Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Fréttir DV Aðeins tveir vilja taka við Aðeins tveir umsækj- endur reyndust vera um embætti forstjóra Út- lendingastofnunar en umsóknarff estur rann út 22. janúar. Þau sem sækja um eru Hildur Dungal lögifæðingur og Sveinn Guðmundsson, ffam- kvæmdastjóri og lögffæðing- ur. Eins og kunnugt er lét fyrrverandi forstjóri Útlend- ingastofnunar, Georg Kr. Lámsson, nýlega af störfum til að taka við embætti for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Húsaviðgerðir í boði borgarbúa Húsvemdarsjóður Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum sem hafa sér- stakt varðveislugildi. Sérstaks forgangs njóta endurgerðir á ytra byrði húsa til upprunalegs stíls og viðhald hús- hluta sem taldir em hafa mikið gildi til varð- veislu vegna heildarsvips svæða, svo sem klæðningar, steyptar þakrennur og garð- veggir. Umsóknum þarf að skila fyrir 11. febrúar svo áhugasamir þurfa að hefjast handa hið snarasta við að útbúa framkvæmda-, kostn- aðar- og tfmaáætlanir. Aldurstakmark á giftingar útlendinga Búi Bendtsen, útvarpsmaöur á X-FM. „Mér fínnst persónulega að fólk eigi ekkert að hugsa út í að gifta sig fyrir 25 ára aldur. Efhins vegar fólk er að gifta sig á föiskum forsendum þá tel ég ekki að eitthvert aidurstak- mark skipti máli. Getur ekki bara Útlendingaeftirlitið fyigst með þessu? Er þaö ekki skárra en að Björn Bjarnason sé að vandræðast í þessu? Ég held nú að þessir þingmenn sem samþykktu þetta hefðu nú átt að hafa eitthvað annað viðmiö en einhvern aidur." Hann segir / Hún segir „Þetta ákvæði er sett inn tii að bregðast við ákveðnum atvik- um þar sem verið er að nota leiðir til að hleypa fólki inn í landið þar sem ekki liggur að baki annað en að flytja til landsins, en ekki vilji til að gifta sig. Ég varsamþykk þessu ákvæði þegar það var borið fram og tel verndina ná fram með þessum hætti. Við höfum séð dæmi þarsem fólk er beinlínis neytt í hjónaband. Við eigum að taka vel á móti fólkisem hingað vill koma en verðum líka að stemma stigu við því þegar annarleg sjónar- mið búa að baki." Ásta Möller, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Umsóknarfrestur um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins rennur út 7. febrúar. Spenna rikir á Fréttastofu Útvarps enda sjá margir starfsmenn starfið i hillingum og hafa gert lengi. Grunnlaunin eru þó ekki nemar rétt tæpar 300 þúsund krónur. Stríðið um starf fréttastjóra Rfkisútvarpsins er hafið og eru margir í startholunum. Ekki síst starfsmenn Fréttastofunnar sem margir hverjir sjá stöðuna í hiilingum og hafa gert lengi. Friðrik Páll Jónsson gegnir nú starfinu og vill halda því áfram: „Það er frekar líklegt að ég sæki um. Ég er búinn að vera fréttastjóri hér frá því í ágúst þegar Kári Jónasson fór í fh' sem hann kom aldrei úr,“ segir Friðrik Páli en Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var sem kunnugt er ráðinn ritstjóri Frétta- blaðsins í fh'inu sem hann sneri aldrei úr. Hörð samkeppni Friðrik Páli Jónsson getur hins veg- ar átt von á harðri samkeppni þegar til kastanna kemur. Sigríður Ámadóttir, sem sagt var upp starfi fréttastjóra Stöðvar 2 fyrir skemmstu, situr heima og leitar að nýju st arfi. Sjálf vill hún ekkert gefa upp. „No comment," segir hún. Lfklegt má telja að Sigríður taki slaginn við Friðrik Pál Jónsson en Sig- ríður er svo gott sem alin upp á Ríkis- útvarpinu; hóf ferilinn sem sendill þar á meðan stofnunin var enn til húsa við Skúlagötu. Hún starfaði lengst af á Fréttastofu Ríkisútvarpsins og var orð- inn staðgengill Kára Jónassonar undir það síðasta. Hún sóttist eftir því að verða fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og fékk til þess meirihlutafýlgi innan Út- varpsráðs en Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri kaus að veðja á Elínu Hirst. Var Sigríður þá ráðin á Stöð 2 en stoppaði stutt á Lynghálsinum. Minni spámenn Óðinn Jónsson, höfundur og stjómandi morgunútvarps Ríkisút- varpsins, er einnig nefndur til sögunn- ar. Innanhúsfólki hjá Ríkisútvarpinu finnst honum hafa tekist vel upp með morgunútvarpið. Það verður ekki af Óðni tekið að hann hefur sýnt meiri snerpu en