Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 31 Sandkorn Kjallari með Eiríki Jónssyni Raunir forsætisráðherra Tóku ekki við peningum Maöui sendi biéf Ég lenti heldur betur í ótrúlegri lífsreynslu um daginn þegar ég ætl- aði að fara að borga símreikninginn minn. Þannig er mál með vexti að ég ætíaði að fara að borga símreikning- inn minn niðri í OgVodafone við Síðumúla. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta aða-Vodafone-búðin og þarna eru gjaldkerarnir staðsettír. Ég mætti á svæðið kl. 18.00 tilbúinn að borga mína reikninga en þá var mér tilkynnt að gjaldkeradeiidin væru lokuð og að hún lokaði alltaf kl. 17.00. Ég skil vel að það loki kl. 17.00. Ég ákvað að spyrja þjónustu- fulltrúann sem tilkynnti mér þetta hvort ég gæti ekki bara borgað hon- um. Hann svaraði að það væri hægt en því miður taka þeir ekki við pen- ingum. Bíddu, þetta skil ég ekki al- veg er sem sagt peningar ekki góður og gildur gjaldmiðill. Nei, því miður þá verð ég að koma aftur á morgun. Hvað er að gerast? Eru fyrirtæki hætt að taka við peningum eftir kl. 17.00. Forsætísráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur að und- anförnu haldið sig heima hjá sér í von um að hitta hvorki fjölmiðla né aðra framsóknarmenn sem stöðugt gleyma textanum sínum og hafa uppi stórar fullyrðingar í fjölmiðlum um að þeir hafi ekkert vitað um Íraksstríð eða aðdraganda þess. For- sætisráðherra virðist raunar sjálfur stundum ekki muna hver hans saga var um það mál. En eigið minni og eigin flokksmenn eru ekki það eina sem forsætisráðherra þarf við að stríða. Kapphlaupið um Öryggisráð- ið Nú eru nefnilega þingmenn Sjálf- stæðisflokksins líka farnir út af spor- inu og nýta til þess tækifærið á með- an forsætísráðherra er í felum. Einar Oddur Kristjánsson reið á vaðið og lýstí því yfir að íslendingar ættu hreint ekki að sækja um aðild að Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna enda væri það alltof dýrt og nefndi þingmaðurinn töluna 800 - 1000 milljónir. Heyrðust um leið nokkrar raddir úr Sjálfstæðisflokknum sem endurómuðu rök þingmannsins. Nú er það vel þekkt að aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið sérstakt áhugamál for- sætisráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar, og hafði hann í utanríkisráð- herratíð sinni látið undirbúa hugs- anlega umsókn íslendinga um aðild að ráðinu, en kosið verður í tvö sæti sem þrjár þjóðir keppa um; Tyrkir, íslendingar og Austurríkismenn. Að sjálfstæðismenn hlaupist nú undan merkjum hlýtur að vekja athygli enda enn einn bresturinn í ríkis- stjórnarsamstarfinu sem virðist gliðna meir með hverjum deginum. Eftir yfirlýsingar Einars Odds hafá 'menn einkum farið að deila um hvort þingmaðurinn hafi slegið rétt á kostnaðinn og telja sumir að 600 milljónir sé nær réttri tölu en þær tæpu þúsund milljónir sem þing- maðurinn nefndi. H0 GuðniÁgústsson landbúnaðarráð- herra hitti ög- mund Jónasson al- þingismann á förn- um vegi. Guðni tjáði Ögmundi að umræðan um íraksmálið á Alþingi væri orðin þreytandi. Mótmælti Ögmundur því að sagði málið snúast um sannleikann sjálfan. Svaraði Guðni því þá til að skelfilegt væri að fylgjast með Ög- mundi í ræðustól Alþingis vegna þess að því meira sem hann æsti sig út af frak yrði munnurinn á hon- um skakkari. Gekk Guðni við svo búið á braut og skildi ögmund furðu lostinn eftir... orðið flókinn fyrir erlenda starfs- bræður sem ekki hafa alist upp við dagleg veðrabrigði á Framsóknar- býlinu. Leppríki Bandaríkjanna Líklegast er þó, ef af þessu verð- ur, að fulltrúinn aðhyllist þá utan- ríkisstefnu sem því miður allir flokkar utan einn aðhyllast yfirleitt þegar á reynir. Að fulltrúinn standi fyrir hernaðarstefnu Atlantshafs- bandalagsins í öllum lykilmálum og bíði ávallt með að greiða atkvæði sitt þar til fulltrúi Bandaríkjanna hefur rétt upp hönd. Og þá verður raunin