Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Fréttir DV Líkamsárás á Kaffi Austur- stræti Borgþór Gústafsson var í gær dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi og gert að greiða tæpar 300 þúsund krónur í skaðabætur vegna líkams- árásar. Borgþór veittist að manni á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti, togaði hann af stól sem hann sat á og sparkaði undan honum fótunum svo að hann féll í gólfið og ökklabrotnaði. Borgþór á nokkuð langan sakaferil að baki, allt frá ár- inu 1983 og hefur verið dæmdur 29 sinnum fyrir brot á umferðarlögum um ölvunar- og réttindaleysis- akstur. Kona í nýjan skólastjórastól Jónína Ágústsdóttir hef- ur verið ráðinn skólastjóri við nýjan barnaskóla í Reykjanesbæ sem hlotið hefur nafnið Akurskóli. Jónína hefur lokið B.Ed,- námi við Kennaraháskóla íslands með stærðfræði og líffræði sem kjörsvið og Dipl. Ed. í stjómun menntastofnana við sama skóla eins og greint er frá á reykja- nesbaer.is. Nýi skóla- stjórinn var valinn úr hópi umsækjenda um starfið og mun Jónína hefja störf 1. apríl næstkomandi. Skólinn verður formlega opnaður í haust. Handtakan á ítalanum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaöur Sjálfstæðisflokksins. „Ég hefbara þá skoðun á mál- inu að þarna hafí augljóslega átt sér stað einhver mistök. Þaö gengur auðvitaö ekki að saklausir menn fái á sig Vík- ingasveitina fyrir engar sakir. Það hefði nú örugglega nægt að spyrja hann út íhvað hann væri aö gera þarna.“ Hann segir / Hún segir „Mér finnst allt I lagi að út- lendingar komi hingað og dá- ist að íslenskum arkitektúr og taki hann út og þá llka til að gagnrýna þau arkitektúrslys sem til staöar eru I borginni. Þetta sýnir okkur hvert þessi spuni um strlð gegn hryðju- verkum getur leitt okkur." Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaöur vinstri grænna. í yfirlýsingu frá Ástþóri Magnússyni segist hann hafa reynt að „afvopna“ Gunnar V. Andrésson ljósmyndara DV í héraðsdómi. Þar var tekið fyrir mál gegn Ástþóri þar sem fjöldi vitna sá hann mölbrjóta myndavél ritstjóra Iceland Express á Glaumbar í september. Verjandi Ástþórs reyndi að róa hann og koma fyrir hann vitinu og eftirsmá æsmg / náði í hann þvL" w. - Ástþór og Verjandinn Hilmar Ingimundarson, verjahdi Ástþórs, reyndi að róa Ástþór niður. Astþór kærip Ijosmyndara sem hann reyndl að „aivonna" Ástþór Magnússon- forsetaframbjóðandi veittist að Gunnari V. Andréssyni, Ijósmyndara DV og Fréttablaðsins, í gær og reyndi að ná af honum myndavél hans eftir að Gunnar hafði tekið myndir af Ástþóri þegar hann gekk úr dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástþór hefur kært Gunnar til lögreglu fyrir líkamsárás. Ástþór var í héraðsdómi vegna ásakana um að hann hefði gjöreyði- lagt stafræna myndavél í eigu flug- blaðs Iceland Express á skemmti- staðnum Glaumbar í september síð- astliðnum. í dómnum í gær veittist Ástþór aftur að ljósmyndara og reyndi að „afvopna hann“, sam- kvæmt yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Ástþór segir að ljós- myndarinn hafi „veist að sér með myndavél". Verjandi Ástþórs róaði hann Gunnar segist hafa heilsað Ást- þóri þegar hann kom í héraðsdóm enda séu þeir Ástþór gamlir kump- ánar. „Ástþór hefur til dæmis hringt í mig og beðið mig að koma og taka myndir af sér í jólasveina- búningi í héraðsdómi,“ bætir hann við. Að sögn Gunnárs spurði Ástþór í gær hvort hann hygðist taka myndir af sér og játti Gunnar því. Þá hafi Ástþór staðið upp og gengið inn í dómssalinn. „Þegar Ástþór kom út úr dóms- salnum og sá að ég var með myndavélina veittist hann um leið að mér og reyndi að ná myndavél- inni af mér. Mér brá auðvitað við þetta og skaut vélinni aftur fyrir bak svo Ástþór næði ekki til henn- ar. Ég hélt á vélinni með vinstri hendinni og með hægri hendinni hélt ég Ástþóri frá mér. Verjandi Ástþórs reyndi að róa hann og koma fyrir hann vitinu og eftir smá æsing náði hann því.