Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Page 25
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 25
Agústa Þórey Brynjólfsdóttir lést skyndilega á heimili sínu í
Tampa Florída, aðeins 33 ára gömul, 26. febrúar síðastliðinn. Ágústa
fór stuttu áður í einfaldar fegrunaraðgerðir sem á óútskýranlegan hátt
leiddu til dauða hennar. Krufningarskýrslur leiddu í ljós að ekkert fór
úrskeiðis við meðferðina sjálfa. Hún veiktist skömmu eftir aðgerðirnar
og dó í svefni nokkrum dögum síðar.
Agústa Þórey átti tvö ung börn, Apríl Rún níu ára og Micheal Anthony
þriggja ára. Börnin eru ekki samfeðra. Þau bjuggu með móður sinni
hjá sambýlismanni hennar í Flórída.
SambandÁgústu við föður eldra barnsins, Dante Lynn Kubischta, var
slæmt eftir skilnað þeirra. Eftir hann vann hún forræðisdeilu um dótt-
urina fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Á hinn bóginn var samband Ágústu við föður yngra barnsins alltaf
gott og fóru þau með sameiginlegt forræði yfir litla syninum. Eftir
dauða Ágústu lá því beinast við að sonurinn færi til föður síns. Fjöl-
skyldu Ágústu fannst hins vegar æskilegt að stúlkan kæmi með þeim
til fslands, fylgdi móður sinni til grafar og fengi sálfræðimeðferð eftir
móðurmissinn. - ■ ■
L