Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Jónas Ólafsson yfirkokkur „Nautalund frá Nýja-Sjálandi, sem þarfaö feröast 44.000 kllómetra leiö er til að myndajafn dýr og nautalund frá Stokkseyri.“ Stringfellow giftist 22 ára balletdansara Hinn 64 ára gamli næt- urklúbbaeigandi Peter Stringfeliow mun á næst- unni giftast hinni 22 ára Bellu Wright sem er fyrrverandi balletdansari. Peter bar bónorðið upp á Valentínusardag. Faðir Bellu, sem er næstum jafngamall Peter, hefur lagt blessun sína yfir ráðahag- inn. Peter á, að sögn blaðs- ins The Sun, eina af áhrifa- mestu daðursetningu sem hægt er að nota á stefnu- móti en hún er einfaldlega: „Sælar sexí, ég heiti Peter og ég á staðinn." Hlíf ámóti verðtryggingu Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafliarfirði ályktar að fella eigi niður verðtryggingu lána. Hún sé verðbólgu- hvetjandi og gangi eingöngu út á að tryggja gróða fjár- magnseigenda án tiilits til hagsmuna þeirra sem taka lánin eða þj- óðfélagsins í heild. Þetta samþykkti Hlíf á fundi fyrir helgina. Félagið segir það ábyrgðarleysi hjá stjómvöld- um og lánastofnunum að réttlæta verðtryggingu með rökum um ótryggara og sveiflukenndara efiiahagsá- stand en hjá nágrannaþjóð- unum. Hlíf skorar á félög inn an ASÍ að taka þennan mál- stað upp. Mynda- ruglingur í umfjöllun um íslenska hermenn í írak í Helgarblaði DV varð leiðinlegur myndaruglingur. í myndatexta undir mynd af Sigrúnu Björku Stefánsdótt- ur og Kristófer Turner sem er í breska hemum, segir að myndin sé af Elísabetu Ing- ólfsdóttur, móðir Wilberts Snyder. Engin mynd birtist hins vegar af þeim Elísabem og Wilbert. Þá var Kristófer sagður vera Wilbert á mynd þar við hliðina. öll þau sem þarna eiga hlut að máli eru beðin innilega afsökunar en hér til hliðar birtist mynd af Elísabetu sem rætt var við í umfjöllun blaðsins. Jónas Ólafsson, yfirkokkur á Naustinu, gagnrýnir hráefnisheildsala harkalega. Hann hefur unnið hér á landi i hálft ár og segir hráefnið sem hér er í boði ekki vera upp á marga fiska. Yfirkokkurinn segir víða pott brotinn og nefnir kjötiðnað- armenn, ríkið og kvótakerfi á matvælum meðal ástæðna skorts á góðu hráefni. Yfirkokkurinn á Nausflnu segir heildsala okki greino naul irá svíni „Það er alveg sama hvaðan nautakjötið kemur, það er allt jafn dýrt hjá heildsölum," segir yfirkokkurinn á Naustinu, Jónas Ólafsson, sem er ekki ánægður með hráefnið sem í boði er á íslenskum markaði. „Ég pantaði til dæmis það sem kallað er á dönsku „fleskesteg" en á íslensku pörusteik og Danir borða mikið á jólum. Það sem ég fékk frá heildsalanum var hryggjarstykki og þegar ég sagði honum að þetta væri ekki það sem ég pantaði sagði hann að þetta væri kallað pöru- steik á íslandi." „Fyrir það fyrsta er hráefni á ís- landi alltof dýrt, því ríki og tollar em með fáránlegt kvótakerfi á þessari vöm. Nautalund frá Nýja-Sjálandi, sem þarf að ferðast 44.000 kílómetra leið er til að mynda jafn dýr og nautalund frá Stokkseyri/' segir Jónas Ólafsson sem kom heim, eftir fjórtán ára dvöl í Danmörku, til að taka við sem yfirkokkur á Naustinu eftir að það var opnað eftir breyting- ar í fyrra. Pörusteik er ekki pörusteik „Svo em kjötiðnaðarmenn á landinu alltof margir af gamla skól- anum og hefðu allir gott af því af fara til útlanda í eitt ár eða svo til að læra að fara með hráefnið. Ég pantaði til dæmis það sem kallað er á dönsku „fleskesteg" en á íslensku pömsteik og Danir borða mikið á jólum. Það sem ég fékk frá heildsalanum var hryggjarstykki og þegar ég sagði honum að þetta væri ekki það sem ég hefði pantað sagði hann að þetta væri kallað pömsteik á íslandi. En það er alveg út í hött því það virðast þá flestir hlutar af svíninu vera pöm- steikur hjá þeim. Þeir geta ekki skýrt alla partana af dýrinu sama nafrii. Ég er hræddur um að viðskiptavinir mínir yrðu ekki hrifnir ef þeir pönt- uðu nautasteik en fengju lambakóti- lettur, en þetta dæmi sýnir bara hversu fáránlega er