Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005
Fréttir DV
Málverk olli
spítalavist
Kínverskur eftirlauna-
þegi var fluttur á sjúkrahús
á dögunum eftir að hafa
haldið að málverk af tígris-
dýri væri tígrisdýrið sjálft í
lifandi líki. Um er að ræða
konu á áttræðisaldri. Sam-
kvæmt fréttum
Shanghai Even-
ing Post æpti
konan upp yfir
sig þegar hún
taldi sig sjá tígrisdýrið
koma svífandi í átt
að sér í
myrku
skugga-
sundi. Hún
var að koma
úr stórmarkaði og öskraði:
„Tígur, tígur, þetta er tíg-
ur.“ Við svo búið hljóp hún
á brott og rann til í hálku.
Neytendur
bjartsýnni
Væntingavísitala
Gallup hækkaði verulega
í janúar, eða um tæp 18
stig, eftir að hafa lækkað
lítillega mánuðina á
undan. Vísitalan stendur
nú í 128,9 stigum og hef-
ur ekki áður mælst svo
há í janúarmánuði. Mat
neytenda á núverandi
ástandi batnaði verulega
sem og væntingar þeirra
til ástandsins eftir hálft
ár. Tiltrú neytenda jókst
almennt óháð menntun,
tekjum, búsetu og kyni
og í nær öllum aldurs-
hópum. Mikil bjartsýni
einkennir hagkerfíð um
þessar mundir og erfitt
er að benda á tiltekna
skýringu fyrir hækkun
vísitölunnar í janúar.
Greining íslandsbanka
segir ffá.
Gjaldkeri sveik
hússjóðinn
Kona sem um árabil var
gjaldkeri í húsfélagi í fjöl-
býlishúsi á Akureyri hefur
verið dæmd til að
greiða húsfélag-
inu rúmlega 90
þúsund krónur.
Um nokkurt skeið
greiddi konan
ekki sjálf í hús-
sjóð. Aðrir meðlimir hús-
sjóðsins komust að þessu
eftir að hún var flutt og
hafði seint og um síðir skil-
að af sér bókhaldi húsfé-
lagsins. Konan sagðist hafa
sleppt greiðslunum þar sen
hún hafi annast ýmis störf í
staðinn; umhirðu garðs og
sameignar. Hinir íbúarnir
sögðust ekki kannast við
það og að engin gögn væru
til um slfkt.
„Héöan er bara allt gott að
frétta," segir Sigurlaug Guð-
mannsdóttir, heimavinnandi
húsmóðir á Sauðárkróki.
„Und-
Landsíminn
hefur ~mmmm"mmmmmm
gert mikla hláku og svell hefur
tekið upp afhelstu umferöar-
götunum. En veturinn hefur
verið ágætur að þessu leyti -
við erum á svo góðum bilum.
Ég hefverið að kaupa þorra-
mat fyrir okkur heimilsfólkið.
Við erum svo róleg og förum
ekki á blótin - það eru aðrir en
viðíþví"
Fyrrum verkalýðsleiðtoginn, Björn Grétar Sveinsson, sakar Landsvirkjun um
stefnubreytingu í samskiptum við verkalýðshreyfinguna vegna málefna Impregilo.
Björn Grétar segir það til marks um veika hreyfingu að ekki skuli hafa verið grip-
ið til aðgerða við Kárahnjúka þrátt fyrir brot á lögum.
Fyrrum verkalýðsformaður
kallar á harðari
aðnerðir við Kárahniúka
Efþetta er rétt verða menn að grípa til
þeirra vopna sem þeir hafa til að fá úr
bætt. Þetta er búið að ganga oflengi og
á sama tíma hefur þetta skaðað verka-
lýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn."
„Ég held að það sé síst ofsagt að fyrir einhverjum árum hefði ver-
ið búið að stöðva vinnu þarna uppfrá," segir Björn Grétar Sveins-
son, fyrrum formaður Verkamannasambands íslands, um vinnu-
deilur verkalýðshreyfingarinnar og ítalska undirverktakans
Impregilo við Kárahnjúka. Björn er eldri en tvævetur í verkalýðs-
málum og sinnti trúnaðarstörfum í þeim málaflokki til fjölda ára.
„Það sem mér finnst einna at-
hyglisverðast við þessar deilur þarna
uppfrá er sú staðreynd að Lands-
virkjun virðist spila þarna frítt og
ekki taka neina ábyrgð á deilu milli
sinna undirverktaka og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þetta sá maður ekki
hér á árum áður enda minnist ég
þess að deilur líkar þessum voru
jafhan leystar með milligöngu
Landsvirkjunar," segir Bjöm Grétar
sem spyr sig hvaða ábyrgð Lands-
virkjun beri gagnvart undirverktök-
um sínum á íslenskum vinnumark-
aði.
Hvenær er nóg nóg?
Bjöm Grétar segist meta stöðuna
þannig í dag að verkalýðshreyfingin
geti og eigi að grípa til annarra að-
gerða en setu við samningaborð
Impregilo - sú leið hafi ekki borið ár-
angur.
„Það liggur fyrir að þama er verið
að brjóta lög og samninga sem hing-
að til hafa haldið á vinnumarkaði
hérlendis," segir Björn Grétar, sem
bendir í því sambandi á rökstuddar
fullyrðingar verkalýðshreyfingar-
innar um að erlendum starfsmönn-
um starfsmannaleiga séu ekki
greidd laun í samræmi við íslenska
kjarasamninga og vísar í dómsmál
sem nú hefur verið höfðað á hendur
fýrirtækinu vegna vangoldinna
greiðslna í sjúkrasjóð stéttarfélaga.
