þeir hafa eldað grátt silfur saman allar götur frá því
að Souness kom til liðsins í haust og nú virðast þeim allar bjargir bannaðar.
Bellamy á leið burt
Craig Bellamy hefur einstakt lag á því að koma sér í vandræði.
Hann hefur nokkrum sinnum lent utan vegar í einkalífinu og
verið sektaður af félagi sínu, Newcastle, fyrir vikið. Það var
hins vegar hægt að treysta á hann inni á knattspyrnuvellin-
um á meðan Sir Bobby Robson stýrði liðinu því Bellamy
fékk alltaf að spila sína uppáhaldsstöðu, framherjastöð-
una, en með tilkomu Graeme Souness fóru hlutirnir í
verra horf.
Graeme Souness er þekktur harð-
jaxl og hann þykir halda uppi miklum
aga innan sinna leikmannahópa. Það
var kannski ekki síst þess vegna sem
Freddy Shephard, stjómarformaður
Newcastle, fékk hann til liðsins í
haust því árangur Souness sem
knattspymustjóra í ensku úrvals-
deildinni var ekki upp á marga fiska. í
Newcasde-liðinu em margir leik-
menn sem hafa sýnt agaleysi utan
vallar og nægir þar að nefha Kieron
Dyer, Laurent Robert, Lee Bowyer,
Jermaine Jenas og títmefndan Bella-
my. Helsta hlutverk Souness átti að
vera að koma skikki á þessa menn.
Vill ekki spila á kantinum
Craig Bellamy var fljótur að lenda
upp á kant við Souness. Þessi eldfljóti
Walesverji, sem hafði spilað allan fer-
ilinn frammi, var settur á kantinn til
að Souness gæti stillt upp sínu eftir-
lætis framherjatvíeyki, Alan Shearer
og Patrick Kluviert. Þessi ákvörðun
Souness fór illa í Bellamy sem sagðist
ekki geta sætt sig við slfkt. „Ég skil
„Ég vil ekki að stuðn-
ingsmennirnir haldi í
eina mínútu að ég
vilji ekki spila fyrir fé-
lagið. Ég myndi spila í
hvaða stöðu sem er,
jafnvel í markinu. Á
þessari stundu er
staðan erfið fyrir mig
en ég mun aldrei
fara fram á að
vera seldur.
Þetta félag
skiptir mig svo
miklu máii.J
þetta ekki. Ég vil ekki spila á
kantinum heldur frammi en
samt lætur hann mig spila
þar,“ sagði Bellamy. Souness
gramdist sjálfselska Bellamys
og sagði að menn yrðu stund-
um að gera fleira en gott þætti
og spila í stöðum sem þeir væru
ekki. Það endaði með því að Bella-
my öskraði í vitna viðurvist að Sou-
ness að hann væri ruglaður því að
hann væri besti leikmaður liðsins.
Þeir félagar náðu þó að sættast að
lokum en atburðir síðustu daga
hafa sýnt að það var ekki mikil
innistæða fyrir þeim sáttum.
Bellamy var ekki hópnum
gegn Arsenal á sunnudaginn
þrátt fyrir að vera heill og út-
skýrði Souness fyrir fjölmiðl- >
um eftir leikinn hverju sætti.
Hefur brugðist
„Ég er ekki ánægður með
Craig. Hann hefur brugðist
mér, leikmönnunum og sér-
staklega stuðningsmönnum
liðsins. Það kom upp atvik sem
varð til þess að ég varð að halda
fund með stjórnarformannin-
um og leikmanninum. Hann
sagðist vera meiddur á æfingu á
fostudaginn og hætti. Síðan
sagðist hann vera heill á laugar-
daginn. Við erum að reyna að
búa til liðsanda hér í Newcastíe
og ég hef aðeins áhuga á að hafa
þá leikmenn hjá félaginu sem
gefa allt fyrir málstaðinn," sagði
Souness í sjónvarpsviðtali eftir
leikinn.
