Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Sport DV Diouf tryggði Bolton sigur El-Hadji Diouf tryggði Bolton þrjú dýrmæt stig í ensku úrvals- deildinni á mánudagskvöldið þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Blackbum á útivelli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Sigurmarkið var umdeilt eins og flest það sem Diouf kemur nálægt. Hann fiskaði vítaspymu, lét Brad Friedel, markvörð Blackburn, verja ffá sér spyrnuna en fylgdi síðan eftir og skoraði. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, var brjálaður út í Diouf eftir leikinn og sagði hann hafa látið sig detta viljandi inni í teignum. „Það vita allir hvað hann gerir. Hann gaf Andy Todd líka olnboga- ‘'k skotog ý., í • ■ * hefðiátt h . aðvera ’ rekinnaf *' velli.“ czbok Ú R V A L S D E 1 1 L D ENGLAND m Staðan Chelsea 24 19 4 i 48-8 61 Arsenal 24 15 6 3 53-25 51 Man. Utd. 24 14 8 2 37-14 50 Everton 24 13 5 6 28-25 44 Liverpool 24 11 4 9 36-25 37 MBoro 24 10 7 7 39-33 37 Charlton 24 11 4 9 28-33 37 Spurs 24 9 6 9 29-26 33 Bolton 24 9 6 9 31-31 33 Man. City 24 8 7 9 30-26 31 A. Villa 24 8 7 9 27-29 31 Newcast. 24 7 8 9 35-41 29 Fulham 24 8 4 12 31-40 28 Portsm. 24 7 6 11 26-34 27 Birmingh. 24 6 8 10 27-30 26 Blackburn 24 5 10 9 21-34 25 C. Palace 24 5 6 13 27-37 21 Soton 24 3 9 12 25-39 18 Norwich 24 2 1111 23-46 17 WBA 24 2 1012 19-44 16 Markahæstir: Thierry Henry, Arsenal 16 Andrew Johnson, Crystal Palace 14 Robert Pires, Arsenal 10 Jermain Defoe, Tottenham 10 Jimmy Floyd Hasselb., M'Boro 10 Shaun Wright-Phillips, Man. City 9 Andy Cole, Fulharn 9 Milan Baros, Liverpool 8 Aiyegbieni Yakubu, Portsmouth 8 Paul Scholes, Man. Utd 8 Didier Drogba, Chelsea 8 Robbie Keane, Tottenham 7 Eiður Srnári Guðjohnsen, Chelsea 7 Craig Bellamy, Newcastle 7 Paul Dickov, Blackburn 7 Nicolas Anelka, Man. City 7 Frank Lantpard, Chelsea 7 Kevin Phillips, Southampton 7 Fredrik Ljungberg, Arsenal 7 Jose Antonio Reyes, Arsenal 6 Henrik Pedersen, Bolton 6 Kevin Davies, Bolton 6 Damien Duff, Chelsea 6 Emile Heskey-Birmingham 6 Alan Shearer, Newcastle 6 Nolberto Solano, Aston Villa 6 Arjen Robben, Chelsea 6 Damien Francis, Norwich 6 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir handboltakappann Snorra Stein Guðjónsson. Hann var ekki valinn í landsliðshóp Viggós Sigurðssonar fyrir HM í Túnis og fær ekki nýjan samning hjá félagi sínu Grosswallstadt. Hann lætur samt engan bilbug á sér finna eins og fram kemur í viðtali við DV Sport. Fyrir einu ári var Snorri Steinn Guðjónsson lykilmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í Slóveníu auk þess að vera aðalsprautan í þýska 1. deildarliðinu Grosswallstadt þrátt fyrir að hann hefði aðeins spilað hálft tímabil í einni erfið- ustu deild heims. Nú er staðan hins vegar allt önnur því Snorri Steinn er ekki lengur í íslenska landsliðinu og fékk þær fréttir fyrir skömmu að samningur hans við Grosswallstadt yrði ekki endurnýjaður þegar hann rennur út í vor. Snorri Steinn bar sig þó vel þegar DV Sport hafði samband við hann í gær og ræddi við hann um stöðuna. Hann sagðist aðspurður ekki geta neitað því að þetta hefði komið honum á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Þetta stóð reyndar og féll með því hvort það yrði skipt um þjálfara. Það