“ Ástþór í órétti Gunnar segir að hann sé í fullum rétti til að taka myndir í héraðsdómi og Ástþóri hafi verið fullkomlega óheimilt að ráðast að honum og reyna að taka af honum myndavélina. Þetta tekur Hilmar Ingimundarson hæstaréttar- lögmaður og verjandi Ástþórs undir. „Ég held að Ástþór sé nú ekki í rétti þama. Réttast hefði verið fyrir Ástþór að reyna að fá lögbann á birtingu myndanna sem ljósmyndari DV tók ef hann var mótfallinn birtíngu þeirra." „Ég gekk þarna á milU og reyndi að róa menn niður," segir Hilmar um átökin í héraðsdómi. Hann segir skjólstæðing sinn langþreyttan á því sem Ástþór kallar einelti DV í sinn garð, en blaðið hefur fjallað um nokkur tilfelli þar sem lögregla hefur haft afskipti af honum. Hilmar segir Ástþór vilja láta reyna á hvort ljós- myndun í héraðsdómi sé lögleg. Tjáir sig ekki Ástþór vildi ekki tjá sig um málið við DV en í fréttatillcynningu sem hann sendi ritstjórn blaðsins lýsir hann atburðarásinni orðrétt á eftir- farandi hátt: „Ljósmyndari DV veitt- ist að Ástþóri með myndavél þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að taka ekki myndir. Ástþór reyndi að af- vopna ljósmyndarann með því að grípa til myndavélarinnar en ljós- myndarinn skaut þá vélinni bakvið sig og réðist að Ástþóri, reif í föt hans, snéri uppá og hélt honum þannig nokkra stund eða þar til fyrir tilstilli Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns að ljósmynd- arinn lét af líkamstakinu." Gunnar V. Andrésson Ijósmynd- ari gefur ekki mikið út á yfirlýsingar Ástþórs um atburðina í héraðsdómi í gær. „Ef hlutunum hefur einhvern tímann verið snúið á haus þá er það í þessari lýsingu Ástþórs," segir hann. andri@dv.is Tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu . . . , Jónas aftur á DV sveitabæ Jónas Kristjánsson hefúr verið ráð- inn ritstjóri DV og mun hann starfa við hlið Mikaels Torfasonar, sem einn hefur ritstýrt blaðinu að undanfömu. Er hér um mikinn happafeng að ræða fyrir blaðið, sem verið hefur í stórsókn og blæs nú til enn frekari sóknar inn á ís- lenskan fjölmiðlamarkað með ráðningu Jónasar. „Ég hlakka mikið til," segir Jónas Kristjánsson, sem kemur til starfa á rit- stjóm DV eftír mánuð. „DV er sú tegund af blaði sem hentar íslenskum blaðales- endum í dag og þar er núna verið að gera mjög marga skemmtilega hlutí. Maður getur ekki annað en hlakkað til.“ Fáir menn hafa sett jafn sterkan svip á íslenska fjölmiðlun á undanfömum áratugum og Jónas Kristjánsson. Hann var ráðinn ritstjóri Vísis 1968 og gegndi þeirri stöðu í sjö ár. Þá stofriaði hann Dagblaðið ásamt Sveini Eyjólfssyni og fleirum og ritstýrði því til ársins 1981 þegar blaðið var sameinað Vísi undir nafninu DV. Því blaði ritstýrði Jónas svo fram til ársins 2001 þegar nýir eigendur komu þar að. Þá var Jónas um skeið rit- stjóri Fréttablaðsins á fyrstu mánuðum þess og hefur síðan ritstýrt Eiðfaxa, tímarití hestamanna. „Þetta er gamall draumm sem er að rætast. Ég get ekki annað en hlakkað til líka," segir Mikael Torfason, ritstjóri DV, um ráðningu Jónasar. Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús á sveitabænum Sveinatungu í Norðurárdal. Að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi var litlu stolið. Ein- hverjar skemmdir urðu við innbrotið, m.a. á glugga sem spenntur var upp, auk þess sem eitthvað var rótað til inni í íbúðarhúsinu. Innbrotið átti sér stað annað hvort á mánu- dag eða þriðjudag, að sögn lögreglunnar. Ábúendur voru ekki heima þá daga. Lögregl- an vinnur að rannsókn og segist ekki hafa neinar hald- bærar vísbendingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.