Vill ekki fara burt
Bellamy varð brjálaður þegar
hann heyrði þessi orð Souness í
sjónvapinu og ákvað að svara þeim
strax. „Ég vil ekki að stuðnings-
mennimir haldi í eina mínúm að ég
vilji ekki spila fyrir félagið. Ég
myndi spila í hvaða stöðu sem
er, jafnvel í markinu. Á þessari
stundu er staðan erfið fyrir
mig en ég mun aldrei fara
fram á að vera seldur. Þetta
félag skiptir mig svo miklu máli. Ég
gæti ekki gert það því ég veit að ég
gæti aldrei komið hingað aftur og
spilað gegn Newcastle, það myndi
særa mig of mikið. Ég hef haldið aftur
af mér á þessu tímabili, þagað og æft
eins vel og ég get. Það lítur hins vegar
út fyrir að ákveðinn maður vilji losna
við mig og það eina sem hann getur
gert er að snúa stuðningsmönnunum
gegn mér," sagði Bellamy sem viður-
kenndi að hafa gert sér upp meiðsli á
æfingu á föstudaginn til að geta rætt
við Souness um framtíð sína hjá fé-
laginu.
„Ég er alltaf að heyra orðróm um
að ég sé á förum frá félaginu og ég
vildi einfaldlega fá mína stöðu á
hreint," sagði Bellamy.
Það verður fróðlegt að sjá
hver framtíð Bellamys verð-
ur hjá Newcastíe en ef fé-
lagið vill selja hann
verða væntanlega
nokkur lið tilbúin
með veskið fyrir
þennan snjalla
.> leikmann.
Vandræðageml-
ingurinn Craig
Bellamy
Búinn aö lenda
upp á kant við
Graeme Souness,
knattspyrnustjóra
Newcastle, I ann-
aö sinn í vetur og í
þetta skiptiö sér
ekki fýrir endann
á rifrildi þeirra
félaga.
Reuters
Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, er ekki sáttur við Craig Bellamy
Allir verða að róa ísömuátt
Alan
Shearer
Styöur
Graeme
Souness,
knatt-
spyrnustjóra
Newcastle,
heilshugarl
deilunni viö
Craig Bellamyog
segir þaö hlutverk
knattspyrnu-
stjórans aö skipta
þeim leikmönnum
útsem vilja ekkigera
það sem hann leggur
upp.
Reuters
Alan Shear-
er, fyrirliði
Newcastíe, er
ekki sáttur við
framkomu
Craigs Bella-
my og styður
knatt-
spyrnustjórann Graeme Souness
heilshugar í deilunni á milli þeirra.
Shearer sá sig knúinn til að ræða
þessi mál við fjölmiðla eftir leikinn
gegn Arsenal á sunnudaginn og þar
vandaði hann Bellamy ekki kveðj-
umar.
„Craig sagðist vera meiddur á
föstudaginn en var síðan orðinn
heill á laugardagsmorgunn. Knatt-
spyrnustjórinn, líkt og allir hér í
Newcastíe United, vill aðeins leik-
menn sem vilja spila fyrir félagið,
hvort sem það er í þeirri stöðu sem
þeir vilja sjálfir spila eða ekki. Það
verða allir að róa í sömu átt, við vilj-
„Það verða allir að róa í sömu átt, við viljum
allir ná árangri með Newcastle United og ef
einhverjir hugsa öðruvísi þá skiptir knatt-
spyrnustjórinn þeim út fyrir aðra leikmenn."
um allir ná árangri með Newcastíe
United og ef einhverjir hugsa öðm-
vísi þá skiptir knattspyrnustjórinn
þeim út fyrir aðra leikmenn," sagði
Shearer.
Shearer, sem hyggst leggja skóna
á hilluna að loknu þessu tímabili,
stendur eins og klettur á bak við
hinn umdeilda Souness. „Það er mín
skoðun að knattspyrnustjórinn hafi
unnið gott starf. Menn fá aldrei starf
þegar hlutirnir ganga vel hjá liðum.
Graeme kom til Newcastíe og vissi
um eitt eða tvö vandamál sem þurfti
að taka á. Ef einhver getur það þá er
það hann," sagði Shearer.