farið með hrá- efnið," segir yfirkokkurinn. Grænmetið sótt yfir lækinn Jónas segir grænmetinu hér álíka fyrir komið. „Hvernig getur Bónus boðið upp á helmingi ódýrara hrá- efni sem oftast er miklu betra en það sem fæst hjá heildsölum," segir hann og telur besta fáanlega græn- meti vera að fá í Danmörku en ekki í Hollandi þangað sem flestir heild- salar sækja það. „Hér á landi er til dæmis varla hægt að fá almennilegt dill, og það eina sem boðið er upp á er frá Lambhaga og það er algert drasl sem maður vill ekki bjóða upp á. Það er svo happa-glappa hvort einhver heildsalinn flytji það inn í og sömuleiðis hvort það sem mað- ur fær sé sæmilegt dill," en dill er að sögn yfirkokksins lifandi grænmeti sem mikið er notað til að skreyta mat. Enginn munur á nauti og svíni „Það sem er að er að til er fullt af sérstöku hráefni sem ekki er hægt að fá hér sem gerir manni erfitt fyrir , ef maður er matreiðslumaður sem vil bjóða kúnnanum upp á sérstakan mat. Þessir heildsalar eru duglegir við að hengja mikið af heiðursskjöl- um upp á veggi hjá hvor öðrum en þeir virðast ekki vita að „pastrami" er gert úr nautakjöti en ekki svínakjöti. Ég hafði aldrei heyrt um þennan rétt úr svínakjöti fyrr en ég kom aftur heim. Þetta er eins og ef bjúgu væru kölluð pylsur, svo einfalt er það,‘‘ segir Jónas og kveðst ætía að skreppa til Danmerkur innan tíðar til að róa sig niður í umhverfi þar sem ferskt og gott hráefni er að finna. tj@dv.is Grænmeti i stórverslun „Hvernig getur Bónus boðið upp á helmingi ódýrara hrá- efnisem oftast er miklu betra en það sem fæst hjá heildsölum, “ segirJónas yfirkokkur. Nefnd félagsmálaráðherra um aðkomu starfsmannaleiga hefur litlu áorkað að sögn formanns Samiðnar Starfsmannaleigunefnd aðeins fundað fimm sinnum á einu ári Nefnd sem Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra skipaði fyrir rúmu ári síðan, og var ætíað að vinna frumvarp að lögum um aðkomu starfsmannaleiga að íslenskum vinnumarkaði, hefur haldið fjóra eða fimm fundi að sögn Ingvars Sverrissonar, lögfræðings ASI og Hvað liggur á? eins nefndarmanna. Engar formleg- ar tillögur hafa komið frá nefndinni á þeim tíma sem hún hefur starfað. „Okkur hefur því miður sýnst að ekki sé mikill eöa eindreginn vilji til að ljúka þessu máli af hálfu félags- málaráðherra,“ segir Þorbjörn Guð- mundsson, formaður Samiðnar og fulltrúi í samráðsnefnd um virkjana- samning. „Það liggur á að bjarga þessum húsum við Laugaveginn sem á að fara að rífa,“ Anna Marín Schram, kynningarfulltrúi Islenskra stuttmynda.„Ég er mjög ósátt við áform borgaryfirvalda um að rífa þessi hús. Mér finnst að borgaryfirvöld eigi að læra affyrri mistökum á þessu sviði." Þorbjörn gagnrýnir ennffemur félagsmálaráðherra fyrir að bregðast ekki við þeim kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar að settar verði regl- ur um starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. „Ráðherra hefur reyndar látíð hafa eftir sér að hann vilji ekki opin- bert eftirlit með starfsmannaleigun- um en það er ekki það sem við höf- um farið fram á heldur að skýrari reglur verði settar svo verkalýðs- hreyfingin geti byggt kröfur sfnar á ákvæðum laga,“ segir Þorbjörn. Megindeiluefni verkalýðshreyf- ingar og fyrirtækja sem nýta sér þjónustu starfsmannaleiga hefur verið sú að réttindi starfsmannanna Félagsmálaráðherra Nefnd sem Árni Magnússon skipaði fyrir rúmu ári slöan og átti að skoða ört stækkandi markað fyrir starfsmannaleigur hér á landi hefur enn engum tillögum skilað. samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum séu ekki tryggð. Þannig hefur verkalýðshreyfingin ítrekað gert athugasemdir við það að starfs- menn leiganna njóti ekki samsvar- andi réttinda og íslenskir starfs- bræður þeirra auk þess sem skort hefur á að opinber gjöld séu greidd af starfsmönnunum hér á landi. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í gær. helgi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.