Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 17
DV Sálin Óhefðbundnar meðferðir vinsælar Samkvæmt breskri könnun treystir þar- lendur almenningur óhefðbundnum með- ferðum gegn sjúkdómum ekki síður en hefð- bundnum lækningum. Rúmlega þúsund Bretar voru spurðir út í traust þeirra á ýmsar meðferðir og reyndust 68% þeirra treysta náttúrulæknum jafn vel og hefðbundnum læknum. Aðeins einn af hverjum fjórum sagðist treysta hefðbundnum læknum bet- ur. Fólk á aldrinum 35 til 40 ára treystir nátt- úrulækningum best enda hefur fylgis- mönnum óhefðbundinna lækninga fjölgað mikið á Bretlandi. Talið er að Bretar eyði rúmlega 15 milljörðum íslenskra króna í óhefðbundnar lækningar á ári hverju og hefur nú verið farið fram á að heilbrigðis- ráðuneytið leggi um 105 milljónir árlega beint til þess að þróa nátt- úrulækningar. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. íris Kristjánsdóttir hafði drukkið áfengi daglega í 15 ár áður en hún tók á sínum málum. Félagsskapurinn Kjarnakonur innan SÁÁ varð til þess að hún náði sér á strik. Hvað á barnið að heita? Vertu með í nafnasamkeppni fyrir nýju talmálsstöðina á vísir.is „Þetta bjargaði í raun lífi mínu, ég var alveg komin á botninn þegar ég loksins áttaði mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum,“ segir íris Kristjánsdóttir, meðlimur í Kjarnakonum. Kjarna- konur er hópur kvenna innan SÁÁ og hefur félagsskapurinn þann tilgcmg að styðja við bakið á konum sem hafa sjálfar þurft að glíma við alkóhólisma eða þurfa stuðning vegna aðstandenda sem eru í neyslu. Á annað hundrað konur „Það er oft svo erfitt fyrir okkur konur að viðurkenna þetta vanda- mál vegna þess hversu sterk ábyrgðartilfinning okkar er, en hún veldur þvi að við eigum erfitt með að horfast í augu við veikleika okk- ar. En til þess að leysa vandann verðum við að viðurkenna hann og til þess að geta veitt öðrum aðstoð verðum við að vera sýnilegar," seg- ir íris. Hér á landi hefur þörfin fyrir samtök sem þessi verið mjög greinileg því þessi starfsemi hefur vaxið mikið. „Við vorum um það bil 20 í byrj- un en í dag teljum við eitthvað á annað hundrað og það finnst mér sýna hvað þessi félagsskapur gerir konunum mikið gagn. Það hefur líka verið þannig að meðferðarúr- ræðin eru frekar sniðin að körlum en konum, sem betur fer er það nú að breytast, enda hafa konur líka verið að gera sig sýnilegri innan samtakanna.“ Konur eru konum bestar „Við hjálpum hver annarri að byggja okkur upp, við erum auðvit- að ólíkar innbyrðis og oft með ólík vandamál en það er bara skemmti- legt, manninum er hollt að fá inn- sýn í líf og vandamál annarra. Starfsemi okkar er orðin ansi fjöl- breytt en kjarninn er sá að við hitt- umst á miðvikudagskvöldum uppi á Vogi og hlustum þar á fyrirlestur eða spjöllum saman. Við fjöllum ekki alltaf um mál- efni sem snúa að áfengisvandan- um heldur er reynt að stíla inn á að við eigum skemmtilegar og upp- byggilegar stundir saman. Fyrir nokkru fórum við saman í ferðalag að Skálholti og vorum þar eina helgi, það var alveg stórkostlegt, og nú er á döfinni að skella sér til Kanarí í skemmtiferð þannig það er margt um að vera,“ segir íris og hlær. Batinn hófst með Kjarna- konum íris hefur nú verið edrú í fjögur ár en áður hafði hún notað áfengi mjög óhóflega. „Ég notað áfengi daglega í fimmtán ár áður en ég tók á mínum málum. Vandinn hófst fyrir alvöru þegar ég skildi við manninn minn. Ég var ein með tvö börn, vann mikið og fannst ég ekki getað slakað á að loknum vinnudegi. Þetta byrjaði því eins og hjá svo mörgum öðr- um með því að ég fékk mér tvö til þrjú til fjögur glös, en auðvitað ágerðist þetta og varð að vanda- máli. Margir vildu hjálpa mér en það var ekki fyrr en ég var komin á botninn að ég leitaði mér loks að- stoðar, þá gjörsamlega búin á sál og líkama," segir íris hreinskilnis- lega. „Mér finnst samt eins og bat- inn hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en ég byrjaði að taka þátt í starf- semi Kjarnakvenna." karen@dv.is Lág greindarvísitala og sjálfsvíg Hópur breskra og sænska sérfræð- m4'^L.'..1. 'v eru á millisjálfsmorðstilrauna og inga hefurkomist aðþvíað ungir -r vandamálasem uppkoma íæsku karlmenn með lágagreindarvísi- |/ ji jjl j < : og einniggeðraskanasem koma tölu fremja frekar sjálfsmorð en | j j uppáunglingsárunum.Þákomí jafnaldrar þeirra með háa greind- I JJWHpIwKáC Ijós að þeim drengjum sem gekk arvísitölu.Þettaerniðurstaða j ■ illaigreindarprófínu.semerliður rannsókna sem staðið hafayfirí I íinngönguprófinu íherinn, og 26 ár. Byrjað var að fylgjast með ’ dtru velmenntaöa foreldra voru þátttakendunum sem voru um * ■HL'. Illklegri til að taka eigið llf. Á milljón talsins þegarþeirvoru 18 ( jÆtíf* - • þessum 26 árum sem rannsóknin ára og sóttu um inngöngu í her- stóð yfir tókst 2811 þátttakend- inn. Niöurstaðan sýnirað tengsl j& jb r- : W *£ um að fremja sjálfsmorð. 365 Sumarfrí á ítölsku rívíerunni í verðlaun fyrir besta nafnið Þann 11. febrúar hefjast útsendingar á nýrri talmálsstöð á fm 90.9. Þar verður fjallað um allt milli himins og jarðar: íslenskt samfélag, umheiminn, menningu, listir, stjórnmál. Gagnrýnin og markviss umræða, fróðleikur. skemmtun - það eru okkar markmið. Okkur vantar nafn á stöðina og leitum til ykkar. Farðu á visir.is og skilaðu þínum tillögum fyrir fimmtudagur 27. janúar. www.urvalutsyn.is vlsir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.