var samningur tilbúinn á borðinu ef þjálfarinn, sem stýrir liðinu nú, hefði haldið áfram en ég er greini- lega ekki inni í framtíðaráformum nýja þjálfarans. Það er ekkert við því að gera," sagði Snorri Steinn. Hann sagðist vera í heildina þokkalega sáttur við tímabilið hjá Grosswallstadt. „Ég byrjaði vel en síðan kom niðursveifla, bæði hjá mér og liðinu. Mér fannst ég samt ná mér aftur á strik í desember og er því bara þokkalega sáttur við það sem af er tímabilinu." Ekki á leiðinni heim Snorri Steinn sagðist ekki vera á leiðinni heim. „Það er klárt að það þarf ansi mikið að gerast til að ég komi aftur heim. Ég er með nokkra möguleika sem ég er að skoða og það er bæði lið hér í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Ég hef góðan tíma og ætla ekki að ana út í neitt. Það skiptir mestu máli fyrir mig að finna lið þar sem mér er treyst. Ég mun fara yfir þessi mál á næstunni og taka ákvörðun í framhaldi af því. Ég kann að meta það við Þjóðverj- ana að þeir taka ákvarðanir fljótt og skipuleggja sig fram í tímann og það gefur leikmönnum svigrúm til að finan sér ný félög.“ Legg mig allan fram Tvö áföll á stuttum tíma gætu gert það að verkum að reyndari menn en Snorri Steinn, sem er að- „Vissulega erþetta ekki auðvelt, bæði það að fá nýjan samning og að vera ekki valinn í landslið- ið en ég stend aftur upp eftir þessi tvö kjaftshögg. Ég mun halda áfram að æfa á fullu og leggja mig allan fram það sem eftir lifir leiktíðar." eins 23 ára gamall, færu að vor- kenna sjálfum sér en hann er lítið fyrir það. „Vissulega er þetta ekki auðvelt, bæði það að fá nýjan samning og að vera ekki valinn í landsliðið en ég stend aftur upp eft- ir þessi tvö kjaftshögg. Ég mun halda áfram að æfa á fullu og leggja mig allan fram það sem eftir lifir leiktíðar. Handbolti er það skemmtilegasta sem ég geri og það er hundleiðinlegt að guda áfram í þessu. Það er ekki minn stfll," sagði Snorri Steinn, sem sagðist fylgjast grannt með heimsmeistaramótinu í Túnis í þýska sjónvarpinu. „Ég hef bara séð þýska liðið og það virkar ekki vel á mig. Liðið er þunglamalegt en ég hef samt trú á því að það muni vaxa með hverjum leik. Ég held hins vegar að þýska liðið sé ekki nógu gott til að vinna heimsmeistaratitilinn, “ sagði Snorri Steinn. oskar@dv.is Sáttar með silfrið Islensk/danska stúlknaliðið sést hér með bikarinn sem liðið fékk fyrir annað sætið i lidakeppninni. Mynd Jon Iniji Unglingalandsliðið í karate í fínu formi Eitt silfur og eitt brons Unglingalandsliðinu í karate gekk vel á Opna breska unglingamótinu um helgina en þar nældi liðið sér í tvenn verðlaun, silfur- og bronsverðlaun. Sólveig Sigurðardóttir vann bronsverðlaun í -60 kg flokki 18-20 ára en hún tapaði naumlega fyrir breskum sigurvegara í undan- úrslitum. Sólveig var síðan aftur á ferðinni í liðakeppninni en þar tókst henni, ásamt stöllum sínum Ingibjörgu Helgu Arnþórsdóttur og hinni dönsku Mathilde Klint, að krækja sér í silfurverðlaun eftir naumt tap gegn breska liðinu Western Karate Union. Strákamir voru ekki jafn sterkir og stúlkumar því þeir duttu út í íyrstu umferð í liðakeppninni eftir hörkubaráttu. Andri Sveinsson komst í aðra umferð í -75 kg flokki 16-20 ára en tapaði þeirri glímu naumlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.