sú að ísland verður ekki annað en leppríki Bandaríkjanna og dyggur fulltrúi hernaðarhyggju Atíantshafsbandalagsins innan ráðsins. Og þá er spurning hvort ekki er betur heima setið en af stað farið. Eða hvort heimurinn væri ekki betur settur með Austurríkis- menn eða jafnvel Tyrki á þessum virðulega stað. Framsóknarmann í Öryggis- ráðið? En stóra spurningin er kannski ekki um kostnaðinn heldur hvað ís- lendingar ætla að gera í Öryggisráð- inu. Hver verður pólitflc okkar íslendinga í ráðinu? Ætlum við að benda á þá brotalöm sem víða er á mannréttindum, hvort sem er í fran, Afganistan, Bandaríkjunum, Chile eða Kúbu? Ætíum við að beita okkur fyrir friði í heiminum? Ætíum við að þrýsta á um afvopnun allra þjóða sem virðist vera löngu gleymt umræðuefni? Já, hvað ætlum við að gera í öryggisráðinu annað en að stritast við að sitja? Ef af þessu verður og Framsókn- arflokkurinn verður í rikisstjórn verður þá fulltrúi okkar framsóknar- maður? Mun fulltrúinn segja eitt í dag en annað á morgun og segja ef einhver mótmælir honum að hér sé á ferð illvíg persónuleg árás á Hall- dórÁsgrímsson? Hætt er við að mál- flutningur framsóknarmanna gætí Hætt er við að mái- flutningur framsókn- armanna gæti orðið flókinn fyrir erlenda starfsbræður sem ekki hafa alist upp við dagleg veðrabrigði á Framsóknarbýlinu. Katrín Jakobsdóttir spyr hvort setja eigi framsóknarmann í Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna. Höfum opnað smurstöð!!! í tilefni þess bjóðum við öllum viðskiptavinum 25% afslátt af vinnu við að smyrja bílinn. Sækjum og sendum fyrir aðeins 850 kr. báðar leiðir Rafgeymaþjónusta Bón og þvottur Frí ísetning Alþriffrá kr.4.900 Bremsuklossáskipti frákr. 2.500 < æ/j bilkoíisl Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 • Heyrst hefur að Björgvin Hafldórs- son stórsöngvari sé að skipuleggja ferð til Kaliforníu þar sem gist verður á hinu margrómaða Hotel Califomia sem hljómsveitin Eagles gerði ódauðlegt með söng. Tilgangur- inn er að fara á tónleika með Eagles og upplifa textann fræga á hótelinu. Eru margir spenntir fyrir þessu ferðalagi enda mun marijúanavindlingur fylgja að- göngumiðanum að tónleikunum og liggja frammi á hótelherberg- inu á Hotel California... • Ólöf Dagný Ósk- arsdóttir nær sér í prik í ímynd- arslagnum við Loga Bergmann Eiðsson, fyrrver- andi eiginmann sinn, í viðtali í Vik- unni sem kom út í dag. Kynnir hún þar til leiks nýjan kærasta sem hún kynntist á spjallrásum netsins. Ólöf Dagný mun vera til í frekari slag og sækir það nú stíft að fá að koma fram í íslandi í dag á Stöð 2 og ræða ástir sínar og ör- lög. Þar myndi hún hitta fyrir Svannhildi Hólm sem er upphaf og endir allra hennar hremm- inga. Áhorfendur bíða spenntir... Lesendur Ósátt við verslunnar- miðstöð í miðbænum Konahríngdi Ég vil lýsa yfir áhyggjum mínum vegna 15 þúsund fermetra nýbygg- ingar sem fyrirhugað er að reisa í miðbænum eins og fram kom í fréttum sjónvarps í gærkvöld. Aðal- áhyggjur mínar eru skipulag á mið- bæ Reykjavfkur. Ég hef áhyggjur af því að ef miðbærinn muni líta illa út ef ekki verður hugað að heildar- mynd hans. Ef einhver einn er að reisa verslunarmiðstöð í miðbæn- um þarf að huga vel að því hver heildarmynd miðbæjarins verður í fr amtíðinni. Það er skelfilegt til þess að hugsa að einstakir menn geti tekið ákvörðun um það hvernig miðbærinn komi til með að líta út. Útíit miðbæjarins skiptir mig mjög miklu máli og einstakir menn ættu ekki að fá að festa kaup á svo miklu svæði og ráða hvað gert er við það upp á eigin spýtur. Ef ekk- ert er gert stefnir allt í ógöngur. Sjálf bý ég í miðbænum og mér finnst nauðsynlegt að framhald hans sé lagt undir mat íbúa og sér- fræðinga. Mér finnst miðbærinn ekki vera staður fyrir verslunnar- miðstöðvar eða stórhýsi. Ég spyr er ekki komið nóg af þeim?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.