margir aðrir sem reynt hafa fyrir sér með nýjungar hjá Ríkisútvarp- inu. Annar sem einnig þykir koma til álita er Amar Páil Hauksson. Fyrrverandi útibússtjóri Ríkisútvarps- ins á Akureyri og í Kaupmannahöfn. Amar þykir traustur starfsmaður en ekld ævintýragjam að upplagi. Því má ætla að hann heykist á því að sækja um stöðuna: „Eg hef ekki tekið ákvörðun," segir hann sjálfur. Röddin er vörumerki Þá er ónefndur Páll Benedikts- son, gamalreyndur starfsmaður Rík- isútvarpsins, sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga með sjónvarps- þættinum í Brennidepli. Broddi Broddason þykir einnig koma til greina en hann er líklega þekktasta rödd Fréttastofu Ríkisútvarpsins og allt að þvf vömmerki hennar. Sú staðreynd ætti ekki að draga úr möguleikum Brodda. Óvænt umsókn? Ekki er útilokað að málum verði hleypt í loft upp með óvæntri um- sókn ffá Akureyri. Þar situr Birgir Guðmundsson, margreyndur rit- stjóri og fféttastjóri, og einn mesti fagmaður í íslenskri fjölmiðlun sam- tímans. Birgir stundar nú kennslu við Háskólann á Akureyri og gæti kitlað í puttana. Ég hef lítið leitt hugann að þessu," en alit getur gerst. Til dæmis flutti ég hingað norður á Akureyri með tveggja daga fyrirvara." 400 þúsund á mánuði Umsóknarfrestur um starf ffétta- stjóra Ríkisútvarpsins rennur út 7. febrúar. Samkvæmt uppfýsingum frá starfsmannahaldi Rfldsútvarpsins em grunnlaun fréttastjóra samkvæmt samningi við fj ánnálaráðimeytið á bil- inu 283-293 þúsund krónur á mánuði. Við þá upphæð má bæta aukasporsl- um upp á hundrað þúsund kxónur þannig að fréttastjóri Rflásútvarpsins ætti að geta haft rétt um 400 þúsund krónurí mánaðarlaun. segir Birgir. „Lfldega sæki ég ekki mn Birgir Guðmundsson Fljótur að taka ákvarðanirefþarf. Arnar Páll Hauksson Tvístlgandi frammi fyrir ævintýri. Sigríður Árnadóttir Leitar að vinnu og lltur tilæskuslóðanna. Óðinn Jónsson Þykir hafa gert það gott i morgunútvarpi. Broddi Broddason Röddin alltað þvf vörumerki Fréttastofu Útvarps. Ásthildur Albertsdóttir er ósátt við að manni hennar hafi verið vísað úr landi Dómsmálaráðherra skilur ekki ástina „Ég skil satt best að segja ekki af hverju maðurinn sakar mig um að ljúga. Af hverju ætti ég að gera það, ég hef misst það sem skiptir mig máli og um það snýst málið," segir Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, Jórdana sem vísað var úr landi vegna aldurs um liðna helgi. í frétt DV af málinu í gær var haft eftir Birni Bjarnasyni dómsmáia- ráðherra að ffá- sögnÁsthildar af sam- skiptum þeirra tveggja á fundi Dómsmálaráðherra Sakaður um sinnuleysi f garð 23 ára jórdansks ást manns íslenskrar konu. um málefni manns hennar í dóms- málaráðuneytinu væri röng í öllum meginatriðum. Ásthildur hafði sak- að Björn um sinnuleysi í garð þeirra hjóna þegar þau leituðu til hans eftir að Útlendingastofnun hafði úrskurð- að að hann fengi ekki dvalarleyfi hér á landi. „Ég hef svo sem engan áhuga á að rífast við Bjöm, fyrir honum er þetta einhver pólitík en fyrir mér snýst þetta um mannréttindi og það að fá að hafa manninn minn hjá mér. Hvernig er hægt að ætlast til að menn sem hugsa eins og þessi dóms- málaráð- herra geti skihð það,“ segir Ásthild- ur. Rétt er að taka fram að í mánu- dagsblaði DV var rangt farið með dagsetningu á fundi Björns og Ást- hildar, fundurinn var sagður hafa verið í desember en ekki september eins og rétt er. Það leiðrétti raun- ^ “ llMli> ar Björn í við-1 tah í gær. Ásthild- ur segir það skjótu skökku við að Björn skuli segja eina af ástæðum brottvísunar manns hennar úr landi hafa verið þá að hann hafl ekki getað tryggt sér framfærslu hér á landi. „Þetta em nú hjákátleg rök hjá manninum. Said gat ekki stundað vinnu þar sem hann hafði ekki at- vinnuleyfi sem hann gat aftur ekki fengið þar sem honum var neitað um dvalarleyfi af því hann var ári of ungur. Hann hafði tvisvar þurft að neita boði um vinnu vegna þessa þrátt fyrir að vilja komast í vinnu," segir Ásthildur í samtah við DV. helgi@dv.is Segir Björn snúa út úr Ást- hildur Albertsdóttir segir dóms- málaráðherra snúa út úrþegar hann segi Said ekki hafa getað skapað sér framfærslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.