Tími aðgerða runninn upp
„Ef þetta er rétt verða menn að
grípa til verkfalls. Þetta er búið að
ganga of lengi og á sama tíma hefur
þetta skaðað verkalýðshreyfinguna
og vinnumarkaðinn, það sést best á
því að sömu aðferðir og Impregilo er
að beita eystra em að verða æ sýni-
legri á vinnumarkaði á höfuðborgar-
svæðinu sem er auðvitað ekkert
annað en aðför að vinnumarkaði
hérlendis," segir Bjöm Grétar sem
bendir enn fremur á að samkvæmt
reglum EES-samningsins verði að
auglýsa störfin, sem Impregilo hefur
nú boðið Kínverjum, innan Evr-
ópska eftiahagssvæðisins áður en
hugað er að ráðningu Kínverjanna.
„Þeir em með handafli að stýra
verkafólki ffá Evrópska efnahags-
svæðinu fyrir Kínverja," segir hann.
Pólitískan þrýsting vantar
„Svo hlýtur það nú að teljast
meira en lítið undarlegt að núver-
andi forsætisráðherra skuli hafa tek-
ið afstöðu með fyrirtækinu í þessu
máli þegar hann sagði gagnrýni á
fyrirtækið ósanngjama og þakkaði
þeim svo sérstaklega fyrir tilboðið,
sem vanir verktakar hér á landi hafa
gagnrýnt og sagt að gengi ekki upp,“
segir Björn Grétar sem sjálfur hefur
margoft lýst yfir stuðningi við virkj-
ana- og stóriðjuframkvæmdir
eystra.
„Auðvitað snýst þetta mál um
pólitík og ekkert annað,“ segir Bjöm
Grétar aðspurður hvort stjórnvöld
hafi sýnt verkalýðshreyfingunni og
málstað þeirra nægjanlegan stuðn-
ing. „Framsóknarflokkurinn hefur
auðvitað lagt mikið undir við þessar
stórframkvæmdir og virðast því
verja þessi lögbrot ffarn í rauðan
dauðann," segir hann.
Þetta er fullorðið fólk," segir Þor-
steinn.
Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra eða fulltrúa Al-
þýðusambandsins í gær.
helgi@dv.is
Landsvirkjun ekki málsaðili
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, kannast
ekki við að fyrirtækið hafi breytt
um stefnu eins og Björn
Grétar fullyrðir.
„Okkar skylda er sú
að gera verktökum
grein fyrir reglum
sem hér gilda. Við
reynum auðvitað
að greiða fyrir
þeim málum sem í
gangi eru en deil-
ur sem rísa um
Virkjanasamning-
inn hvað varðar
launamál og ann-
að er milli vinnu-
veitandans og
verkalýðshreyfing-
arinnar," segir Þor-
steinn sem telur að
Landsvirkjun standi
að þessu máli á sama
hátt og áður.
„Við erum eins og
hver annar verkkaupi
og skiptum okkur því
ekki af vinnudeilum.
Vill aðgerðir við Kára-
hnjúka Björn Grétar
Sveinsson, fyrrum formað-
ur Verkamannasambands
Islands, undrast mjög að
ekki skuli hafa verið gripið
til harðari aðgerða gegn
Impregilo við Kárahnjúka,
þrátt fyrir fullyrðingar um
lögbrot og málaferli gegn
Impregilo.
í morgunsárið á Öldugötu
Þingmaður hræðir þjófa
Kjartan Ólafsson alþingis-
maður, og arftaki Árna John-
sen í þingliði sjálfstæðis-
manna á Suðurlandi, stökkti
innbrotsþjófum á brott af
heimili sínu árla morguns
fyrir skemmstu. Kjartan býr á
Öldugötu 8 á meðan hann
sinnir þingstörfum en annars
hefur hann fasta búsetu í
Hlöðutúni í Ölfusi. Kjartan
var í fasta svefni þegar hann
heyrði umgang frammi í íbúð
sinni á Öldugötu:
„Ég stökk upp úr rúminu
og rauk fram. Sá ég þá innbrotsþjófa
vera að athafna sig við tölvuna mína
og sjónvarpið var farið," segir Kjart-
an og viðurkennir að sér hafi brugð-
ið. „Eg hrópaði á þá og lét öllum ill-
um látum og þá urðu þeir hræddir
og flúðu. Eftir að hafa náð andanum
hringdi ég á lögregluna og tilkynnti
hvernig komið væri,“ segir Kjartan
sem í raun grunaði hvaðan inn-
brotsþjófarnir kæmu. Úr húsi þarna
í nágrenninu:
„Það kom heim og saman. Lög-
reglan fann þýfið í húsi hér í göt-
unni og færði mér aftur. Fyr-
ir það er ég þakklátur en það
er hins vegar íhugunarefni
hvernig ástandið er orðið
hér í höfuðborginni. Þessir
þjófar brutu einfaldlega gler
á útihurð og komust þannig
inn,“ segir Kjartan sem nú
hefur varann á eftir þessa
lífsreynslu.
Kjartan var einn heima
þegar þessir atburðir urðu og
aðspurður segist hann ekki
hafa haft annað en berar
hendur til að ógna þjófunum
með. En hræðsla þeirra varð hans
happ og dæmi Kjartans alþingis-
manns sýnir svo ekki verður um
villst að innbrotsþjófar gera ekki
mannamun þegar þeir ákveða að
láta til skarar skríða í miðborg
Reykjavíkur.